Skessuhorn - 10.04.2019, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 201916
Á Syðstu-Fossum í Andakíl hef-
ur um árabil verið rekin tamninga-
stöð. Hún er til húsa í fyrrum fjósi
Snorra Hjálmarssonar bónda sem
breytt var í hesthús þegar kúabú-
skap var hætt og í samliggjandi
hlöðum eru tamningatryppin svo
þjálfuð. Þar ráða nú ríkjum tveir
karlar sem hvor um sig hafa verið
viðloðandi hestamennsku frá æsku,
en sameinuðust um rekstur tamn-
ingastöðvar á síðasta ári. „Þetta
er fyrsta árið okkar í samstarfi og
þetta hefur alveg þrælsmollið sam-
an hjá okkur eins og hjá elskend-
um á heitri haustnótt,“ segja tamn-
ingarkarlarnir á Syðstu-Fossum í
Andakíl. Björn Haukur Einarsson
frá Neðri-Hrepp hefur um árabil
haft aðstöðu á Syðstu-Fossum en
á síðasta ári ákváðu hann og Þing-
eyingurinn Karl Björgúlfur Björns-
son fyrrum sjómaður að taka hönd-
um saman og reka tamningastöð-
ina í félagi. „Þegar menn eru sam-
hentir og kunna til verka er það í
senn skemmtilegra og auðveldara
að hjálpast að við þessi störf. Frum-
tamningar á hrossum geta ver-
ið hálfgerð færibandavinna og það
hentar prýðilega þegar tveir sam-
hentir karlar vinna slík störf saman.
Sumir gætu alveg sagt að í okkar
tilfelli ætti það við að haltur leiddi
blindan. Við reynum að hafa þetta
skemmtilegt, en það skiptir svo
ótrúlega miklu máli, sama við hvað
maður starfar,“ segja þeir félagar.
Blaðamaður leit við í hesthúsinu hjá
þeim í síðustu viku eftir ábendingu
frá Hvanneyringum sem fannst dá-
lítið spaugilegt að þarna væru afinn
og langafinn í sameiningu að kljást
við baldna fola.
Næg eftirspurn
í öllum góðum hesthúsum er kaffi-
stofa. Sest er niður með uppáhell-
ing. „Við erum með þetta 26 hross
í einu í tamningu og þjálfun. Það
er endalaus eftirspurn og nóg að
gera. Við erum að fá hross úr flest-
um landshlutum; Suðurlandi, höf-
uðborgarsvæðinu, Norðurlandi en
einnig héðan úr héraðinu. Okkur
finnst þetta hæfilegur fjöldi í einu.
Gætum hæglega haft fleiri hross
í húsinu, en þá værum við líka að
vinna okkur þetta of erfitt. Svo má
ekki gleyma að það er talsvert mikil
vinna allt í kringum fóðrun og um-
hirðu; að hreinsa undan hrossunum
og annað sem til fellur.“
Frumtamning tryppanna hefst
yfirleitt á haustin, frá september og
út nóvember, þegar þau eru tekin á
hús og byrjað að eiga við þau. „Við
nýtum aðstöðuna í hlöðunni til að
þjálfa þau í upphafi við öruggar að-
stæður en förum fljótlega út ef eng-
in vandamál eru. Það er auðvitað
misjafnt eftir hrossinu hversu auð-
tamið það er. Sum eru fljót að læra.
Það er svo stór hluti af starfi okkar
tamningamannanna að láta eigend-
ur þeirra vita fljótlega hvort hrossið
sé efnilegt eða hvort ekki borgi sig
að eiga meira við það. Það eru ein-
faldlega ekki öll tryppi í lagi í hausn-
um og það er engum greiði gerður
að hnoðast of lengi með þau,“ segir
Björn og Bjöggi tekur undir þetta.
„Svo er misjafnt hvort eigendur
vilja stefna hrossunum sínum í dóm
að vori eða sumri. Oft er það gert
með þau efnilegustu en þeir sem
eru fyrst og fremst að láta temja
fyrir sig brúkunarhross sem ekki á
að selja, eru alls ekkert endilega að
stefna á að fá góða einkunn í kladd-
ann, heldur leggja áherslu á góð
fjölskylduhross. Ég hef hins veg-
ar í gegnum tíðina þjálfað og sýnt
mörg góð hross, til dæmis héðan
frá Syðstu-Fossum, Skrúð og fleiri
bæjum þar sem góð hrossarækt er
stunduð,“ segir Björn.
Að aðalstarfi um hríð
Þeir félagar segja að ekki sé allt-
af úrval af tamningafólki til starfa.
„Það er ekkert óeðlilegt við að unga
hæfileikafólkið laðist frekar í hring-
iðuna á Suðurlandi eða höfuðborg-
arsvæðinu þar sem flest hrossin eru
og fjörið mest í kringum greinina.
Því ákváðum við að reyna þetta fyr-
irkomulag gömlu karlarnir að sam-
einast um tamningarnar. Þetta er
allt öðruvísi nálgun en staðreynd-
in er sú að starfið verður einhvern
veginn miklu auðveldara þegar
tveir eru um það.“ Björn Hauk-
ur hefur haft tamningar að aðal-
starfi frá unga aldri og þekkir vel
að starfa einn við tamningar. „Ég
byrjaði að temja fyrir aðra þegar ég
var 17 ára og hef nánast síðan haft
þetta að aðalstarfi, ekki gert annað
undanfarin tuttugu ár. Meðan kon-
an mín var í námi á Akureyri var ég
að temja þar.“
Barnameðlaga-
tímanum lokið
Ferill Björgúlfs í hestamennsk-
unni er öðruvísi en hjá Birni, en
alltaf hefur Bjöggi verið viðloð-
andi greinina þótt sjómennskan
hafi verið aðalstarf. Hann er fædd-
ur og uppalinn norður í Reykja-
hverfi í Þingeyjarsýslu en ungur fór
hann til sjós á togurum Ögurvík-
ur, Frera og Vigra. „Ég var á sjó í
33 ár en alltaf í fríum var ég kom-
inn upp í sveit og í kringum hross-
in. Eftir að ég flutti suður 1984 var
ég mikið að temja á sumrin og var
til dæmis mikið hjá Skúla heitnum
í Svignaskarði, tamdi fyrir hann og
reyndar ýmsa fleiri. Áhuginn fyrir
hestum hefur alltaf blundað í mér
og mér finnst ágætt að vera loksins
búinn að gera þetta að aðalstarfi.“
Bjöggi á fimm uppkomin börn og
er hreykinn af að afkomendafjöld-
inn telur nú sextán í þremur ættlið-
um. „Já, sleppibúnaðurinn var alltaf
virkjur hjá mér,“ segir hann og hlær
við. „En ég er afar stoltur af afkom-
endum mínum og þetta eru allt
föðurbetrungar, sem betur fer. En
nú er barnameðlagatímanum lokið
hjá mér, búinn með þann pakka, og
þá hefur maður frekar efni á að fara
í land og hætta þessu sjómennsku-
harki.“ Ekkert barna Bjögga hef-
ur lagt hestamennsku fyrir sig og
á það sama á við um börn Björns
Hauks. „Börnin mín hafa ver-
ið á kafi í öðrum íþróttum og ein-
hvern veginn hafa þau ekki leiðst
út í hestamennskuna. Það er líka í
góðu lagi, hestamennska er krefj-
andi og tímafrekt áhugamál og það
eru fæstir sem geta lifað af þessu,“
segir Björn. Aðspurður segist Björn
lítið vera að rækta sjálfur af hross-
um, það eigi ekki endilega vel sam-
an við þjónustu við aðra. Hann fái
þetta eitt til tvö folöld á ári úr eig-
in ræktun, en hefur keypt og selt
nokkuð af hrossum í gegnum tíð-
ina. Björgúlfur segist eiga nokkrar
hryssur og fá þetta frá þrjú og upp í
sex folöld á ári.
Við þökkum þessum hressu
tamningamönnum á Syðstu-Foss-
um fyrir móttökurnar.
mm
Nóg að gera í tamningunum
Afinn og langafinn segjast tvímælalaust vera heitasta tamningaparið
Björn Haukur Einarsson og Karl Björgúlfur Björnsson með tvö af hrossum úr ræktun Sigfúsar Jónssonar í Skrúð. Björn heldur í Bylgju fjögurra vetra og Bjöggi í stóðhest-
inn Stökkul, fimm vetra.
Brugðið á leik. „Við reynum að hafa þetta skemmtilegt, en það skiptir svo ótrúlega miklu máli, sama við hvað maður starfar.“