Skessuhorn


Skessuhorn - 10.04.2019, Page 17

Skessuhorn - 10.04.2019, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 2019 17 Hefur þú prófað nýju kjúklingasteikurnar? NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOLT A Aðalfundur Við höldum 1. vetrardag hátíðlegan og blásum til veislu í Kaupfélagi Borgfirðinga laugardaginn 25. október 2008 kl. 12-15 Flugger litir veita ráðgjöf og verða með tilboð Mjólka kynnir vörur sínar Kynning á hreinsiefnum frá Kemi Kynning og tilboð á Kerckhaert járningavörum, umboðsmaður á staðnum, býður upp á ís * Vetrarskeifurnar með breiða teininum komnar * Tískusýning á vetrarfatnaði, tilboð á fatnaði frá 66°N 10 - 50 % afsláttur af völdum vörum í versluninni Royal Canin, glaðningur fylgir öllum pokum af hunda-og kattamat. Umboðsmaður á staðnum Kaffi og rjómaterta SK ES SU H O R N 2 01 9 Aðalfundur Kaupféla s Borgfirði ga verður haldinn að Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 11. apríl 2019 og hefst kl. 20:30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Skv. 14. gr. samþykkta KB þá hafa allir félagsmenn aðgang að fulltrúafundum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Borgarnesi, 30. mars 2019 Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga Snemma á þessu ári var fyrirtækinu Habitus ýtt úr vör. Starfsemi fyrir- tækisins snýr að innflutningi á til- búnum húsum hingað til lands. Það er Skagamaðurinn ísleifur Örn Guðmundsson sem stendur að fyr- irtækinu ásamt Arnbjörgu Bald- vinsdóttur unnustu hans. „Húsin eru í hæsta gæðaflokki, smíðuð við bestu mögulegu aðstæður í verk- smiðju Manta North í Lettlandi. Þau afhendast fullkláruð að innan sem utan og fær viðskiptavinurinn húsin afhent innan við sex mánuð- um frá pöntun. Allur frágangur fer fram í verksmiðjunni áður en geng- ið er frá húsunum fyrir flutninginn til íslands. Hingað koma þau fullbú- in, einangruð, með gólfefnum, inn- réttingum, vatns- og rafmagns- lögnum og full frágengin að innan sem utan,“ segir ísleifur. „Það sem viðskiptavinir þurfa að huga að eru undirstöður, koma heitu og köldu vatni að, ásamt heimtaug og rotþró ef við á. Húsið er síðan híft á undir- stöður, fest og tengt en þeirri vinnu ætti að vera hægt að ljúka samdæg- urs,“ bætir hann við. Ódýr og umhverfisvænn kostur „Undanfarin misseri hefur í aukn- um mæli verið kallað eftir ódýr- um umhverfisvænum húsnæðis- kostum, minni íbúðum sem hægt er að reisa á styttri tíma en tíðkast hefur. Með því að reisa minni hús og stytta framkvæmdatímann má lækka byggingakostnaðinn sem og fjármagnskostnaðinn. Ófyrirséður kostnaður, sem gjarnan fylgir smíði húsa, er lítill sem enginn með því að byggja húsið úti og flytja til lands- ins. Fólk fær tilboð og það stend- ur,“ segir ísleifur. „Byggingarefn- ið er umhverfisvænt, húsin eru úr timbri og burðarvirkið úr límtré. Smíðin er öll mjög vönduð og allur efniviður sem valinn er við smíðina er hágæða, góð einangrun gerir það síðan að verkum að húsin eru flokk- uð í A klassa með tilliti til orku- sparnaðar, samkvæmt evrópskum stöðlum,“ bætir hann við. Þá seg- ir ísleifur enn fremur að möguleiki sé að snjallvæða húsin, svo stjórna megi ljósum og öðrum rafbúnaði í gegnum app í síma. „Fólk getur stjórnað öllu í gegnum símann, til dæmis slökkt og kveikt á ljósum og sjónvarpi, stjórnað öllum tenglum og rofum. Einnig er hægt að kveikja á heita pottinum áður en lagt er af stað í sumarbústaðinn þannig að hann bíði eftir manni þegar mað- ur mætir á staðinn. Við bjóðum líka upp á Google Home aðstoðarkerfi sem býður upp á marga skemmti- lega möguleika,“ segir hann. Hægt að tengja húsin saman Til að byrja með segir ísleifur að flutt verði inn 25 fermetra og 48 fermetra hús, auk palla, heitra potta og sánaklefa með húsunum. „Hægt er að tengja húsin saman í stærri einingar, til dæmis er hægt að tengja 25 fermetra og 48 fermetra hús- in saman í eitt 73 fermetra,“ segir hann. Von er á sýningareintaki til landsins í maí sem áhugasamir geta komið og skoðað. ísleifur kveðst þegar hafa fundið fyrir töluverð- um áhuga á húsunum, bæði frá ein- staklingum og fyrirtækjum. „Núna erum við að kynna ferðaþjónustu- fyrirtækjum fyrir þessum minni húsum, sem við teljum að séu góð- ur kostur sem gistihús. Þá erum við einnig að kynna húsin sem sumar- bústaði, gesthús, starfsmannabú- staði og lítil íbúðarhúsnæði. í fram- tíðinni stefnum við á að geta tengt saman enn fleiri einingar og mynd- að þannig stærri hús eða fjölbýlis- hús en tökum bara eitt skref í einu, byrjum á þessum húsum áður en við bætum þeim stærri við.“ En hvernig datt þeim ísleifi og Arnbjörgu í hug að fara að flytja timburhús til landsins? „Við vorum að velta því fyrir okkur að fjárfesta. Ég er að vinna í ferðaþjónustu og hef tengsl í þeim geira. Höfðum við látið okkur detta í hug að kaupa lóð, reisa hús og leigja út gistingu. Ég fór að skoða málið, fann álitleg- ar lóðir og byrjaði að leita að hús- um. Þá datt ég inn á heimasíðuna hjá þessu fyrirtæki. Ég hafði sam- band og það endaði með því að mér var boðið að vera umboðsaðilinn á íslandi. Við ákváðum að slá til og settum aðrar hugmyndir á ís,“ seg- ir hann. „Ég held að þetta sé fram- tíðin. Fólk hættir ekkert að byggja „Ég held að þetta sé framtíðin“ - segir Ísleifur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Habitus á gamla mátann en það er allt útlit fyrir að þessi nálgun sé komin til að vera. Núna er verið að byggja fjöl- býlishús með þessu móti víða, til dæmis í Þorlákshöfn, Reykjanesi og auðvitað á Akranesi með góðum ár- angri. Síðan er verið að tala um það núna að draga úr verðtryggðum lánum. Þá þarf að finna einhverjar leiðir til að byggja minni íbúðir á hagkvæman og góðan máta,“ segir ísleifur að endingu. kgk/ Ljósm. aðsendar. Þannig gæti stofan í Gambi litið út. Gambur er 48 fermetrar að stærð og eitt húsanna sem Habitus flytur fullbúið til landsins. Ísleifur Örn Guðmundsson er framkvæmdastjóri Habitus.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.