Skessuhorn - 10.04.2019, Side 28
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 201928
Sumarlesari
vikunnar
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Sveitarfélagið Borgarbyggð legg-
ur áherslu á góða umhirðu opinna
svæða sem eru í umsjón sveitar-
félagsins, með það að markmiði að
bæta ásýnd umhverfisins. Hins veg-
ar er virk þátttaka íbúa í hreinsun og
umhirðu lóða lykilatriði til að ásýnd
þéttbýlis verði sem best og liggur
metnaður forsvarsmanna sveitar-
félagsins í þá átt. Sérstakt hreinsun-
arátak í þéttbýli er nú fyrirhugað um
mánaðamótin apríl og maí og verð-
ur það auglýst sérstaklega. „Nú þeg-
ar vorið nálgast er tilvalið að huga
að ástandi garða og grænna svæða.
Umhirða á einkalóðum hefur mik-
il áhrif á götumynd og þar með yf-
irbragð þéttbýliskjarnanna okkar,“
segir í tilkyningu frá umhverfis- og
skipulagssviði.
í fróleiksmolum sem umhverfis-
og skipulagssvið sendi Skessuhorni
er fjallað um trjáklippingar og regl-
ur um gróður á lóðamörkum. „Gott
er að leita til fagfólks um ráðgjöf
t.d. þegar kemur að klippingu stórra
trjáa eða þegar vafi leikur á um um-
hirðu trjágróðurs, til að koma í veg
fyrir mögulegar skemmdir. Vafi get-
ur leikið á um staðsetningu runna
og trjáa við lóðamörk.“ í byggingar-
reglugerð kemur meðal annar fram
að ekki má planta hávöxnum trjáteg-
undum nær lóðarmörkum aðliggj-
andi lóða en 4 metra. „Við staðsetn-
ingu trjáa á lóð sem ætlað er að vaxi
frjáls skal taka tillit til skuggavarps
á viðkomandi lóð og nágrannalóð-
um. Sé trjám eða runnum plantað
við lóðarmörk samliggjandi lóða
skal hæð þeirra ekki verða meiri en
1,80 metrar, nema lóðarhafar beggja
lóða séu sammála um annað. Ef lóð-
armörk liggja að götu, gangstíg eða
opnu svæði má trjágróður ná meiri
hæð, enda komi til samþykki veg-
haldara eða umráðaaðila viðkom-
andi svæðis. Að endingu er minnt á
að lóðarhafa er skylt að halda vexti
trjáa og runna á lóðinni innan lóðar-
marka. íbúar eru hvattir til að huga
að því sérstaklega við götur og gang-
stíga og klippa gróðurinn og stuðla
þannig að auknu öryggi vegfarenda.
Rétt er að benda á að í dreifbýli er
umhirða trjágróðurs mikilvægt ör-
yggisatriði, sérstaklega í nánd við
þjóðvegi. Tryggja þarf að trjágróð-
ur skyggi hvorki á sýn vegfarenda né
skapi hættu missi ökumaður stjórn
á ökutæki og fari út af vegi. Nýleg
skýrsla rannsóknarnefndar umferð-
arslysa fjallar um banaslys í Eyjafirði
þar sem trjágróður kom við sögu,“
segir í fróðleiksmolum umhverfis-
og skipulagssviðs.
mm
Í Kveldúlfsgarði í Borgarnesi. Ljósm. Borgarbyggð.
Hugað að gróðri á lóðum og
hreinsunarátak í Borgarbyggð
Það er mikið ánægjuefni þegar sam-
staða næst milli verkalýðshreyfing-
arinnar, stjórnvalda og atvinnurek-
anda um stórsókn í lífskjörum. Sér-
staklega þegar bætt kjör skila sér
mest til þeirra sem verst eru settir,
þó allir njóti góðs af.
Ég vil hrósa forystu verkalýðs-
hreyfingarinnar sem var staðföst í
kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Þá á rík-
isstjórnin einnig hrós skilið fyrir að
koma myndarlega að málum með
80 milljarða að borðinu sem eiga að
styrkja enn frekar lífskjör fólks með
sérstakri áherslu og ungt barna-
fólk og þá sem lökust kjörin hafa.
Það má líka hrósa atvinnurekend-
um fyrir að hafa skilning á því að
nú þyrfti fyrst og fremst að horfa til
þeirra sem verst væru settir. Þann-
ig náðist samstaða um krónutölu-
hækkanir sem gagnast þeim hlut-
fallslega best sem lægri laun hafa.
Launaskrið hátekjuhópa má ekki
fara af stað og er það sameigin-
legt verkefni okkar sem samfélags
að koma í veg fyrir að aðrir hóp-
ar taki til sín meira en samstaða
hefur náðst um. Ávinningur sam-
félagsins er mikil ef okkur tekst
að halda áfram að byggja hér upp
öflugt efnahagslíf og hagvöxt sem
reistur er á verðmætaaukningu í
samfélaginu en ekki innihaldslausri
þenslubólu eins og varð okkur að
falli í hruninu.
Tímamótasamningar
Það verður spennandi að sjá hvern-
ing til tekst með að auka vinnustaða-
lýðræði með möguleika á verulegri
styttingu vinnutímans.
Ríkið setur sinn svip á þessa
samninga og fullyrt er að aldrei
hafi ríkið komið með svo öflugum
hætti að gerð kjarasamninga. Ég tel
að það muni koma til með að nýt-
ast öðrum hópum sem eiga eftir að
semja. Þar má nefna:
Aðgerðir í húsnæðismálum sem
gagnast sérstaklega ungu fólki og
tekjulágum.
Nýtt skattþrep og nýtt viðmið
með hærri persónuafslætti sem
helst þeim tekjulægri.
Lenging fæðingarorlofs í tólf
mánuði, auknar barnabætur og
hækkuð viðmið við greiðslu barna-
bóta.
Ný húsnæðislán fyrir tekjulága
og stuðningur við fyrstu kaup á
húsnæði.
Skýrari reglur um leiguvernd á
leigumarkaði án þess að það bitni á
framboði.
Dregið er úr vægi verðtrygging-
ar og stofnstyrkir til félagslegs hús-
næðis auknir.
Stórauknar opinberar fjárfesting-
ar og efla alla innviðauppbyggingu
sem skapar störf.
Áfram mætti lengi telja. Það
skiptir máli að hafa heildarsýn
þegar gengið er til samninga við
yfir 100 þúsund launþega. Lífskjör
eru nefnilega ekki einungis bund-
in við krónur og aura. Það skipt-
ir máli hvernig okkur tekst í sam-
einingu og með samvinnu verka-
lýðshreyfingar, atvinnurekenda og
stjórnvalda að stilla saman strengi
svo að ísland verði sjálfbært samfé-
lag sem byggt er á grunni velferðar
og félagslegs réttlætis. Það er okkar
sameiginlega ábyrgð.
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Höfundur er þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar-græns framboðs og
formaður atvinnuveganefndar.
Lífskjara-
samningar!
Pennagrein
Pennagrein
Stór skref voru stigin við undirskrift
lífskjarasamninga í vikunni sem aðil-
ar vinnumarkaðarins komu sér sam-
an um með stuðningi stjórnvalda.
Þetta er liður í breiðri sátt til áfram-
haldandi lífskjara til rúmlega þriggja
ára. Þessi samningur er ný nálgun á
þeirri staðreynd að lífkjör á vinnu-
markaði kemur við alla þjóðina og
því verða stjórnvöld að vera í sama
takti svo vel takist. Aðkoma stjórn-
valda að lífskjarasamningi felur í sér
fjölmargar leiðir sem slær taktinn
með aðildarfélögum vinnumarkar-
ins til að viðhalda stöðuleika.
Fjölskyldan í fyrirrúmi
Framsóknarmenn hafa lengi bar-
ist fyrir lengingu fæðingaorlofs
og loks sjáum við hilla undir þessu
markmiði. Fæðingarorlof lengist úr
níu mánuðum í tíu mánuði í byrjun
árs 2020 og í byrjun árs 2021 verð-
ur fæðingarorlof 12 mánuðir. Áfram
verður horft til þess að hvort for-
eldri fyrir sig eigi sjálfstæðan rétt
til töku fæðingarorlofs en hluti or-
lofsins verði til skiptanna. Foreldar
lenda í tómarúmi milli fæðingaror-
lofs og leikskóladvalar og hefur það
bæði skapað óvissu og tekjutap fyrir
foreldra. Þarna er líka verið að svara
ákalli sveitarfélaga sem hafa haft góð-
an vilja en stundum ekki getu til að
brúa þetta bil. Á næsta ári eiga skerð-
ingamörk barnabóta að hækka í 325
þúsund og eru þetta hvoru tveggja
ákvarðanir sem koma til með að nýt-
ast fjölskyldufólki um allt land.
Húsnæðisliður út úr
verðtryggingu
Framsóknarflokkurinn hefur haft það
á stefnuskrá sinni að húsnæðisliður-
inn verði tekinn út úr vísitölunni. Að
því skal stefna í þeirri sátt sem und-
ir var ritað. Þetta er í samræmi við
niðurstöðu starfshóps um peninga-
stefnu landsins þar
sem segir að hús-
næðisverð eigi
ekki heima í verð-
bólgumarkmiði Seðlabanka íslands.
Þetta ýtir undir stöðuleika á hús-
næðismarkaði. Auk þess er komið
inn á 13 úrræði í húsnæðismálum til
stuðnings húsnæðisúrræða bæði fyr-
ir kaupendur og leigjendur með sér-
stakri áherslu á fyrstu kaup. Úrræð-
ið nær einnig til þeirra sem ekki hafa
átt fasteign í fimm ár.
Sú sátt sem ritað var undir bar
merki um vor á vinnumarkaði eftir
kvíðvænlegan vetur sem einkennd-
ist af óvissu og svartsýni. En það er
öflugri forystusveit félaga á vinnu-
markaði og framsýnni ríkisstjórn að
þakka að vorið er komið víst á ný.
Halla Signý Kristjánsdóttir.
Höf. er þingmaður Framsóknar-
flokksins í NV kjördæmi.
Samningar og samvinna