Skessuhorn


Skessuhorn - 10.04.2019, Side 31

Skessuhorn - 10.04.2019, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 2019 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skagamenn töpuðu 2-1 fyrir KR þegar liðin mættust í úrslitaleik Lengjubikars karla á sunnudags- kvöld. Leikið var í Laugardalnum í Reykjavík. Um hörkuleik var að ræða. Mikið jafnræði var með liðunum frá upp- hafi til enda og lítið sem skildi liðin að. Bæði lið fengu sín marktækifæri framan af fyrri hálfleiknum. Á 23. mínútu skoraði pablo punyed með fallegu skoti af vítateigsboganum eft- ir góðan undirbúning Óskars Arnar Haukssonar og KR-ingar komn- ir yfir. Skagamenn voru hins vegar ekki lengi að svara fyrir sig. Aðeins tveimur mínútum síðar átti íA liðið laglega sókn. Með einnar snertingar samleik við vítateiginn spiluðu þeir sig í gegnum vörn KR-inga þar sem Bjarki Steinn Bjarkason lagði bolt- ann snyrtilega í markið. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 í hléinu. Síðari hálfleikur var að flestu leyti svipaður þeim fyrri. Jafnt var á með liðunum og hart barist. Þegar yfir lauk var í raun aðeins eitt atriði sem skildi á milli og það voru slæm varn- armistök Skagamanna á 54. mínútu. Þau urðu til þess að Björgvin Stef- ánsson slapp einn í gegn og klár- aði færið glæsilega með því að lyfta boltanum yfir Árna Snæ Ólafsson í markinu. Skagamenn reyndu hvað þeir gátu að sækja og jafna met- in það sem eftir lifði leiks. Til þess fengu þeir nokkur ágætis mark- tækifæri. KR-liðið féll til baka og beitti skyndisóknum sem oft sköp- uðu hættu í vörn íA. Hvorugu liðin tókst hins vegar að nýta færin sín og lokatölur því 2-1, KR í vil. Skagamenn ljúka því keppni í öðru sæti Lengjubikarsins. Fram- undan er íslandsmótið í knatt- spyrnu, þar sem liðið leikur í pepsi Max deildinni. Þar hefjast leikar í lok mánaðarins. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Tap í jöfnum úrslitaleik íslandsmeistaramót í sundi í 50 metra laug fór fram um síðustu helgi í Laugardalslauginni í Reykja- vík. Átti Sundfélag Akranes þar níu keppendur, en alls tóku 172 sund- menn þátt í mótinu frá 15 félögum. Sundfólkið frá Akranesi átti góða helgi og stemningin í hópnum var sömuleiðis góð. Sundfélagið upp- skar fern bronsverðlaun og setti sex Akranesmet, persónlegar bætingar voru alls 42 og syntu krakkarnir 17 sinnum til úrslita á mótinu. Brynhildur Traustadóttir vann til þriggja bronsverðlauna; í 400m skriðsundi, bætti sig um heilar 8 sek- úndur og synti á tímanum 4.30,63. í 1500m skriðsundi synti hún á nýju Akranesmeti, á tímanum 18.08,15 sem er bæting hjá henni um 23 sek- úndur frá meti sem hún setti í Ás- vallalaug fyrir aðeins þremur vikum síðan. Þriðja bronsið fékk hún svo í 200m skriðsundi en þar bætti hún tíma sinn um 2.12,35 sek. Enrique Snær Llorens vann brons í 400m fjórsundi með bætingu um sjö sek. á tímanum 5.00,39. Hann bætti sig svo um 2,5 sek í 200m fjór- sundi og endaði í 6. sæti í sínu fyrsta úrslitasundi á laugardaginn. Hann hafnaði svo í 6. sæti í 800m skrið- sundi á tímanum 9.25,88, bætti sig þar með um átta sekúndur frá SH mótinu sem var fyrir þremur vikum síðan. Kristján Magnússon setti fjögur Akranesmet í drengjaflokki. Hann setti drengjamet í 100m baksundi á tímanum 1.10,79 en gamla met- ið átti Birgir Viktor Hannesson á tímanum 1.11,74. í sama sundi bætti hann einnig 50m metið sitt sem hann setti í janúar, fór á tíman- um 33,32 en eldra metið var 33,62. Kristján setti Akranesmet í 1500m skriðsundi á tímanum 19.11,73, en það met átti Leifur Guðni Grétars- son frá 2004. Kristjan bætti drengja- metið um 23 sekúndur i 800m skrið- sundi á tímanum 9.55,17 sem hann setti sjálfur í mai 2018. Guðbjörg Bjartey setti nýtt Akra- nesmet i 50m baksundi telpna á tím- anum 34,75. Gamla metið átti Daisy Heimisdóttir 35,33 frá 2005. Guð- björg átti góða helgi og bætti sig vel, endaði í 7. sæti í 50m bringusundi á tímanum 36,62 og bætti sig um sekúndu. Hún náði einnig 7. sæti í 100m bringusundi og bætti sig þar um 2 sek. og fór á tímanum 1.20,01. í 200m bringusundi synti hún á 2.56,71, bæting um 7 sek. og hafn- aði í 7. sæti. Ragnheiður Karen Ólafsdótt- ir átti einnig mjög góða helgi og endaði í 5. sæti í 50m bringusundi á tímanum 35.08, aðeins 0,3 sek frá bronsinu. í 100m bringusundi hafn- aði hún í 6. sæti á tímanum 1.19,49, tími hennar í morgunhlutanum var 1.18,98. í 200m bringusundi synti hún við sinn besta tíma, endaði í 6. sæti á tímanum 2.55,94. Atli Vikar Ingimundarsson var í hörkubaráttu um 3. sætið í 100m flugsundi og endaði að lokum í 5. sæti, á tímanum 1.01,28 sem var rétt um hálfri sekúndu á eftir brons- verðlaunasæti. Sama sagan var í 50m flugsundi þar sem mjótt var á mun- um og hafnaði hann í 5. sæti á tím- anum 27,49. Erlend Magnússon var við sinn besta tíma í 50m baksundi á tíman- um 30.88 og hafnaði í 6. sæti. í 50m flugsundi varð hann í 8. sæti, bætti tímann sinn vel eða í 29.08 frá tím- anum 29.45. Ingibjörg Svava Magnúsardóttir átti gott sund í 200m skriðsundi þar sem hún bætti sig um 4 sek. og synti á tímanum 2.26,34. Hún tók einnig þátt í mörgum boðsundum og stóð sig mjög vel. Sindri Andreas Bjarnason mætti veikur til leiks á IM en ákvað að láta á það reyna þar sem hann var búinn að leggja mikla vinnu í undirbúning. Hann bætti sig vel í 50m skriðsundi á tímanum 26.35 en fyrir átti hann 26.60. í 100m flugsundi bætti hann sig um 1,6 sek. og synti á tímanum 1.05,00. Á laugardagsmorgni synti 100m skriðsund á tímanum 57.72 en fyrir átti hann 58.06, mjög góð bæting en svo var það ljóst að hann hafði ekki heilsu í að halda áfram og var tekin ákvörðun um að synda ekki meir. hhf Sundfólk átti góða ferð á Íslandsmeistaramót Meistaramót íslands í badminton fór fram um helgina. Brynjar Már Ell- ertsson úr íA sigraði í einliðaleik í A flokki karla. Brynjar Már og pontus Rydström úr íA sigruðu í tvíliða- leik A flokks karla og í tvenndarleik í A flokki sigruðu mæðginin Brynj- ar Már og Brynja Kolbrún péturs- dóttir. Brynjar Már varð því þre- faldur íslandsmeistari. Drífa Harð- ardóttir er íslandsmeistari í tvíliða- leik í Meistaraflokki kvenna en hún lék ásamt Erlu Björgu Hafsteins- dóttur úr BH. Irena Rut Jónsdóttir fagnaði sigri í tvíliðaleik í B flokki ásamt Sunnu Karen Ingvarsdóttur úr Aftureldingu. kgk Brynjar Már þrefaldur Íslandsmeistari Brynjar Már Ellertsson úr ÍA (t.v.) varð þrefaldur Íslandsmeistari í badminton um helgina. Hér er hann ásamt Gabríel Inga Helgasyni úr BH, sem vann einnig þrefalt. Ljósm. Badmintonsamband Íslands. Mjólkurbikar karla í knattspyrnu hefst í kvöld, mið- vikudaginn 10. apríl. Fyrsti leikur bikarkeppninnar þetta árið er viðureign Kára og Hamars í Akranes- höllinni. Snæfell mætir KB á útivelli föstudaginn 12. apríl og Skallagrímur tekur á móti KV sunnu- daginn 14. apríl. Víkingur Ó. hefur leik fimmtudag- inn 18. apríl og tekur þá annað hvort á móti Úlf- unum eða Vatnaliljunum. Alls verða leiknir tæplega 50 leikir í fyrstu tveimur umferðum bikarkeppni karla áður en dregið verð- ur í 32 liða úrslitum 23. apríl næstkomandi, en þá bætast úrvalsdeildarlið í pottinn. Mjólkurbikar kvenna hefst föstudaginn 3. maí næstkomandi. Daginn eftir, laugardaginn 4. maí mætir ÍA liði Hvíta Riddarans á Akranesvelli. Að loknum fyrstu tveimur umferðunum verður dregið í 16 liða úrslit 17. maí næstkomandi. Úrslitaleikirnir fara fram á Laugardalsvelli í haust. Leikið verður til úrslita í bikarkeppni kvenna 17. ágúst en 14. september í bikarkeppni karla. kgk Mjólkurbikarinn hefst í kvöld Víkingur Ó. fór alla leið í undanúrslit Mjólkurbikarsins síðasta sumar. Ljósm. úr safni. Snæfell sigraði KFS, 0-2, í loka- umferð riðils 1 í C deild Lengju- bikars karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var á Leiknisvelli í Reykjavík. Áhorfendur þurftu að bíða lengi eftir mörkunum í leiknum. Fyrri hálfleikur var markalaus og lengi vel virtist sá síðari ætla að vera það einnig. Það var ekki fyrr en á 87. mínútu að ís- inn var brotinn þegar Carles Martinez Liberato kom Snæfellingum yfir. Marius Ganusauskas innsiglaði síðan sigur Hólmara í uppbótartíma. Lokatölur urðu 2-0, Snæfelli í vil. Snæfellingar enduðu efstir í riðli 1 með tólf stig, fullt hús, úr fjórum leikjum. Þeir hafa því tryggt sér sæti í úrslitakeppni C deildar. Undanúrslitaleikurinn fer fram 28. apríl og þar mæta Snæfellingar annað hvort Hvíta Riddaranum eða Birninum. kgk Snæfellingar í úrslit Skagamenn tryggðu sér sæti í úrslitaleik 2. deildar karla í körfuknattleik með ótrúlegum útisigri á KV á föstudagskvöld. Skemmst er frá því að segja að heimamenn í KV höfðu undirtökin í leiknum nær allan tímann, en Skagamenn voru þó aldrei langt undan. Mik- il spenna færðist í leikinn í lokafjórðungnum, en þegar rúm mínúta lifði leiks voru heimamenn yfir og höfðu yfirhöndina. Það var þá sem leikurinn snerist á punktinum. Skagamenn tóku frábæran endasprett, skoruðu tólf stig gegn tveimur stigum KV á lokamínútu leiksins og náðu að stela sigrin- um. Lokatölur urðu 89-95, ÍA í vil. Skagamenn hafa þar með tryggt sér sæti í úr- slitaleik 2. deildar karla þar sem þeir mæta annað hvort Álftnesingum eða Leikni R. Sigurvegari þess leiks tryggir sér keppnisrétt í 1. deild karla í körfu- knattleik á næsta keppnistimabili. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Í úrslit eftir ótrúlegan endasprett

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.