Skessuhorn - 16.04.2019, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 20192
Nú er páskahátíðin að ganga
í garð og henni fylgir gjarnan
súkkulaðiát. Þó það sé gott að
leyfa sér smá súkkulaðimola yfir
hátíðarnar er það engum hollt
að sporðrenna slíku fæði í óhóf-
legu magni. Hreyfing og holl-
ur matur er nauðsynlegt einnig.
Gleðilega páska!
Á morgun er spáð suðlægri átt
og víða 8-15 m/s og rigning eða
súld með köflum, einkum suð-
austanlands. Lengst af þurrt
norðaustanlands. Hiti 6-11 stig.
Á fimmtudag er útlit fyrir suð-
læga átt 10-15 m/s og talsverð
rigning eða súld verður framan
ef degi, lægir síðan smám sam-
an og dregur úr vætu. Lengst af
úrkomulaust norðaustanlands.
Hiti 7-15 stig, hlýjast fyrir norð-
an. Á föstudag er spáð ákveð-
inni suðlægri átt, vætusæmt og
fremur hlýtt en þurrt að kalla
norðanlands. Á laugardag er út-
lit fyrir suðvestanstrekking með
skúrum eða slydduéljum, en
bjartviðri á Norður- og Austur-
landi. Kólnar í veðri. Á sunnudag
er útlit fyrir að snúist í sunn-
an átt og síðar suðaustanátt
með rigningu eða slyddu víða á
landinu en helst þurrt að mestu
norðaustanlands.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns hvernig lesend-
ur ætli að verja páskafríinu sínu.
41% ætla að vera heima í fríinu,
21% verða að vinna, 16% verða
bæði að vinna og í fríi, 14% ætla
að ferðast en 7% svarenda vissu
ekki enn hvað þeir ætluðu að
gera.
Í næstu viku er spurt:
Vanilla eða súkkulaði?
Guðmundur Sigvaldason fram-
kvæmdastjóri Leynis hefur stýrt
uppbyggingu frístundamið-
stöðvar á Akranesi og staðið við
væntingar um verð og fram-
kvæmdartíma. Guðmundur
er Vestlendingur vikunnar. Sjá
nánar viðtal við Guðmund hér
í blaðinu.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Agla færir Brákar-
hlíð gjöf
Nýverið komu félagskonur úr
Lionsklúbbnum Öglu í Borg-
arnesi færandi hendi á Brákar-
hlíð. Gjöfin er eyrnamerkt til
uppbyggingar á gróðurhúsi fyr-
ir starfsfólk og íbúa. Það voru
þær Jóna Ester Kristjánsdóttir
og Þuríður Helgadóttir sem tóku
við gjöfinni f.h. Brákarhlíðar og
frá Öglum voru þær mættar Elfa
Hauksdóttir, Steinunn Ásta Guð-
mundsdóttir, María Guðmunds-
dóttir og María Erla Geirsdóttir.
Brákarhlíð vill koma á framfæri
kærri þökk fyrir gjöfina. -mm
Körfubíll til
slökkviliðsins
BORGARBYGGÐ: Slökkvi-
lið Borgarbyggðar fékk í síðustu
viku í hendur Scania körfubíl sem
keyptur var og fluttur inn notað-
ur frá Svíþjóð. Bíllinn er búinn
32 metra langri bómu með öfl-
ugri vatnsbyssu sem er fjarstýran-
leg frá jörðu eða beint úr körfu.
Er hér um að ræða langþráða við-
bót við tækjakost slökkviliðsins
og afar nauðsynlega í ljósi þess að
hús sem byggð hafa verið undan-
farið eru hærri en svo að stigar og
búnaður slökkviliðsmanna næði
upp á efstu hæðir. Bíllinn er nýyf-
irfarinn og í góðu ásigkomulagi.
-mm/ Ljósm. Borgarbyggð.
Bíll valt á Útnesvegi
VESTURLAND: Bílvelta varð á
Útnesvegi sunnan við Öndverð-
arnes síðastliðið laugardagskvöld.
Tveir voru í bílnum og sluppu
þeir báðir ómeiddir frá óhapp-
inu. Einn ökumaður var stöðv-
aður fyrir akstur án ökuréttinda
í Borgarnesi. Það var síðastlið-
ið fimmtudagskvöld. Talsvert var
um að lögregla fjarlægði skrán-
ingarmerki af bifreiðum í vik-
unni sem leið vegna vanrækslu
eigenda á aðalskoðun. Sömuleið-
is boðaði lögregla talsvert marga
bíla í skoðun, en slíkt helst jafnan
í hendur að sögn lögreglu. Veg-
farandi í Hvalfirði hafði samband
við lögreglu vegna trés á miðri ak-
braut við Tíðaskarð. Vegfarand-
inn náði ekki að færa tréð sjálf-
ur. Haft var samband við Vega-
gerðina sem gerði ráðstafanir til
að koma trénu af veginum.
-kgk
Starfsmenn Almennu umhverfis-
þjónustunnar í Grundarfirði, ásamt
starfsmanni Telnets, voru að leggja
ljósleiðara á Nesvegi í Grundarfirði
í vikunni sem leið. Gatan verður
malbikuð á næstu dögum og því
tilvalið að ganga frá þessum mál-
um fyrst. Mikið álag hefur verið á
götunni síðustu misseri eftir fram-
kvæmdir við nýja fiskvinnslu Guð-
mundar Runólfssonar hf.
tfk
Íslandspóstur breytti 15. janú-
ar síðastliðnum verðskrá fyr-
ir bögglasendingar í dreifbýli inn-
anlands. Breytingin felur það í sér
að þyngdarviðmið fyrir pakkasend-
ingar heim að dyrum í dreifbýli
var fært úr 30 kg. í 20 kg. og vís-
að til 6. grein laga um póstþjón-
ustu. Verð miðast auk þess við svo-
kallaða rúmmálsþyngd þegar hún
er meiri en raunþyngd sending-
ar. Móttakandi þyngri sendinga
ákveður nú hvort hann greiðir fyrir
áframsendingu vörunnar með land-
pósti af pósthúsi og heim að dyrum,
eða sækir hana sjálfur á pósthús. Þá
er sendandi upplýstur við rafræna
skráningu um að hann sé einungis
að greiða fyrir sendingu vörunnar
á pósthús. Samkvæmt gjaldskrá Ís-
landspósts kostar akstur með land-
pósti fyrir sendingar yfir 20 kíló
samkvæmt kílómetragjaldi 266 kr/
km, en lágmarksgjald er 2.660 kr.
með vsk. Þannig kostar til dæm-
is 16.758 krónur að senda 20 kílóa
pakka með landpósti frá Borgarnesi
í Húsafell. Gjald sem áður var inni-
falið í sendingarkostnaði.
Töluvert hvasst var á vestanverðu
landinu um miðjan dag á föstudag-
inn og svo aftur seint um kvöldið.
Vindhraði í hviðum á veginum við
Hafnarfjall mældist tvívegis upp
í 50 metra á sekúndu. Um miðjan
dag fékk hópferðabíll á suðurleið
á sig vindstreng og lenti í fyrstu í
vegkantinum. Skömmu síðar fór
bíllinn á hliðina. Samkvæmt heim-
ildum Skessuhorns var ökumaður
einn í bílnum og sakaði ekki. Rútan
er töluvert skemmd eftir skellinn.
mm/ Ljósm. bhs.
Landpóstur, þó ekki á sama fararskjóta og nú. Myndin sýnir póstlest Hans Han-
nessonar pósts. Ljósmynd: Magnús Ólafsson/Feykir.is
Nýtt viðbótargjald Póstsins kemur sér illa fyrir landsbyggðina
Þessi gjaldskrárbreyting var lítt
eða ekkert kynnt íbúum á lands-
byggðinni og er að koma þeim á
óvart. Snorri Jóhannesson ferða-
þjónustubóndi á Hraunfossum
segir að breytingin komi sér afar
illa fyrir fyrirtæki hans. Nú þurfi
hann að velja hvort hann aki sjálfur
í Borgarnes eftir bögglasendingum
yfir 20 kíló, eða kjósi að greiða við-
bótargjald fyrir þjónustuna. Hér sé
því um nýtt viðbótargjald að ræða
fyrir rekstur hans, en áður en til
breytingarinnar kom var flutningur
böggla og pakka greiddur af send-
anda fyrir að koma sendingunni til
skila. „Íslandspóstur ætti að hætta
að auglýsa „pakkinn alla leið.“
Það eru einfaldlega öfugmæli því í
mörgum tilfellum er nú ódýrast fyr-
ir viðskiptavini á landsbyggðinni að
fá alls ekki Íslandspóst til að flytja
fyrir sig vöruna „alla leið. Þetta er
öfugsnúið þar sem landpóstar aka
hvort sem er á alla bæi í dreifbýlinu
ýmist tvisvar eða þrisvar í viku. Svo
er þetta náttúrlega ekki sérlega um-
hverfisvænt,“ segir Snorri Jóhann-
esson sem rekur veitingastaðinn við
Hraunfossa.
mm
Ljósleiðari lagður fyrir malbikun
Rúta á hliðina á veginum
við Hafnarfjall
Næsta tölublað
Skessuhorns
kemur út miðviku-
daginn 24. apríl
Efni og auglýsingar verður
að berast fyrir hádegi
þriðjudaginn 23. apríl.