Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 16.04.2019, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 2019 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Knattspyrnumaðurinn Arnór Sig- urðsson frá Akranesi heldur áfram að gera það gott með CSKA Mosvku í Rússlandi. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri í gran- naslagnum gegn Spartak Moskvu um næstsíðustu helgi. Frammi- staða Arnórs í þeim leik gerði það að verkum að hann var valinn besti leikmaður 22. umferðar rússnesku úrvalsdeildarinnar. Arnór, sem leikur stöðu miðju- manns, hefur skorað þrjú mörk í þeim 14 leikjum sem hann hef- ur komið við sögu í það sem af er tímabilinu í rússnesku deildinni. Þá hefur hann enn fremur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í Meistaradeild Evrópu í vetur. kgk/ Ljósm. úr safni. Kári vann 5-1 sigur á Hamri þegar liðin mættust í upphafsleik Mjólk- urbikars karla í knattspyrnu síð- astliðinn miðvikudag. Leikið var í Akraneshöllinni. Káramenn höfðu yfirhöndina nánast frá fyrstu mín- útu og það var gegn gangi leiksins þegar gestirnir skoruðu á 20. mín- útu. Bjarki Rúnar Jónínuson kom þá knettinum í netið eftir vand- ræðagang í vörn Akurnesinga. En Káramenn voru ekki lengi undir. Aðeins um mínútu síðar fékk Sig- urður Hrannar Þorsteinsson lag- lega stungusendingu inn fyrir vörn- ina og vippaði boltanum snyrtilega yfir markvörðinn. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og stað- an því 1-1 í hléinu. Snemma í seinni hálfleik fór að skilja meira á milli liðanna. Kára- menn tóku öll völd á vellinum en Hamarsmenn börðust áfram og áttu góða spretti inn á milli. Andri Júlíusson kom Kára yfir á 55. mín- útu með snyrtilegri afgreiðslu eft- ir laglega stungusendingu. Stuttu seinna skoraði Ragnar Leósson með glæsilegu skoti beint úr auka- spyrnu og Káramenn komnir í 3-1. Stefán Ómar Magnússon skoraði fjórða mark Kára á 75. mínútu með laglegu skoti eftir góða stungu- sendingu. Hann var síðan aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann fylgdi á eftir stangarskoti af stuttu færi. Lokatölur urðu því 5-1, Kára í vil. Í annarri umferð bikarsins mæta Káramenn liði Vestra á útivelli laugardaginn 20. apríl næstkom- andi. Borgnesingar úr leik Skallagrímsmenn mættu KV í Akra- neshöllinni á sunnudaginn. Reyk- víkingar byrjuðu leikinn af krafti og komust yfir á 14. mínútu leiks- ins með marki frá Einari Má Þór- issyni. Á 34. mínútu bætti Oddur Ingi Bjarnason öðru marki við fyr- ir KV og Viktor Máni Róbertsson skoraði þriðja mark Vesturbæinga á lokamínútu fyrri hálfleiks. Stað- an í hléinu var því 0-3 fyrir KV og brekkan orðin æði brött fyrir Borg- nesinga. En Skallagrímsmenn mættu ákveðnir til síðari hálfleiks og náðu að minnka muninn strax á 51. mín- útu þegar Elís Dofri G. Gylfason skoraði. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson hins vegar fjórða mark KV og staðan orðin 1-4. Það urðu raunar lokatölur leiksins, því fleiri mörk voru ekki skoruð það sem eft- ir lifði leiksins. Skallagrímur hef- ur því lokið keppni í Mjólkurbikar karla að þessu sinni. Dregið á þriðjudag Leikur KB og Snæfells fór fram í gær, mánudaginn 15. apríl en var ekki hafinn þegar Skessuhorn fór í prentun. Dregið verður í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í höfuð- stöðvum KSÍ þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi. Þá kemur í ljós hvaða lið mætast í næstu umferð. Þá er vert að geta þess að keppni í Mjólkurbikar kvenna hefst 3. maí næstkomandi með þremur leikjum. ÍA tekur þátt að þessu sinni eitt Vesturlandsliða, en leikur ekki fyrr en 14. maí þegar liðið mætir FH á útivelli. kgk Bocciamót var haldið í Stykkis- hólmi þriðjudaginn 9. apríl þar sem saman voru komin lið frá félags- miðstöðinni X-inu, lið frá Aftan- skini, sem er skipað heldriborgun- um, og boccialið Snæfells sem er hópur fólks með skerta starfsgetu. „Hugmyndin að mótinu kviknaði á bocciaopnun í félagsmiðstöðinni X-inu sem er fyrir unga fólkið í 8.-10. bekk. Við vissum að það voru tveir hópar í bænum að æfa Boccia, eldri borgarar í félaginu Aftanskini, og hópur á vegum Snæfells. Mark- miðið var að draga saman þessa ólíku hópa og úr varð þessi frábæra skemmtun. Dómarar og ritarar mótsins komu úr röðum Aftanskins og frá X-inu. Í Hólminum eru litlir hópar sem hittast hver í sínu horni og tilvalið að hræra aðeins í pott- inum og vera með viðburð þar sem koma saman hópar sem hittast ann- ars mjög lítið. Góður keppnisandi og gleði einkenndi mótið,“ seg- ir Magnús Ingi Bæringsson, æsku- lýðs- og tómstundarfulltrúi Stykk- ishólmsbæjar, í samtali við Skessu- horn. Hver hópur mætti til leiks með tvö lið og samanlögð stig hópsins skáru úr um sigurvegarana sem var unga fólkið úr X-inu, með samtals 50 stig. Í öðru sæti var Aftanskin með 37 stig og Snæfell með 33 stig. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjar- stjóri Stykkishólmsbæjar, afhenti verðlaunin, farandbikar og svo bik- ar til eignar. Þá fengu allir þátttak- endur páskaegg í þátttökuverðlaun. „Þetta var virkilega skemmtilegt mót sem verður vonandi haldið um ókomna tíð í kringum páskana. Nú hafa liðin eitt ár til að æfa sig fyrir næsta mót,“ segir Magnús. arg Svokallaðir pannavellir hafa verið settir upp á fjórum stöðum í Borg- arbyggð; í Borgarnesi, á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Sveitarfélagið keypti vellina í gegn- um UMFÍ og hefur Borgarbyggð unnið að því með UMSB að koma þeim upp. pannavellir eru litlir átt- hyrndir fótboltavellir þar sem er spilaður er fótbolti einn á móti ein- um eftir ákveðnum reglum. Fyrir þá sem vilja prófa vellina eru reglurnar aðgengilegar við vellina. „panna- vellirnir munu nýtast vel og verður gaman að sjá þessa nýju velli í notk- un í sumar af ungum sem eldri iðk- endum. Vellirnir geta einnig nýst á viðburðum hverskonar en auðvelt er að flytja þá á milli staða og setja þá upp alla á sama stað,“ segir í til- kynningu Borgarbyggðar. arg Arnór valinn leikmaður umferðarinnar Pannavöllur á Hvanneyri. Ljósm. Borgarbyggð. Pannavellir í Borgarbyggð Góður keppnisandi og gleði á bocciamóti í Stykkishólmi Keppendur, starfsfólk og bæjarstjóri í lok móts. Ljósm. Magnús Ingi Bæringsson. Bikarkeppnin karla hafin Kári áfram en Skallagrímur úr leik Leikmenn Kára og Hamars stilltu sér upp fyrir upphafsleik Mjólkurbikarsins í Akraneshöllinni sl. miðvikudag. Ljósm. Knattspyrnufélag Kára.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.