Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 16.04.2019, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 2019 17 Safnahús Borgarfjarðar Hátíðardagskrá í Safnahúsi á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, kl. 15.00. Nemendur Tónlistarskólans frumflytja eigin verk við ljóð Böðvars Guðmundssonar. Sýningar hússins opnar, ókeypis aðgangur og sumarkaffi. Allir velkomnir Verkefnið er árvisst. Myndin er frá tónleikunum 2018. Bjarnarbr. 4-6, Borgarnesi, www.safnahus.is „Að vera skáld og skapa“ Safnahús Borgarfjarðar Tónlistarskóli Borgarfjarðar • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Á öðrum tímanum aðfararnótt miðvikudags í liðinni viku var brot- ist inn í Hönnubúð í Reykholti í Borgarfirði, einungis tveimur sól- arhringum eftir síðasta innbrot í verslunina. Að sögn Jóhönnu Sjafn- ar Guðmundsdóttur kaupmanns náðu þjófarnir að taka með sér lít- ilsháttar af tóbaki. Innbrotskerfi lét strax í sér heyra og sást til ferða þjófanna. Lögreglan á Vesturlandi fann þá svo skömmu síðar á akstri í Hálsasveit og náði að hafa hendur í hári þeirra. mm Aftur brotist inn í Hönnubúð Síðastliðinn fimmtudag voru Landgræðsluverðlaunin 2019 af- hent á ársfundi Landgræðslunnar sem fram fór í Reykjavík. Land- græðsluverðlaunin eru veitt árlega einstaklingum og félagasamtökum sem hafa unnið að landgræðslu og landbótum. Með veitingu verð- launanna vill Landgræðslan vekja athygli á mikilvægu starfi margra áhugamanna að landgræðslumál- um. Verðlaunagripirnir, Fjör- egg Landgræðslunnar, eru unn- ir af Eik-listiðju, Miðhúsum á Fljótsdalshéraði. Verðlaunahafar að þessu sinni voru þrír. Í fyrsta lagi Haukur Engilbertsson, bóndi á Vatnsenda í Skorradal. Fjöru- lallar í Vík í Mýrdal hljóta verð- laun, en það er hópur sjálfboða- liða sem unnið hefur ötullega við sandfoksvarnir við kauptúnið í Vík í nánu samstarfi við Land- græðsluna. Loks fær Lionsklúbb- ur Skagafjarðar, ásamt ábúend- um að Goðdölum í Skagafirði þeim Smári Borgarssyni og Sig- ríði Sveinsdóttir, verðlaun fyrir uppgræðslu lítt gróinna og upp- blásinna svæða á Goðdalafjalli í Skagafirði. Haukur á Vatnsenda Haukur Engilbertsson á Vatnsenda í Skorradal byrjaði um 1970 á upp- græðslu með því að dreifa heyi og moði á gróðursnauða mela í landi sínu. Um 1980 var slóði lagður upp á Skorradalsháls og tilbúinn áburð- ur borinn á brekkurnar. Árið 1985 fór hann að leigja út sumarbústað- alóðir og ákvað að nota hluta af leigutekjunum í áburðarkaup til uppgræðslu og gerir það enn. Árið 1995 hóf Haukur þátttöku í verk- efninu Bændur græða landið en í dag styrkir Landgræðslan Hauk til kaupa á þremur tonnum af áburði en alls ber hann á landið um 9-10 tonn á hverju ári. Í umsögn Landgræðslunnar um verðlaunin segir jafnframt: „Hauk- ur á einnig jörðina Gröf í Lundar- reykjadal sem liggur að Vatnsenda uppi á Skorradalshálsi. Þökk sé Hauki er láglendi jarðanna orðið vel gróið og hann farinn að færa sig ofar í brattar brekkurnar en hefur þó enn ekki tekist að velta traktorn- um og segist komast allt með því að keyra nógu hægt. Haukur girti jarð- irnar af og hefur sínar rúmlega 200 Haukur á Vatnsenda meðal handhafa Landgræðsluverðlauna Fulltrúar Landgræðslunnar, umhverfisráðherra og verðlaunahafar. Ljósm. Landgræðslan. kindur heimavið, innan girðing- ar. Beitin hefur ekki neikvæð áhrif á uppgræðslu Hauks og er gróður í mikilli framför og lömbin væn. Haukur varð áttræður á síðasta ári en gaf ekkert eftir í sínu ötula land- græðslustarfi og er hvergi nærri hættur. Haukur er öðrum land- eigendum til fyrirmyndar og á svo sannarlega skilið að fá viðurkenn- ingu Landgræðslunnar, fyrir vel unnið ævistarf.“ mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.