Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 16.04.2019, Blaðsíða 26
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 201926 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvernig páskaegg langar þig að fá? Spurni g vikunnar (Spurt í Stykkishólmi) Ingveldur Eyþórsdóttir Nóa Síríus egg, venjulegt. Kristrún Þorgrímsdóttir Nóakropp páskaegg. Guðbjörg Valsdóttir Venjulegt egg frá Nóa Síríus. Guðrún Erna Magnúsdóttir Nóa Síríus, venjulegt egg. Fjölbrautaskóli Vesturlands flutti hið vinsæla lag Shallow með glæsibrag. Hæfileikakeppni starfsbrauta var haldin í Grundarfirði Fjölbrautaskóli Snæfellinga hélt hæfileikakeppni starfsbrautanna 2019 í stóra sal skólans í liðinni viku. Alls mættu þrettán skólar og sýndu afrakstur þrotlausra æfinga. Atriðin voru hvert öðru glæsilegra en að lokum var það Fjölbrauta- skóli Suðurnesja sem sigraði í hæfi- leikakeppninni. Í öðru sæti var at- riði frá Fjölbrautaskóla Mosfells- bæjar og Borgarholtsskóla en Fjöl- brautaskóli Snæfellinga hafnaði í þriðja sæti. Eftir hæfileikakeppn- ina var slegið upp dansleik að hætti hússins og var gleðin í fyrirrúmi á þessu glæsilega kvöldi. tfk Fjölbrautaskóli Suðurnesja með fyrstu verðlaun. Jakob Þorsteinsson flytur hér atriði heimamanna. Söngkeppni framhaldsskólanna var haldin í Bíóhöllinni á Akranesi síð- astliðið laugardagskvöld. Þar voru flutt atriði 26 framhaldsskóla víðs- vegar af landinu. Það voru Vin- ir hallarinnar sem héldu utan um skipulag viðburðarins ásamt RUV, en keppnin var sýnd í beinni á Rík- issjónvarpsstöðinni. Birgir Þóris- son var hljómsveitarstjóri en kynn- ar voru bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór. Fyrirkomulag keppn- innar var svipað og á síðasta ári þegar keppnin fór fram í Íþrótta- húsinu við Vesturgötu á Akranesi. Hver skóli fékk tvær og hálfa mín- útu til að slá í gegn og var það í höndum dómnefndar og þjóðar- innar með símakosningu að skera úr um sigurvegara. Hófstilltur flutningur Aarons Ís- aks Berry úr Tækniskóla Íslands á laginu Love of my life, eftir Freddy Mercury, þótti skara fram úr að mati dómnefndar. Í öðru sæti varð Anna Róshildur Benediktsdóttir úr Menntaskólanum við Hamrahlíð sem klæddi Súrmjólk í hádeginu eftir Bjartmar Guðlaugsson í nýj- an og áður óþekktan búning. Loks var Diljá pétursdóttir frá Verzl- unarskóla Íslands í þriðja sæti en hún flutti lagið Creep eftir bresku hljómsveitina Radiohead. Frá skólunum á Vesturlandi stigu á stokk í keppninni þær Jóna Alla Axelsdóttir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands, Soffía Meldal Krist- jánsdóttir frá Menntaskóla Borg- arfjarðar og Elva Björk Jónsdóttir frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. mm Tækniskólinn sigurvegari í Söngkeppni framhaldsskólanna Aarons Ísak Berry söng til sigurs með flutningi á lagi Freddy Mercury; Love of my life. Tónlistarskólinn á Akranesi tók þátt í lokahátíð Nótunnar, upp- skeruhátíðar tónlistarskólanna hér á landi, sem fram fór í Menning- arhúsinu Hofi á Akureyri 6. apríl síðastliðinn. Hljómsveitin Skull Crusher var fulltrúi tónlistarskól- ans að þessu sinni og flutti Metal- lica lagið For Whom the Bell tolls. Hljómsveitina skipa þeir Bald- ur Bent Vattar Oddsson á bassa, Fannar Björnsson á rafgítar, Helgi Rafn Bergþórsson söngur og Ingi- bergur Valgarðsson á trommur. Alls komust tuttugu og fjögur at- riði á lokahátíðina og voru þau flutt á tvennum tónleikum. Atriðin voru hvert öðru glæsilegri og mjög fjöl- breytt. Hlutu strákarnir frá Akra- nesi verðlaun í opnum flokki og er þetta að líkindum í fyrsta sinn sem þungarokkssveit hlýtur viðurkenn- ingu á lokahátíð Nótunnar. Sjón- varpsstöðin N4 tók tónleikana upp og verða þeir sýndir á annan páska- dag í sjónvarpinu. mm/ Ljósm. jea Fyrsta þungarokkshljómsveitin til að hljóta verðlaun á Nótunni Hljómsveitin á sviði í Hofi. Skull Crusher eftir að atriði þeirra var valið til að verða fulltrúi skóla af Vesturlandi í úrslitakeppni Nótunnar. Halldóra Baldursdóttir Venjulegt Nóa Síríus páskaegg.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.