Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.04.2019, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 20196 Vinnustofa fyr- ir kvikmynda- gerðarkonur GRUNDARFJ: Í tengslum við alþjóðlegu stuttmyn- dahátíðina Northern Wave verður haldin tveggja daga vinnustofa í Grundarfirði í lok október fyrir 12 ung- ar kvikmyndagerðarkon- ur frá Íslandi, Noregi, Sví- þjóð, Grænlandi og Fær- eyjum. Vinnustofan, sem er styrkt af Norbuk, verður haldin frá fimmtudeginum 23. október til föstudagsins 25. október og í kjölfarið fá þátttakendur kynningu og verða viðstaddir Nort- hern Wave stuttmyndahá- tiðinni í Rifi frá 25.-27. október. „Vinnustofan er ætluð ungum kvikmynda- gerðarkonum sem lang- ar til að starfa við fagið og eru að stíga sín fyrstu skref í þá átt. Þátttakendum verður boðið flug (erlend- um þátttakendum), gisting og uppihald á meðan að á vinnustofunni og hátíðinni stendur. Markmið vinnu- stofunnar er að mynda tengslanet til framtíðar fyr- ir ungar kvikmyndagerð- arkonur á Norðurlöndun- um og koma þeim í tengsl við reyndari konur í fag- inu sem geta fylgt þeim og verkefnum þeirra til fram- tíðar,“ segir Dögg Móses- dóttir, skipuleggjandi há- tíðarinnar. Hún segir að Northern Wave hafi að auki opnað fyrir umsókn- ir fyrir stuttmyndir og tón- listarmyndbönd hér vefsíð- unni northernwavefestival. com/umsokn. -mm Innbrot í hús HVALFJ: Tilkynnt var um innbrot í Hvalfirði í síð- ustu viku þar sem greini- leg merki sáust um að farið hefði verið inn í hús. Rann- sóknardeild Lögreglunn- ar á Vesturlandi fór á stað- inn, tók myndir og kannaði vettvanginn. Málið er til rannsóknar en lögregla tel- ur að það gæti tengst inn- broti í Hönnubúð og sum- arbústað í Skorradal. Talið er að sá sem fór inn í hús- ið sé hinn sami og er grun- aður um að hofa stolið bíl í Hvalfirði í síðustu viku. -kgk Töluvert um hraðakstur VESTURLAND: Að sögn lögreglu var töluvert mikið um hraðakstur í umdæmi Lögreglunnar á Vestur- landi í vikunni sem leið. Lögregla segir alls konar tölur hafa mælst. Einn var tekinn á 70 km/klst. þar sem leyfilegur hámarks- hraði er 50 km/klst og ann- ar á 115 km hraða á 90 götu og svo mætti lengi telja, að sögn lögreglu. -kgk Bónus með ódýr- ustu páskaeggin LANDIÐ: Lægstu verðin á páskaeggjum er hjá Bónus en þau hæstu í Super 1 og Iceland. Þetta er meðal niðurstaðna í könnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmt var 11. apríl síðastliðinn. Allt að 67% verð- munur var á páskaeggjum mill verslana. Munurinn á hæsta og lægsta verði nam oft mörg hundruð krónum og mest 1.400 krónum á einu og sama páska- egginu. Bónus var oftast með lægstu verðin á páskaeggjum eða í 28 af 30 tilfellum. Super 1 var oftast með hæstu verðin eða í 13 tilfellum af 30 en Ice- land fylgir fast á eftir með hæstu verðin í 11 tilfellum. Lítið úrval var af páskaeggjum í Kjörbúð- inni en einungis sjö páskaegg af 30 voru fáanleg í búðinni. Eng- in páskaegg voru til í Costco. -mm Lýst eftir hvítum Yaris HVALFJ: Lögreglan á Vestur- landi leitar enn að Toyota Yar- is bifreið, árgerð 2016 með skráningarnúmerið Hp-N91. Bifreiðin er hvít að lit og með Trend aukapakka. Henni var stolið í Hvalfirði í síðustu viku og er enn ófundin. Er hún tal- in tengjast innbrotum í Hönnu- búð í Reykholti og sumarbú- stað í Skorradal, sem sagt hef- ur verið frá í Skessuhorni. Ef einhver verður bifreiðarinnar var er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 112. -kgk Lúðrasveit Stykkishólms var stofn- uð á sumardaginn fyrsta árið 1944 og fagnar því 75 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni voru haldnir afmælistónleikar síðastlið- inn fimmtudag þar sem spiluðu þrjár sveitir; Litla-Lúðró, Stóra-Lúðró og Víkingasveitin, sem samanstendur af lengra komnum nemendum, kenn- urum og fullorðnum hljóðfæraleik- urum bæjarins og heitir sveitin eft- ir stofnanda Lúðrasveitar Stykkis- hólms, Víkingi Jóhannssyni. Litla- Lúðró og Víkingasveitin léku und- ir stjórn Martin Markvoll og Stóra- Lúðró undir stjórn Anastasiu Ki- akhidi. „Þetta voru heilmiklir tón- leikar og það var mjög vel mætt. Við reynum alltaf að halda vortónleika ár hvert sem næst stofndegi sveitarinn- ar. Víkingasveitin tekur þó ekki allt- af þátt en hún var með núna,“ seg- ir Jóhanna Guðmundsdóttir, skóla- stjóri Tónlistarskóla Stykkishólms, í samtali við Skessuhorn. „Þetta voru geysilega vel heppnaðir tónleikar og það var mjög góður andi yfir öllum. Til gamans má geta að í áhorfenda- hópi voru nokkrir gamlir félagar og þar af nokkrir úr hópi stofnfélaga, sem var sérstaklega ánægjulegt,“ seg- ir Jóhanna. Eftir tónleikana var sleg- ið upp veislu fyrir félaga sveitarinnar þar sem boðið var upp á hamborg- ara, súkkulaðitertu og spurninga- keppni. Nemendur tónlistarskólans sáu um að kynna lögin og kynntu einnig alla stjórnendur Lúðrasveitar Stykk- ishólms frá upphafi. „Lúðrasveitin á svo einn lukkubangsa sem heitir eft- ir öllum stjórnendum Lúðrasveit- arinnar en það eru um 12-13 nöfn sem greyið hefur. Nafnið er oft- ast stytt niður í þann elsta, Víking, en síðasta nafnið er Anastasia, eftir nýjasta stjórnandanum okkar,“ seg- ir Jóhanna. Spurð hvort fleira verði gert í tilefni afmælisins segir Jó- hanna fyrirhugað að fara í skemmti- ferð til Flateyjar í vor. „Þangað fara bæði Litla-Lúðró og Stóra-Lúðró með foreldrafélagin, en foreldrafé- lagið sér um að skipuleggja ferðina. Hugsanlega förum við í smá ferð í haust líka, bara hér innanlands, en það er ekki komið á hreint ennþá,“ svarar Jóhanna. arg/ Ljósm. Hólmgeir S. Þórsteinsson 75 ára afmæli Lúðrasveitar Stykkishólms Allir flytjendur af tónleikanum. Lukkudýr Lúðrasveitar Stykkishólms er bangsi sem ber 12-13 nöfn, en hann heitir eftir öllum stjórnendum sveitarinnar frá upphafi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.