Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 16.04.2019, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 2019 23 Vísnahorn Rímurnar voru um aldir ein helsta þjóðarskemmt- an okkar Íslendinga og má segja að þær voru nokkurs konar Netflix þeirra tíma. Kvæðamaðurinn kvað lýsingar á atburðum sem fólkið reyndi svo að sjá fyrir hugskotssjón- um og hafa vafalaust komið þar fram ýmsar út- gáfur sem kvikmyndagerðarmönnum nútímans hefðu getað orðið uppsprettur stórmynda. Heldur fór vegur rímnanna minnkandi á síðustu öld en ekki þó svo að þær gætu kallast aldauða. Rímnaskáldin reyndust hins vegar ekki ódauð- leg þá frekar en nú en sjálfsagt að yrkja eftirmæli um þá er kveðja jarðlífið. Enn betra er að fram- kvæma þetta fyrirfram svo líkið geti sjálft fengið að njóta eftirmæla sinna og jafnvel haft hönd í bagga ef þörf krefur. pétur Stefánsson orti eftir- mæli um Jón Ingvar Jónsson og er þetta þar í: Með sorg í hjarta sest ég niður. Sár og leiður yrki brag. Einn vinsælasti vísnasmiður veraldar, hann lést í dag. Ævi minnar einskis nýt ég. Innra hljómar dapurt lag. Upp frá þessu aldrei lít ég aftur gleðiríkan dag. Jóns að góðu má ég minnast, mikil þótti snilli hans. Mín var ljúfust lukka að kynnast lífi þessa heiðursmanns. Út í bláinn oft hann starði. Annars hugar tíðum var. Ævi sinni allri varði öðrum hér til skemmtunar. Annar sem orti eftirmæli um Jón Ingvar var Bjarki Karlsson og skal næst gripið þar til fanga: Yndisþokka átti Jón Ingvar, hnokki fróður. Beið ei nokkurt bragartjón „bloddí fokking góður.“ Lágri þóknun líkið gegn, leysti flókna klofnun. Lífs í djóknum hímdi´að hegn á Hafrannsóknastofnun. Síðan þegar þar kom í ævisögunni að Jón Ingvar kvaddi Hafrannsóknastofnun og gerð- ist leiðsögumaður túrhesta koma þessar: Kútur jafnan kvaddi grút kæta er gerði sunna mæt. Rútubíla brölti í út, bright og snjallur ferða-guide. Glýja fæst af ferðaþý fáist aurar þessu hjá. Því skal gefa þorski frí þá og túristana flá. Nú skal kveðja fiski-fúsk frískur sækir garpur písk. Kúskist nú með nýjum brúsk nískuferðadróttin þýsk. Gísli Ásgeirsson kvað einnig rímur af þeirri fögru mey Britney Spears sem útleggst á ís- lenska tungu sem Bryndís Oddsdóttir: Oft úr sjóði kvæðakvers kveður þjóðin gæðavers Sýpur óðinn Sónarkers syngur ljóð um Britney Spears. Einhver grunur hefur legið á að sú góða kona sé af íslenskum ættum og er því byrjað á tímum Vesturfaranna: Saga mín er saga vor saga af ógnarstandi þegar fólkið féll úr hor og fara vildi úr landi. Hérna kvöddu heimavog hugðu bandaríska grasið væri grænna og gróðurloftið fríska. Fyrir vestan byggðu bú börn og skepnur áttu heimamanna tóku trú teljast Kanar máttu. En svona til að stytta málið var semsagt faðir Britneyjar byggingaverktaki en móðir hennar barnakennari og segir svo frá frum- býlingsárum þeirra James og Lynn og hvern- ig það bar til að frúin varð að hætta barna- kennslunni og halda til á bak við eldavélina að hætti framsóknarkvenna: Þótti vanur vinnutörn vóð að konu sinn: „Hættu að brúka kjaftakvörn komdu heim að ala börn.“ Saman áttu soninn Brján sá var kartinn piltur. Byrjaði þar barnalán baptistanna í Littletown. Í þriðju rímu segir síðan frá fæðingu Bryn- dísar litlu en sá dagur er enn í minnum hafður á sjúkrahúsinu, einkum fyrir vasklega fram- göngu Djeims, sem í þá daga gekk rösklega að öllum verkum og sást lítt fyrir: Vaknar Lynn við léttasótt legvatn hafði misst um nótt út á gólfið fossinn fór fagnaði því Djeims með bjór. Flýttu sér á sjúkrahús Saxi læknir beið þar fús einkastofu upp á bauð item kaffi og vínarbrauð. Virkan þátt í verkjum tók vísifingur bóndinn skók hjá konu sinni kátur sat: „Kláraðu þetta fyrir mat.“ „Í vinnu bíða vaskir menn verð að mæta þangað senn. Klukkan orðin átta og hálf ekki rísa húsin sjálf.“ Tók úr vasa tommustokk: Tilgangslítið þótti fokk. Áfram vildi etja frú: „Útvíkkun við mælum nú.“ Þetta er nú óttaleg fljótaskriftaryfirferð á lífshlaupi telpunnar, hvað þá að ég komi því hér fyrir sem ég ætlaði mér upphaflega en hér segir frá hárburstatímabilinu í lífi Bryndísar en fyrir og eftir fermingu æfði hún sig fyr- ir framan spegilinn og undirbjó söngferilinn með því að nýta hárbursta sem ímyndaðan míkrafón. Kveikja löngun krakka leikir keikir fanga nýjan tón. Eikin spanga földum feykir feikar söng í míkrafón. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Flýttu sér á sjúkrahús - Saxi læknir beið þar fús Guðlaugur Óskarsson, fyrrverandi skólastjóri á Kleppjárnsreykjum, gaf á dögunum út bókina Vetur- nætur – ljóðmyndir. Í henni hald- ast ljóð hans og myndir í hendur. „Veturnætur er sá tími ársins, sem liggur á milli sumars og veturs eft- ir gamla tímatalinu. Höfundur fyll- ir um þessar mundir 70 ár og því er hægt að taka undir það sem seg- ir á bókarkápu um veturnætur, að þær eigi sér hliðstæðu í lífsvefnaði manns, þar sem skil verða á milli aldursskeiða. Guðlaugur hefur lengi tekið ljósmyndir og samið ljóð og þessa fyrstu bók gefur hann út sjálfur þar sem þessi áhugamál tvinnast sam- an. Ritstjóri er dóttir hans, Hlín Helga, hönnuðir þau Birna Geir- finnsdóttir og Arnar Freyr Guð- mundsson hjá Studio - Studio og bókin var prentuð í Lettlandi fyrir milligöngu prentmiðlunar. Orð sem vekja hugsun Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri hefur birt á Facebook síðu sinni eftirfarandi um bók Guðlaugs, Vet- urnætur: „Fékk í hendur ljóðabók í gær: Veturnætur heitir hún; ljóðmynd- ir, kallar höfundurinn, Guðlaug- ur Óskarsson í Reykholti, formið, enda vefast þar saman ljósmyndir hans og ljóð - öll á hugleiðinga- formi, sem ýmsir þekkja af FB-síðu hans. Mér sýnist sum atvinnuskáld- anna þurfi nú að vara sig: Ort er máli sem skilst, orðum sem vekja hugsun, draga athygli að fegurð og hógværð hins náttúrulega og smáa; strái, blómi, vatni, fuglum, líka vin- áttu, þakklæti, trú. Draga athygli frá ys og þys daglegs amsturs. Áréttað með ljósmyndum sem gefa mörg- um ljóðanna vængi. Allar lýsa ljóðmyndirnar hlýj- um, veitandi og þakklátum huga höfundar. Ég mæli eindregið með Veturnóttum. Til dæmis sem sjálfs- hjálparbók fyrir þá sem eiga erfitt með að höndla huga sinn í heimi óra og ókyrrðar. Takk fyrir afar góða bók Gulli og til lukku með vel unnið verk!“ Bókin Veturnætur ljóðmyndir verður til sölu hjá höfundi og best að hafa samband við hann í síma 861 5971, á netfangið gudlaugur@ vesturland.is eða á Fb. Einnig er verður bókin til sölu í Snorrastofu í Reykholti. mm Guðlaugur gefur út bókina Veturnætur - ljóðmyndir Guðlaugur gluggar hér í nýútkomna bók sína. Ljósm. je. Út er komin bókin Dúfnaregist- ur Íslands eftir Tuma Kolbeinsson. Um er að ræða alhliða fræðslu- og skemmtirit um dúfur, sögu dúfna á Íslandi og handbók í dúfnarækt. „Hefur þú oft velt fyrir þér sögu dúfunnar? Hefurðu kannski aldrei leitt hugann að tengslum dúfunn- ar og mannsins? Hefur þú ræktað dúfur eða gefið þeim brauðmola á torgum eða almenningsgörðum, kannski niðri við Tjörn? Þykja þér dúfur ógeðslegar eða gætirðu hugs- að þér að hafa þær í matinn?“ Þá er Dúfnaregistur Íslands bókin fyrir þig. Hún er allt í senn, sagn- fræðirit, félagsfræði stúdía, ræktun- arhandbók og uppspretta áhuga- verðra staðreynda með matreiðslu- ívafi. Dúfnaregistur Íslands er bók- in sem inniheldur allt sem þú viss- ir ekki að þú vissir ekki um dúfur,“ segir í tilkynningu frá Sæmundi, útgefanda bókarinnar. mm Dúfnaregistur Íslands komið út

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.