Skessuhorn - 16.04.2019, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 201922
Áskorun á föstunni: #sjöfimmtudagar
Við stefnum mörg, jafnvel flest öll,
að einhverslags marki og finnst það
eðlilegt. Sagan hefur sinn gang og
stefnir í eina átt. Að okkur finnst.
Mannsævin og framfarirnar eru
mælikvarði alls. Fastan, sem nú lík-
ur með föstudeginum langa og að-
fangadegi páska, er í eðli sínu ekki
tímabil sem stefnir að „eigin marki“
– það verður engin hápunktur sem
mælir árangur. Föstunni lýkur bara.
Eins og þögn. Fegurðin við góða
þögn er sú að það sem við finnum í
henni kemur oft löngu síðar í ljós,
verður að orðum eða framkallast í
gagnlegu verki. Öll þau tímabil sem
við notum til íhugunar eru hluti af
ræktarsemi við andann, og ávext-
ir kyrrðar eru ekki einsleitir. Við
mannskepnurnar erum svo heppin
að vera ólík og allskonar, og þeg-
ar andinn nærir spretta blómin af
fræjum og mold, fyrir lífskraft ljóss
og vatns.
Í heimi tákna og líkinga
Til að tapa ekki þráðum sögunn-
ar, samhengi fortíðar, þá þurfum
við nauðsynlega á því að halda að
hafa skilning á myndmáli lífsins; í
því felst sköpunarkraftur, kærleikur
og samlíðan. Greiningar- og álykt-
unarhæfni mannsins hefur aukist
og stigmagnast ár frá ári. Tækn-
in, rökhyggjan, skynsemin. Skynj-
un okkar og skilningur heldur varla
í við „framfarirnar“ – enda er til-
gangur hins vélræna ekki samfylgd-
in með sál og anda mannsins. Hið
vélræna – tæknin – miðar aðeins að
eigin vexti, auknum hraða, meiri
skilvirkni, framleiðslu; já virðisauka
sem felst í hinu sýnilega eða áþreif-
anlega. Því sem áður var kallað for-
gengilegt, veraldarinnar eða jafnvel
„heimsins“ – en færri þora að skil-
greina í dag án þess að nota hag-
fræðileg hugtök.
Svarthol
Skilgreiningarvald rökhyggjunnar
heimtar alræði, en þekkir ekki tak-
mörk sín. Heimur og saga manns-
ins er þroskasaga, ekki rannsókn-
arskýrsla. Myndin af svartholum
geimsins er sú sama og kviknar inná
augnlokum þínum þegar þú hvílist.
Það er ekki „röng niðurstaða“ eða
óvísindaleg, heldur ljóðræn þver-
stæða sem gæðir heim fegurð. Gef-
ur táknum líf. Ef mannskepnan
hefði aldrei tekið það skref að láta
tákn standa fyrir „heilan heim“ sem
býr að baki, þá værum við enn bara
apar að slást á afmörkuðu svæði,
flóttaviðbragðið og árásarhneigð-
in einu pólarnir í sálarlífi okkar, og
þekkingin bundin afluktum hring
blóðtengsla. Guði sé þökk fyrir
að birtast í táknum, hverfast inn í
söguna með líkingum og í líkingu
manns. Það eitt að skynja Orðið er
að vera skáld.
Orðið sem skapar
skortir ekki
Fastan fjallar ekki um skort held-
ur skilning, hún er tímabil þar
sem okkur er ætlað að vera með-
vituð svo við skynjum innra rým-
ið og jafnvel tómleikann. Í upp-
hafi var Orðið, og Orðið var hjá
Guði – segir í upphafsorðum Jó-
hannesarguðspjalls. Og Orð-
ið var Guð. Kristur kom í heim-
inn og varir, það er trú kirkjunnar
og kjarni kristins mannskilnings.
Líkt og Guð er tákn sköpunar og
ljóss, þá er Kristur tákn þekking-
ar og fyrirgefningar (eða endur-
lausnar á máli guðfræðinnar). Þar
sem þessi tákn renna saman fæðist
kærleikurinn.
Samfélag kirkjunnar er í eðli
sínu samfélag andans, en ekki vél-
rænt ferli sem miðar að sjálfvirkni,
tæknilegri fullkomnun eða endi-
marki. Það er til fyrir okkur sem
farvegur leitar, þroska og þakkar-
gjörðar. En þetta er ekki prédik-
un, heldur lokaþanki í syrpu um
innihald og merkingu föstunnar í
kristnum sið.
Kærleikur, gleði, þolgæði og
hógværð. Að lokinni þögn taka
ávextir andans að flæða úr tómu
rými; gröfin er tóm en páskaeggið
fullt af speki og fögnuði.
Að boða eða bjóða
Þegar við mætum páskum í anda
upprisunnar þá trúum við á sköp-
unarkraft Guðs og mátt Orðs-
ins til að umbreyta þögn í skiln-
ing og myrkri í von. Að „hel og
harmur verði Drottins náðar-
faðmur“ á rökhyggjan erfitt með
að sannreyna sem gagnlega teo-
ríu, en eins og skáldið Ísak Harð-
arson orti – þá er „faðmur Guðs
negldur opinn / ást hans og hjarta
blóðnegld opin“ fyrir okkur öll
sem ekki gátum trúað því að til
væri nógu sterk ást til að fræ von-
ar mætti spíra í okkur líka. En það
spírar því að í stað skorts finnum
við rými, í stað vanmáttar kross-
ins greinum við bjarmann af upp-
risunni og finnum í möguleik-
um vorsins bragðið af sannleik-
anum sem gerir alla hluti nýja.
Þar flæðir af gnægð. Þér er ekki
boðuð bönn og böl. Þér er boð-
inn faðmur ljóss og hið skapandi
orð. Svo fagnið í vissunni yfir því
að skynja það sem þarf til, svo lifa
megi af á jörðunni.
Gleðilega páska!
Arnaldur Máni Finnsson
Höf. er sóknarprestur á Staðastað.
Það flæðir sem er fullkomnað
Hljómborðsleikarinn Guðjón Jóns-
son frá Sturlu-Reykjum í Reyk-
holtsdal var valinn hljómborðs-
leikari Músíktilrauna 2019 á úr-
slitakvöldi keppninnar sem fram
fór laugardaginn 6. apríl. Guð-
jón og félagar hans úr hljómsveit-
inni Flammeus frá Akureyri stóðu
sig vel í keppninni og voru kosn-
ir áfram af dómnefnd fyrsta und-
anúrlitakvöldið. Guðjón er fæddur
og uppalinn í Reykholtsdal í Borg-
arfirði, sonur Jóns Kristleifssonar
og Aldísar Eiríksdóttur. Eftir út-
skrift úr Grunnskóla Borgarfjarð-
ar fór Guðjón í Framhaldsskólann
á Laugum í íþróttafræði.
Ætlaði að verða þjálfari
Eins og hjá mörgum sem fara í
Framhaldsskólann á Laugum hafði
Guðjón mikinn áhuga á íþróttum
og ætlaði að verða þjálfari en í skól-
anum kviknaði þó annar áhugi sem
í dag spilar stærstan þátt í lífi hans,
tónlistin. „Ég var alltaf í íþróttum
þegar ég var í grunnskóla en var
eiginlega látinn vera í tónlist líka.
Ég hafði engan sérstakan áhuga á að
spila og æfa mig. Ég kunni í raun-
inni ekkert á píanó þegar ég byrjaði
aðeins að fikta við að spila á Laug-
um,“ segir Guðjón. Þegar það kom
svo að Tónkvísl, söngkeppni Fram-
haldsskólans á Laugum, var það
íþróttakennarinn sem sannfærði
hann um að taka þátt. „Ég ætlaði
ekkert að skrá mig en þetta var lítill
skóli og ekki svo margir sem komu
til greina. Íþróttakennarinn minn
lét mig eiginlega heyra það fyrir að
skrá mig ekki svo það endaði með
að ég spilaði þarna með nokkr-
um strákum úr skólanum. Ég var á
þessum tíma með hljómborð inni
í herbergi og var aðeins að spila á
það en ekkert að viti. Ég neyddist
því til að æfa mig og verða ákveð-
ið góður til að taka þátt. Tónkvísl
er sennilega ein stærsta forkeppni
fyrir Söngkeppni framhaldsskól-
anna, örugglega næst á eftir keppn-
inni í Versló,“ segir Guðjón. Strák-
arnir stóðu sig vel í keppninni og
upp frá þessu spiluðu þeir saman í
nærri þrjú ár. „Á þessum tíma fór
áhuginn minn á tónlist að aukast.
Ég væri sennilega ekki þar sem ég
er í dag nema vegna þess að ég tók
þátt í þessari keppni,“ segir hann.
Fimm vinnur, tvær
hljómsveitir og nám
Í dag býr Guðjón á Akureyri þar
sem hann hefur í nógu að snúast.
Hann vinnur sem húsvörður í Tón-
listarskólanum á Akureyri, starf-
ar í Tónabúðinni, er með undir-
leik í tveimur yngri kórum í Gler-
árkirkju, kennir grunnstig á píanó
í tónlistarskólanum Tónræktinni
og tekur að sér ýmis önnur störf.
„Það er í rauninni fimmta vinnan
mín að hlaupa inn í ýmislegt eins
og að vera hljóðmaður eða að spila
undir hjá hinum og þessum,“ seg-
ir Guðjón brattur. En þrátt fyrir að
vinna mikið gefur hann sér einn-
ig tíma fyrir eigin tónlist og spil-
ar í dag í tveimur hljómsveitum,
Gringló og Flammeus. „Ég var í
þremur hljómsveitum þar til núna
í vetur þegar bassaleikarinn í hinni
hljómsveitinni flutti til Svíþjóðar.
En bæði Gringló og Flammeus eru
að gera plötur sem koma út núna í
vor,“ segir Guðjón en auk þess að
hafa nóg að gera í vinnu og hljóm-
sveitum er hann einnig að nem-
andi í Tónlistarskólanum á Akur-
eyri. „Þó ég sé að spila mikið er ég
ekkert búinn að ljúka neinu námi á
píanói. Ég er því í skólanum að læra
líka.“
Fengu boð
um stúdíótíma
Eins og fyrr segir tóku strákarnir
í Flammeus þátt í Músíktilraun-
um 2019. Þrátt fyrir að hafa ekki
lent í verðlaunasæti bauðst þeim í
kjölfarið stúdíótími í upptökustú-
díói Miðstöðvarinnar, sameigin-
legri rytmadeild Tónmenntaskóla
Reykjavíkur, Nýja tónlistarskólans
og Tónlistarskólans í Grafarvogi.
Það var Ólafur Elíasson píanó-
leikari og yfirkennari Miðstöðv-
arinnar sem skrifaði á Facebook
síðu Flammeus: „Eins og marg-
ir vita, þá er upptökustúdíó Mið-
stöðvarinnar að rísa og verður það
búið Steinway konsertflygli, rúm-
góðum upptökurýmum með allt
að 9 metra lofthæð og besta upp-
tökubúnaði sem völ er á. Hægt
verður að taka upp „live“ í þrem-
ur aðskildum rýmum, svo eitthvað
sé nefnt. Við höfum áhuga á því
að styðja eitt band af yngri kyn-
slóðinni árlega. - Hljómsveit sem
við teljum bera af í íslenskri tón-
listarflóru. Hér með býð ég þess-
um hæfileikaríku strákum í Flam-
meus í fimm upptökudaga hjá okk-
ur næsta vetur, þeim að kostnaðar-
lausu, þegar stúdíóið verður kom-
ið í gang.“ Aðspurður segir Guð-
jón hljómsveitina ætla að nýta sér
þetta góða boð. „Enginn okkar
þekkir Ólaf en að hans mati vor-
um við víst besta sveitin í Músík-
tilraunum og hefðum átt að vinna.
Hann langaði að fá okkur til sín og
ákvað því að gefa okkur fimm daga
í stúdíói og við munum að sjálf-
sögðu þiggja það,“ segir Guðjón.
Framundan hjá Guðjóni og fé-
lögum hans í bæði Flammeus og
Gringló eru útgáfutónleikar í júní.
„Við í Gringló erum að undirbúa
mjög flotta tónleika í Hofi 8. júní.
Þar munum við spila með strengja-
sveit og blásarasveit og bakrödd-
um. Flammeus verður líka með
flotta tónleika á Græna hattinum
27. júní,“ segir Guðjón.
arg/ Ljósm. úr einkasafni.
Guðjón Jónsson valinn hljómborðsleikari Músíktilrauna
Guðjón er í dag að spila í tveimur hljómsveitum, Gringló og Flammeus.
Guðjón Jónsson frá Sturlureykjum í Reykholtsdal var valinn hljómborðsleikari
Músíktilrauna 2019.