Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 201912
„Ég tel að tvö mál séu þau allra mik-
ilvægustu sem ég kem að í starfi mínu
sem bæjarstjóri, þó að mörg séu þau
mikilvæg. Annars vegar er það að
framtíðaráherslur í menntun í skól-
um Akraneskaupstaðar og hins veg-
ar að vinna að atvinnuuppbyggingu í
bæjarfélaginu til framtíðar. Og þetta
tvennt hangir saman,“ segir Sævar
Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akra-
nesi, í samtali við Skessuhorn.
Vinnu við framtíðaráherslur í
menntamálum Akraneskaupstaðar
var ýtt úr vör í vetur, en einn liður
í því var samtal við menntamálaráð-
herra. „Þessi vinna sem komin er af
stað snýr að því að móta heildarsýn
á menntun í bæjarfélaginu til fram-
búðar. Við viljum eiga samtal við
fagfólk, bæjarbúa og við mennta-
málaráðuneytið varðandi mennta-
mál og áherslur þar, þannig að hér
verðum við sem best undirbúin að
takast á við framtíðina,“ segir Sævar.
„Með framtíðinni á ég ekki síst við
fjórðu iðnbyltinguna, sem mun hafa
í för með sér mörg tækifæri fyrir fólk
en líka miklar breytingar. Ýmis störf
sem fólk gegnir í dag, einhæfari og
ekki endilega spennandi störf, munu
í framtíðinni verða leyst af vélmenn-
um og hugbúnaðarlausnum eftir því
sem gervigreindinni fleytir fram.
Tæknimöguleikar til að takast á við
umhverfisvandamál eða fyrirsjáan-
legan matvælaskort heimsins þar sem
t.d. líftækni, nanótækni og internet
munu koma við sögu,“ segir hann.
Mest um vert að vinnan
sé hafin
Að sögn bæjarstjórans er vinna við
framtíðarmenntaáherslur Akranes-
kaupstaðar í upphafsfasanum og
mun geta liðið eitt til tvö ár í við-
bót þar til henni verður að fullu lok-
ið. Það sem mestu máli skiptir hins
vegar er að vinnan er hafin. „Staðan
í dag er sú að það er stutt í að þessi
framtíð líti dagsins ljós. Við megum
í raun engan tíma missa. Þess vegna
er mikilvægt að við séum byrjuð að
móta þessa stefnu og þegar hún er
tilbúin að innleiða hana fyrst þar
sem það er mikilvægast, það er að
segja í menntastofnununum okkar,“
segir Sævar. „Leggja þarf áherslu á
að nám í leik-, grunn- og framhals-
skólum verði með öðrum hætti en
áður var. Ekki verði lögð eins mik-
il áhersla á utanbókarlærdóm og ver-
ið hefur í gegnum tíðina. Ég veit að
þróunin hefur verið töluvert í þá átt-
ina undanfarið og það er lykilatriði
að sú þróun haldi áfram,“ segir hann.
Gera þarf hvers konar verkviti hærra
undir höfði, eins og kennt er í verk-
námi og til dæmis FabLab smiðj-
um, samhliða listgreinum og bók-
námi. Þannig mun fólk hafa meiri
möguleika og fleiri tæki til að takast
á við breytta framtíð. Samhliða verð-
um við að vera tilbúin að auka vægi
kennslu í hvers kyns tækni og for-
ritun. Að því sögðu megum við hins
vegar ekki blindast af því að það sé
eina lausnin, heldur efla enn frekar
kennslu í hæfni sem einkennir okkur
sem manneskjur. Þar á ég við gagn-
rýna hugsun og lausn vandamála og
samvinnu milli ólíkra aðila. Mennt-
un innan skóla og frístundastarfs þarf
að einkennast af lipurð, aðlögunar-
hæfni, frumkvæði, sköpun og frum-
kvöðlahugsun. Hæfni í mannlegum
samskiptum og hvernig við nálgumst
og greinum upplýsingar verður enn
mikilvægara og síðast en ekki síst for-
vitni og ímyndunarafl. Þannig getum
við undirbúið nemendur í að verða
meistarar í að takast á við breytingar
og læra allt sitt líf,“ segir Sævar.
Vel í sveit sett
Áður en lengra er haldið telur bæjar-
stjórinn vert að staldra við og fara yfir
hvar Akraneskaupstaður er staddur í
dag þegar kemur að menntamál-
um. „Hér í bæ erum við að mínum
dómi einstaklega heppin og ástæðan
er sú að leik- og grunnskólar og frí-
stundastarf bæjarfélagsins er meðal
þess besta á landinu. Það er ekki að-
eins rökstutt af tilfinningasemi bæj-
arstjórans heldur stutt af niðurstöð-
um árlegra mælinga Gallup. Þar eru
skólarnir okkar í öðru sæti á lands-
vísu bæði þegar kemur að því hvernig
staðið er við bakið á barnafjölskyld-
um og þegar kemur að ánægju íbúa
með þjónustuna sem og starfsánægju
kennaranna sjálfra. Skólastjórar hér
á Akranesi hafa um langt skeið veitt
kennurum frelsi til að setja mark sitt
á kennsluna og þá á ég ekki aðeins við
núverandi stjórnendur heldur þá sem
verið hafa undanfarna áratugi. Þann-
ig að ekki aðeins eru íbúarnir ánægð-
ir með þá þjónustu sem þeim er veitt,
heldur eru þeir sem veita þjónustuna,
í þessu tilfelli kennslu, einnig mjög
ánægðir. Þetta hefur jafnframt skil-
að sér í hagkvæmasta rekstri leik- og
grunnskólum landsins,“ segir Sæv-
ar. „Þegar hafa verið stigin lítil skref
í átt til framtíðarinnar að frumkvæði
kennara og skólastjórnenda. Flétt-
aðar hafa verið saman námsgreinar í
verkefnagerð og vali. Það á til dæm-
is við um unglingadeild Grundaskóla
og er fyrsti vísirinn að þeirri vegferð
sem við erum að vinna að. Í fram-
sæknu skóla- og frístundastarfi okk-
ar er víðs vegar verið að taka skref í
átt að þessari framtíð og upplifi ég
mikinn metnað og áhuga þeirra sem
starfa að þessum málum hér á Akra-
nesi.“
Bærinn reki
framhaldsskólann
Akraneskaupstaður hefur átt samtal
við Lilju Alfreðsdóttur menntamála-
ráðherra um hugmyndir að menn-
taáherslum á Akranesi. „Var ánægju-
legt að finna þá jákvæðni sem ráð-
herra hafði í garð hugmynda okk-
ar og til þess starfs sem unnið er í
skóla- og frístundastarfi á Akranesi,“
segir Sævar. Til fundar við hana
snemma í vetur fóru auk bæjarstjór-
ans þær Valgerður Janusdóttir, sviðs-
stjóri skóla- og frístundasviðs Akra-
neskaupstaðar og Elsa Lára Arnar-
dóttir, formaður bæjarráðs, en hún
er jafnframt grunnskólakennari. Á
fundinum voru fimm hugmynd-
ir bornar undir ráðherra. Í fyrsta
lagi var lagt til að Akranes verði til-
raunasveitarfélag í rekstri framhalds-
skóla, það er að segja að bærinn taki
yfir rekstur Fjölbrautaskóla Vestur-
lands. „Þannig sjáum við fyrir okkur
að halda betur utan um einstakling-
inn og tryggja samfellu í námi allt frá
að hann byrjar í leikskóla og þar til
hann lýkur framhaldsskólagöngu,“
segir hann. „Til að svo megi verða
þarf ýmsu að breyta, þar á meðal
skilunum sem eru á milli skólastiga.
Leyfisbréf kennara í dag sníða kenn-
urum fremur þröngan stakk þeg-
ar kemur að kennslu milli skólastig-
anna. Við viljum gjarnan geta nýtt
hæfni okkar hæfileikaríku kennara á
fleiri en einu skólastigi,“ segir Sævar.
„Til að svo megi verða þurfum við að
hætta að hugsa þannig að skóli taki
enda þar sem byggingin endar. Mik-
ilvægast er að ræða hvað gert er inn-
an veggjanna og þróun menntunar,“
segir hann. „Jafnframt viljum við búa
til tengingu við atvinnulífið og vinna
með framsæknum fyrirtækjum hér í
bæ í því að bjóða raunhæf verkefni
fyrir nemendur og stuðla þannig að
því að skapa spennandi störf fyrir vel
menntað fólk. Það mun nýtast fyrir-
tækjunum í bænum, efla menntunar-
stig bæjarins, frístundastarf og for-
varnir.“
Endurskoðun
námsgreina
Í öðru lagi segir Sævar að fara þurfi í
gegnum námsgreinarnar í samráði við
kennara og stjórnendur. „Við þurfum
að ræða opinskátt hvar þurfi að bæta
í, hvar þurfi að draga úr, hvaða grein-
ar þurfi að taka nýjar inn í kennsl-
una og hvort hreinlega sé kominn
tími til að hætta að kenna ákveðnar
greinar. Hér erum við ekki að tala um
breytingar á einni nóttu. Þetta þarf
að vanda og skipuleggja mjög vel og
mun væntanlega taka mörg ár,“ segir
hann. „Í þriðja lagi stefnum við síð-
an að frekari menntun og enn frek-
ari valdeflingu kennara. Ef kemur að
því að leggja niður ákveðnar grein-
ar verðum við að bjóða kennurum
sem hafa sérhæft sig í þeim að end-
urmennta sig því við viljum að sjálf-
sögðu njóta krafta þeirra áfram,“ seg-
ir hann.
Fjórða atriðið segir Sævar vera að
vinna markvisst að því að fjölga leik-
skólakennurum. Það megi m.a. gera
með því að hvetja þá sem starfa við
kennslu og eru ekki með leyfisbréf til
að ljúka námi sínu meðfram vinnunni.
„Fimmta atriðið er síðan þróunarstarf
með þátttöku íbúa á Akranesi. Haldið
verður íbúaþing í haust þar sem við
köllum eftir áliti íbúa bæjarfélagsins.
Þessi atriði sem ég hef farið yfir núna
eru ekki meitluð í stein og munu taka
breytingum. Við viljum vinna þetta
allt saman í samráði og sátt við for-
eldra,“ segir hann. „Það er mikil-
vægt að við komum okkur saman um
hvernig við ætlum að feta þennan veg,
byrjum strax en gefum okkur engu að
síður tíma til að móta þessa framtíð-
arsýn. Viðbúið er að þessar breyting-
ar geti reynst sumum erfiðar, bæði
börnum, foreldrum og kennurum,
en ef við hefjumst ekki strax handa
þá verður mun harðari lending. Við
þurfum að styðja hvort annað í þessu
ferli sem framundan er og þá verður
framtíð okkar á Akranesi björt,“ segir
bæjarstjórinn.
Íbúaþing í haust
Liður í áframhaldandi vinnu við
menntaáherslur Akraneskaupstaðar
er annar fundur með Lilju mennta-
málaráðherra. „Undirbúningur íbúa-
þings um menntamál sem haldið
verður í haust er í gangi en tilgang-
ur þess er að eiga samtal við íbúana
um það sem þeim þykir skipta máli
í skóla- og frístundastarfi. Umræðan
um skólamál vill stundum einkenn-
ast af veggjunum utan um skólana.
Þá þarf að tala um veggina og verður
eflaust gert á þinginu, en fyrst og síð-
ast þarf að beina sjónum að því starfi
sem fram fer innan veggjanna. Nið-
urstöðurnar verða síðan teknar sam-
an og hafðar til hliðsjónar við áfram-
haldandi vinnu við menntamál Akra-
neskaupstaðar,“ segir Sævar Freyr
Þráinsson að endingu.
kgk/ Ljósm. úr safni.
Vinna við framtíðaráherslur í menntamálum á Akranesi stendur yfir
„Verðum sem best undirbúin að takast á við framtíðina“
Frá kennslu í rafsuðu í Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. Ljósm. kgk.
Nemendur Brekkubæjarskóla um það bil að leggja upp í hinn árlega Brekkósprett
sl. haust.
Frá hjóladegi Grundaskóla fyrir nokkrum árum síðan.
Leikskólabörn á Akranesi héldu söngskemmtun á Bókasafni Akraness á Írskum
vetrardögum nú í marsmánuði.