Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 17 Íspan býður fjölbreytt úrval af gleri s.s. einangrunargleri, speglum, lökkuðu gleri og hertu gleri, t.d. í handrið, veggi, sturtur og borðplötur. Hafðu samband við sérfræðinga okkar og við finnum bestu lausnina fyrir þig. SMIÐJUVEGI 7 200 KÓPAVOGUR SÍMI 54 54 300 ISPAN.IS ER KOMIN MÓÐA Á MILLI GLERJA ? VIÐ SÉRSMÍÐUM GLER EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Lestrarklefinn hlaut á sunnudaginn Vorvinda, viðurkenningu frá IBBY á Íslandi fyrir framlag sitt í þágu barnamenningar á Íslandi. Viður- kenninguna hefur IBBY á Íslandi veitt einstaklingum og stofnunum frá árinu 1987. Katrín Lilja Jóns- dóttir, ritstjóri Lestararklefans, tók við viðurkenningunni fyrir hönd Lestrarklefans. „Við erum snortnar og þakklátar fyrir viðurkenninguna og heitum því að halda áfram að þróa Lestrarklefann í þágu barna- bókmennta og bókmennta yfir höf- uð,“ segir Katrín Lilja. arg Lestrarklefinn hlaut viðurkenningu fyrir framlag til barnamenningar Katrín Lilja með blóm og viðurkenningarskjál frá IBBY á Íslandi. Fékk strax áhuga á lýðheilsu Hildur fæddist í Neskaupsstað og hefur búið víða um landið. Hún lærði sjúkraþjálfun í Danmörku og bjó þar í sjö ár. Hún fékk strax áhuga á lýðheilsu og skrifaði lokaverkefni um lýðheilsu Grænlendinga. Hild- ur elskar útiveru og segist líða best í síðbrók hátt upp í fjöllum og hefur í gegnum árin unnið sem landvörð- ur og verið dugleg að gerast skála- vörður í fjallaskálum um Ísland og verja þar tíma með fjölskyldunni. Hún bjó í hálft ár í Grænlandi eftir námið en flutti þvínæst í Borgarnes og skömmu síðar á Akranes. „Þegar ég var í náminu fékk ég mikinn áhuga á lýðheilsu Græn- lendinga en á þessum tíma voru þeir með lýðheilsuprógram í gangi til að bæta heilsu fólks. Í lokaverk- efninu mínu skoðaði ég þetta pró- gram, hvað virkaði, hvað ekki og af hverju,“ segir Hildur. En af hverju þessi áhugi á lýðheilsu Grænlend- inga? „Grænlendingar eru frændur okkar og þeir eiga svo margt sam- eiginlegt með okkur. Eins og með Íslendinga skiptir náttúran Græn- lendinga miklu máli. Þeir lifa af náttúrunni og meta hana mikils og þetta þótti mér heillandi,“ svarar Hildur. „Eftir námið fór ég í hálft ár að vinna sem sjúkraþjálfari á Grænlandi og það var alveg ynd- islegt. Þá var ég búin að búa í sjö ár í Danmörku og var orðin eins og þurr svampur af náttúruleysi. Grænland hélt mér fullnærðri og náttúran sá til þess að ég var alltaf 100% hlaðin,“ segir hún og bros- ir. Hildur var sjúkraþjálfari fyrir einn fjórða af íbúum Grænlands þetta hálfa ár. „Það var svona smá- vegis pressa,“ segir hún kímin. „En þetta var yndislegt og alveg ein- stök reynsla. Ég elska Grænland og við maðurinn minn fórum í brúð- kaupsferð þangað. Náttúrufegurð- in á Grænlandi er ótrúleg og lifnað- arhættirnir einstakir og menningin tiltölulega ómenguð, þó Danir hafi vissulega sett sinn svip. Það er bara eitthvað svo kunnuglegt að vera á Grænlandi og þar líður mér alltaf vel,“ segir Hildur að endingu. arg Hildur hefur mikla þörf fyrir nálægð við náttúruna. Ljósm. úr einkasafni SK ES SU H O R N 2 01 9 Lýsing á breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag á Akranesi Tjaldsvæði Kalmansvík Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu fyrir aðalskipulags- breytingu og nýtt deiliskipulag fyrir Tjaldsvæði Kalmansvík skv. 30. gr. / 3 mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin tekur til núverandi tjaldsvæðis og aðliggjandi óbyggðra svæða. Skilgreindir verða tveir nýir landnotkunarreitir 5,3 ha ferðaþjónustusvæði/tjaldsvæði og 3,1 ha útivistarsvæði. Deiliskipulags- svæðið verður nokkuð stærra eða um 8-9 ha þar sem fjaran öll verður innan skipulagsmarka. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tjaldsvæði og útivistarsvæði í Kalmansvík. Svæðið verður sérhæft sem tjaldsvæði með ákveðnum uppbyggingarmöguleikum (gistihýsi og þjónustuaðstaða). Hægt er að nálgast lýsinguna er á heimasíðu Akraneskaupstaðar www. akranes.is og í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18. Ábendingar varðandi tillögugerðina eiga að vera skriflegar og berast fyrir 23. maí 2019 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18 eða á net- fangið skipulag@akranes.is Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.