Skessuhorn - 08.05.2019, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 25
skap giftingarárið sitt 1907, og þá
á gömlu Grund, þar sem þrjú elstu
börn þeirra fæddust. Frá 1910 til
1913 bjuggu þau á Háteigi, áður
en þau fluttu í nýja húsið sitt nr.
47 við Vesturgötu, sem einnig var
kallað Grund; þar fæddust yngri
börnin, sex dætur.
Ragnheiður Þórðardóttir, dótt-
ir Emilíu og Þórðar, var húsmóðir
á Grund frá 1933, fyrst á gömlu
Grundinni, ásamt eiginmanni sín-
um Jóni Árnasyni, síðar alþingis-
manni, og börnum þeirra. Þor-
steinn var á Grund þar til hann
lést 1941. Um eða uppúr 1950 er
gamla Grundarhúsið flutt ofar við
Vesturgötu, nr. 111 B, og er enn
búið í því (2019).
Grund, Vesturgötu 47
Húsið Grund, Vesturgötu 47, er
byggt 1913 af Emilíu Þorsteins-
dóttur og Þórði Ásmundssyni.
Húsið er í dag næst elsta varðveitta
steinsteypuhúsið á Akranesi. Þar
koma nýklassísk stíláhrif vel í ljós í
húsformi og valmaþaki og kröpp-
um undir þakskeggi. Grund er
tvílyft steinhús og þótti veglegt
á sínum tíma. Byggingameist-
ari var Jón Sigurðsson á Vind-
hæli, en hann hafði árið áður lok-
ið við að byggja barnaskólann sem
er byggður í sama stíl, og er elsta
varðveitta steinsteypuhúsið hér.
Einar Erlendsson arkitekt teikn-
aði barnaskólann og Jens Eyjólfs-
son byggingameistari byggði. Á
þeim tíma var vatn sótt í brunn úti
á túni, rétt hjá húsinu, en Þórð-
ur lét fljótlega leggja vatnslögn
úr brunninum inn í hús, en það
var fátítt á þeim árum. Í húsinu
var upphaflega ekkert þvottahús.
En á innsta hluta lóðarinnar var
reist einnar hæðar timburhús með
valmaþaki og innihélt þvottahús,
geymslu og þurrkhjall fyrir þvott-
inn. Það hús, Hjallurinn svokall-
aður, var rifinn 1964 þegar Sig-
urður Ólafsson byggði sitt hús
sem stendur við Deildartún 2.
Þórður bjó á Grund þar til hann
lést 1943, 58 ára gamall og Emilía
þar til hún lést 1960, 74 ára. Pet-
rea Ingibjörg, hálfsystir Emilíu
bjó einnig í húsinu, allt frá 1934
og til 1966, en eftir það bjó hún
á Deildartúni 2. Petrea lést árið
1972, 92ja ára að aldri.
Mannmargt var á Grund alla
tíð. Fjölskyldan var stór, hjónin
og börnin 9 og Petrea. Auk þess
var vinnufólk sem þar starfaði.
Búðarmenn sem unnu í verslun-
inni hjá Þórði handan götunnar.
Fyrstu árin voru margir í fæði á
Grund. Ávallt var gestkvæmt og
allir boðnir velkomnir til mat-
ar og drykkjar eða gistingar eftir
því sem hverjum hentaði. Þórð-
ur var vel látinn, ljúfur og góð-
ur maður, söngelskur og félags-
lyndur. Píanó kom snemma í
húsið og oft var tekið lagið þeg-
ar góðir gestir komu í heimsókn.
Stundum kallaði hann í nokkra
vini sína og sungu þeir þá saman
sér til skemmtunar. Þórður söng
með Karlakórnum Svönum og í
Kirkjukór Akraneskirkju. Vegna
fjölþættra starfa sinna var hann
oft að heiman. Hann var hlé-
drægur og vildi helst aldrei vera
formaður í félögum, en starfsfús
og virkur þar sem hann starfaði.
Hann hvatti börn sín til félags-
starfa og studdi þau dyggilega
í hvers kyns starfi. Eiginkonan
Emilía var eins og einn fastagest-
anna komst að orði í minningar-
grein: „mikil höfðingskona, svip-
mikill persónuleiki, góð móðir og
merkishúsfreyja.“ Má með sanni
segja að þær systur Emilía og Pet-
rea hafi verið það lím sem batt af-
komendurna svo vel saman sem
raun ber vitni.
Grundarættin
Afkomendur Þórðar og Emilíu á
Grund eru fjölmargir, um fjögur
hundruð talsins, en þar hafa sam-
heldni og vinarhugur jafnan ver-
ið í heiðri höfð. Nokkur ættarmót
hafa verið haldin, en það næsta
verður haldið í Golfskálanum
nýja, laugardaginn 8. júní næst-
komandi. Má gera ráð fyrir því
að fáni Þorsteins á Grund verði
dreginn að húni í tilefni dagsins.
Ásmundur Ólafsson skráði
Þorsteinn Jónsson á hestbaki. Ljósm. Ragheiður Þórðardóttir.
Blóðvöllur. Þessi gamla mynd frá Akranesi sýnir sauðfjárslátrun, sennilega í túninu á Grund, um 1890-1895. Líklega er myndin tekin af Magnúsi Ólafssyni, ljósmyndara,
sem bjó á Akranesi 1882-1900 og var faktor fyrir Thomsensverslun. Akraneskirkja er í byggingu (1895). Lengst til hægri sést í þakið á Neðri-Götu, sem var rifin 1906, en
á þeim stað voru Grímsstaðirnir (Vesturg. 50) byggðir, sem síðar voru fluttir og eru nú nr. 71 B við Vesturgötu. Fyrir framan kirkjuna er Vinaminni, sem var byggt 1893-94
af Ásbirni Ólafssyni, snikkara, sem talinn er hafa haft forgöngu í kauptúninu um þann byggingarstíl sem er á húsinu; þ.e. brotið þak, svokallað Mansardþak. Þetta hús
var rifið árið 1909. Næst sjást Syðri-Sandar (Vesturg. 55), sem voru byggðir 1895-96, hús sem síðar var flutt að Presthúsabraut 36. Á miðri mynd má sjá eldri Sanda húsin.
Ekki er vitað hvaða fólk er á myndinni, þó má álykta svo að ráðsetti maðurinn til hægri sé sauðfjár- og hrossakaupmaður, e.t.v hinn skoski, John Coghill, sem lést nokkru
síðar, 1896. Nýslátrað sauðfé liggur í túninu sem og stampar og trékassar sem ætlaðir voru undir slátur. Einn maður sést vera að flá sauð. Fjær, lengst til vinstri sjást
nokkrir frágengnir kindaskrokkar sem hengdir hafa verið upp á rár. Ljósmynd í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
Hjónin Þórður og Emilía á Grund
ásamt þremur elstu börnum sínum.
Frá v. Ólína Ása, Steinunn, sem lést
fimm ára og Hans Júlíus. Þessi börn
fæddust öll á gömlu Grundinni. Eftir
að þau fluttu í nýja húsið bættust við
sex dætur.
Ljósmynd: Sæm. Guðmundsson.
Systkinin á Grund, börn Þórðar og Emilíu, sem upp komust. Frá vinstri: Þóra, gift Ólafi Vilhjálmssyni, Ingibjörg Elín gift Ár-
manni Ármannssyni, Arndís gift Jóni B. Ólafssyni, Emilía gift Páli R. Ólafssyni, Steinunn gift Árna H. Árnasyni, Ragnheiður gift
Jóni Árnasyni, Hans Júlíus kvæntur Ásdísi Ásmundsdóttur og Ólínu Ása gift Ólafi Fr. Sigurðssyni. Myndin er tekin árið 1984 af
Gunnari Ólafssyni.