Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 20192
Lokakeppni Eurovision söngva-
keppninnar verður á laugardaginn,
18. maí. Það er nú ekki úr vegi að
draga fram leðrið og gaddaólarnar
til að skreyta sig með í tilefni dags-
ins, hvort sem þið eruð Eurovision
elskendur - eða hatarar.
Á morgun er spáð sunnanátt 3-8
m/s og víða léttskýjað norðan- og
austanlands, en rigning með köfl-
um sunnan- og vestanlands. Hiti
8-18 stig, hlýjast norðaustanlands. Á
föstudag og laugardag er útlit fyr-
ir suðaustlægri átt 3-8 m/s og víða
léttskýjað á norðaustanverðu land-
inu, annars rigning með köflum. Hiti
8-18 stig, hlýjast norðaustanlands. Á
sunnudag verður hæg austlæg- eða
breytileg átt, skýjað og lítilsháttar
væta vestantil, en skýjað með köfl-
um austantil. Hiti 8-18 stig, svalast
við sjóinn. Á mánudag verður hæg
breytileg átt og skýjað við sjóinn en
bjart inn til landsins. Hiti 6-16 stig.
Í síðustu viku voru lesendur á vef
Skessuhorns spurðir hvaða ferða-
máta þeir nota venjulega til að fara
til vinnu eða skóla. Flestir, eða 53%
segjast fara akandi. 18% svarenda
fara gangandi, 12% eru ekki í vinnu
og 8% svarenda fara á hjóli. Það er
misjafnt hvernig 6% svarenda fara í
vinnu eða skóla og 3% vinna heima
hjá sér.
Í næstu viku er spurt:
Hvenær ferðu að sofa?
Undanfarið hafa fjölmargir Vest-
lendingar farið út og hreinsað nær-
umhverfið, sem gerir bæjar- og
sveitarfélögin okkar fín fyrir sum-
arið auk þess sem það fer vel með
jörðina. Þeir sem hafa tekið þátt og
farið út að hreinsa eru Vestlending-
ar vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Drónadóni
AKRANES: Stúlkur höfðu
samband við Lögregluna
á Vesturlandi í vikunni og
greindu frá dróna á flugi
við útisturtur á Langasandi
á Akranesi. Lögregla seg-
ir ekki æskilegt að drónum
sé flogið yfir útisturtum þar
sem fólk er fáklætt að baða
sig. Talið er vitað hver flaug
drónanum en málið er enn
til rannsóknar.
-kgk
Brunað framhjá
Bifröst
BORGARFJ: Mikið var um
hraðakstur í umdæmi Lög-
reglunnar á Vesturlandi í
vikunni sem leið. Áhersla var
lögð á að fylgjast með um-
ferðinni, því hættan á hrað-
akstri eykst eftir því sem
veðrið batnar, eins og áður
hefur komið fram. Lögregla
hafði uppi eftirlit með öku-
hraða við Bifröst milli kl. 16
og 18 á sunnudaginn, á þeim
kafla þar sem hámarkshrað-
inn er tekinn niður úr 90 km/
klst í 70 km/klst. Þar reynd-
ust ansi margir aka of geyst.
Alls fóru 480 ökutæki um
götuna þessar tvær klukku-
stundir sem lögregla var við
eftirlit. Þar af voru hvorki
fleiri né færri en 333 yfir
leyfilegum hámarkshraða,
eða 69%. Af þeim voru 232
kærðir fyrir of hraðan akst-
ur, eða 48% allra ökutækja.
Meðalhraði kærðra var 87,8
km/klst og sá sem hraðast ók
var á 109 km/klst. Lögregla
minnir á að ástæða er fyrir
því að hámarkshraði er lækk-
aður þegar ekið er framhjá
Bifröst. Þar er skóli og þar
býr fólk með fjölskyldur sín-
ar auk þess sem útivistar-
svæði er sitt hvorum megin
við þjóðveginn. Fyrr í vik-
unni var lögregla við hraða-
eftirlit á Borgarbraut í Borg-
arnesi, eða á föstudaginn. Alls
fór 391 ökutæki um götuna á
þeim tíma sem lögregla vakt-
aði hana. Þar af voru 36 öku-
menn kærðir fyrir of hraðan
akstur, eða 9%. Sá sem hrað-
ast ók var mældur á 74 km/
klst en hámarkshraði göt-
unnar er 50 km/klst.
-kgk
Sprakk á kerru í
göngunum
HVALFJSV: Ökumanni var
komið til aðstoðar í Hval-
fjarðargöngum í liðinni viku
þegar dekk sprakk á kerru
sem hann hafði í eftirdragi.
Lögregla aðstoðaði manninn
við að skipta um dekkið og
fylgdi honum upp úr göng-
unum. Lögregla hvetur bíl-
stjóra til að hringja strax og
láta vita ef þeir lenda í vand-
ræði í göngunum. Þá er þeim
lokað í öryggisskini, því ekki
er hægt að mætast alls staðar
í Hvalfjarðargöngum ef öku-
maður þarf skyndilega að
nema staðar og kemst ekki
að útskoti.
-kgk
Að kvöldi þriðjudags í liðinni viku
kom upp eldur í húsi Fjöliðjunn-
ar við Dalbraut 10 á Akranesi. Allt
tiltækt lið Slökkviliðs Akraness og
Hvalfjarðarsveitar var kallað á stað-
inn. Mikill eldur var í miðhluta
hússins þegar slökkvilið bar að
garði og lagði reyk yfir nærliggjandi
hús. Slökkvistarf gekk greiðlega og
Lagafrumvarp sem heimilar inn-
flutning á hráu ófrosnu kjöti, eggj-
um og ógerilsneyddri mjólk og
mjólkurafurðum er nú til umfjöll-
unar á Alþingi. Bændasamtök Ís-
lands hafa í umsögnum sínum og
umfjöllun um málið lagst gegn
samþykkt þess. Sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra hefur kynnt
aðgerðaáætlun í fimmtán liðum
sem ætlað er að efla matvælaöryggi,
tryggja vernd búfjárstofna og bæta
samkeppnisstöðu innlendrar mat-
vælaframleiðslu.
„Nú þegar stefnir í afgreiðslu
málsins er ljóst að óraunhæft er
með öllu að aðgerðaáætlun ráð-
herra hafi einhver raunveruleg
áhrif fyrir gildistöku laganna sem
áætluð er 1. september næstkom-
andi. Mikil vinna er eftir til þess
að útfæra og innleiða tillögur sem
þar að finna og jafnframt á eftir að
svara veigamiklum spurningum um
fjármögnun s em ekki liggur fyrir,“
segir í tilkynningu frá Bændasam-
tökunum. Í ljósi stöðu málsins fara
þau fram á að gildistöku laganna
verði frestað í að minnsta kosti
þrjú ár og um leið að gripið verði
til ákveðinna aðgerða til að lág-
marka það tjón sem hlotist getur af.
„Í fyrsta lagi að tryggja fjármögn-
un og framkvæmd þeirra mót-
vægisaðgerða sem ráðherra hefur
lagt til. Í öðru lagi er nauðsynlegt
er að þar til bærri stofnun verði á
aðlögunartíma falið að gera grein-
ingarmörk vegna sýklalyfjaónæmra
baktería í matvælum (þ.á.m. kjöti
og grænmeti) og að markaðssetn-
ing á afurðum sem í ræktast sýkla-
lyfjaónæmar bakteríur verði gerð
óheimil. Ljóst er að skilgreint og
aukið fjármagn þarf í þá vinnu og
eftirlit. Að öðru leyti þarf að fara í
stórátak til að draga úr eða stöðva
aukningu á útbreiðslu á sýklalyfja-
ónæmi í landbúnaðarafurðum.“
mm
Mikið tjón í eldsvoða í húsi
Fjöliðjunnar við Dalbraut
liðu ekki nema um tuttugu mínútur
þar til búið var að ráða niðurlögum
eldsins og hægt var að hefja reyk-
hreinsun. Reyk hafði þá lagt um
alla bygginguna og skemmdir eru
því víðtækar af völdum elds, reyks
og vatns. Mestar skemmdir urðu á
miðrými hússins. Engin starfsemi
eða mannskapur var í húsinu þeg-
ar eldurinn kom upp. Rannsókna-
deild Lögreglunnar á Vesturlandi
rannsakar orsakir brunans, en ljóst
er að margir mánuðir muni líða þar
til viðgerðum verður lokið.
Eðli málsins samkvæmt var brun-
inn áfall fyrir starfsfólkið í Fjöl-
iðjunni, en þar eru að jafnaði um
fjörutíu manns að störfum. Til að
halda starfsfólki sem best upplýstu
og ræða saman, var fólkinu boðið
morguninn eftir á heimili Ástu Pálu
Harðardóttur yfirþroskaþjálfa. „Við
áttum afskaplega góða stund saman
og það var gagnlegt að geta rætt við
fólkið í rólegheitunum, ekki síst til
að draga úr óvissu sem skapast við
svona atburð,“ sagði Guðmundur
Páll Jónsson forstöðumaður Fjöl-
iðjunnar í samtali við Skessuhorn.
„Þar sem ljóst er að starfsemi verð-
ur ekki í húsinu um hríð verður
lögð áhersla á að finna húsnæði
til bráðabirgða. Við höfum fjölda
viðskiptavina; almenning og fyrir-
tæki, sem við vinnum ýmis verk-
efni fyrir og munum leggja áherslu
á að koma starfsemi okkar í gang
eins fljótt og auðið er. Fólkið sem
hjá okkur starfar vill auk þess kom-
ast sem fyrst til vinnu,“ sagði Guð-
mundur Páll.
Akraneskaupstaður á húsnæði
Fjöliðjunnar við Dalbraut 10. For-
svarsmenn bæjarins hófu strax leit
að hentugu húsnæði sem hægt væri
að fá til leigu til að koma hluta
starfsemi Fjöliðjunnar í gang að
nýju. Sú leit skilaði þeirri niður-
stöðu að starfseminni verður komið
fyrir til bráðabirgða í leiguhúsnæði
í Akurshúsinu við Smiðjuvelli með-
an viðgerð stendur yfir á húsinu við
Dalbraut 10.
Sjá viðtal þessu tengt á bls. 16
mm
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar ákvað um helgina að taka á leigu húsnæði hjá
Trésmiðjunni Akri við Smiðjuvelli 9 til að hýsa starfsemi Fjöliðjunnar. Sævar Freyr
Þráinsson bæjarstjóri staðfesti í samtali við Skessuhorn að ákvörðun lægi fyrir og
að gengið verði frá leigusamningi í þessari viku.
Mikinn reyk lagði frá brunanum. Hér er slökkvistarf vel á veg komið. Skemmdir eru miklar á miðhluta hússins en auk þess reyk- og sótskemmdir um allt
húsið. Myndin er tekin skömmu eftir að slökkvistarfi lauk um kvöldið.
Bændasamtökin fara fram á
þriggja ára aðlögunartíma