Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Side 8

Skessuhorn - 15.05.2019, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 20198 Banna rúðu- vökva með metanóli LANDIÐ: Nokkuð er um að rúðuvökvar sem innihalda metanól hafi verið til sölu hér á landi. Umhverfisstofnun hef- ur í nokkur skipti þurft að hafa afskipti af því þegar hættu- merkingum á slíkum vörum hefur verið ábótavant. Nú hefur hins vegar verið bann- að að setja á markað fyrir al- menning rúðuhreinsi- og afís- ingarvökva sem innihalda 0,6 % metanól eða meira. Bannið er sett fram í reglugerð fram- kvæmdastjórnar ESB sem inn- leidd var í íslenskan rétt í sept- ember á síðasta ári. Umhverf- isstofnun mun fylgja banninu eftir og biður neytendur að láta vita ef þeir verða varir við slíkar vörur á markaði. Á vef stofnunarinnar má senda inn ábendingar hvort heldur sem er undir nafni eða nafnlaust. -mm Alvarlegum slys- um fjölgaði LANDIÐ: Nýverið var kynnt skýrsla Samgöngustofu um umferðarslys árið 2018. Þar ber hæst að alvarlegum slysum og banaslysum vegna ölvun- ar- og fíkniefnaaksturs fjölg- aði á árinu og sömuleiðis slys- um vegna framanákeyrslu. Á nokkrum öðrum sviðum fækk- aði slysum miðað við næstu tvö árin á undan. Fram kom við kynningu á skýrslunni að Vegagerðin nýtir upplýsing- ar um umferðarslys til að for- gangsraða framkvæmdum í vegagerð. -mm Verulega dró úr hagnaði Norðuráls GRUNDART: Álver Norð- uráls á Grundartanga er eins og kunnugt er í eigu banda- ríska félagsins Century Alum- inum. Norðurál var rekið með rúmlega 4,5 milljóna dollara hagnaði á síðasta ári, eða jafn- virði um 550 milljóna íslenskra króna. Dróst hagnaður fyrir- tækisins saman frá fyrra ári um nærri 25 milljónir dala, eða sem nemur um þremur millj- örðum króna. Þetta kemur fram í nýlega birtum ársreikn- ingi. Rekstrartekjur álversins jukust um liðlega 94 milljón- ir dollara á síðasta ári og námu samtals 752 milljónum doll- urum. Á sama tíma jókst hins vegar framleiðslukostnað- ur enn meira, eða sem nemur nærri 160 milljónum dollara og var tæplega 712 milljónir dollara árið 2018. Stöðugildi í álverinu voru að meðaltali 575 á síðasta ári og námu launa- greiðslur samtals rúmlega 51 milljón dollara. Eignir félags- ins voru tæplega 617 milljónir dollara í árslok 2018. Bókfært eigið fé var um 409 milljón- ir dollara og er eiginfjárhlut- fall fyrirtækisins því um 66%. -mm Borgarbyggð auglýsir íbúðalóðir í nýjum hverfum á Hvanneyri og Borgarnesi. Hvanneyri: Rjúpuflöt, parhús nr. 1-3, 3-5, 2-4, 4-6 og einbýlishús nr. 7 og 8. Arnarflöt 6. Lóuflöt 1, 2 og 4. Borgarnes: Bjargsland; tvær fjölbýlishúsalóðir við ónefnda götu (Hrafnaklett/Fjóluklett). Tvö raðhús við Fífuklett nr. 1-7 og 2-8. Nánari upplýsingar gefur Ragnar Frank, sviðsstjóri umhverfis og skipulagssviðs Borgarbyggðar. SK ES SU H O R N 2 01 9 Brotist inn í beltagröfu HVALFJ.SV: Farið var inn í beltagröfu í malarnámunni við Hólabrú á Vesturlands- vegi í síðustu viku og þaðan stolið þrívíddar GPS búnaði. Lögreglu var tilkynnt um málið 8. maí. Að sögn lög- reglu er um mjög dýran og sérhæfðan búnað að ræða. GPS loftnetin voru tekin, tækið sjálft og svo skjár inn- an úr vélinni. Engin sjáan- leg merki um innbrot sáust á vettvangi að sögn lögreglu. Mögulegt er að notaður hafi verið lykill af annarri vinnu- vél til að komast inn í gröf- una, að sögn lögreglu. Málið er til rannsóknar. -kgk Aftanákeyrsla á Akranesi AKRANES: Umferðarslys varð á Akranesi á föstudag- inn. Einni bifreið var ekið aftan á aðra. Tvö börn voru í öðrum bílnum og ann- að barnið kenndi sér eymsla í baki. Börnin voru flutt á HVE til aðhlynningar. Bíl- arnir eru mikið skemmdir og þurfti að fjarlægja þá af vett- vangi með dráttarbifreið. -kgk Blaðrað í bílnum VESTURLAND: Einhver brögð eru á því að ökumenn noti símtæki við akstur, að sögn Lögreglunnar á Vestur- landi. Einn var kærður fyrir slíkt brot í umdæminu í vik- unni sem leið. Sá var gripinn við að skrafa í símann undir stýri á miðvikudaginn í síð- ustu viku. Lögregla minnir á að slíkt er vitaskuld óheimilt og viðurlög við brotinu eru 40 þúsund króna sekt. -kgk Taldi kviknað í bílnum BORGARNES: Ökumaður var á ferð um Borgarbraut í Borgarnesi með hestakerru í eftirdragi þegar hvítur reyk- ur gaus upp frá mælaborði bílsins. Bifreiðin fylltist fljótt af reyk. Ökumaðurinn hafði samband við Neyðarlínuna þar sem hann taldi kvikn- að í bílnum og ók út í kant. Slökkviliðsstjóri kom á vett- vang á sama tíma og lögregla en enginn eldur reyndist vera í bílnum og ekki vitað hvers vegna reyk lagði upp frá mælaborðinu. -kgk Gras á tjaldsvæði AKRANES: Ólögleg fíkni- efni fundust inni á klósetti tjaldsvæðisins við Kalmans- vík á Akranesi í vikunni. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að um marijúana var að ræða. Ekki er vitað hver skildi efnið eftir þar sem það fannst. -kgk Leynir SH lagði að bryggju í Ólafs- vík með fullfermi síðdegis á fimmtu- dag. Skipverjar hófust handa við að landa um kl. 16:30 og voru búnir að tæma bátinn um það bil hálftíma síðar. „Við fórum út um klukkan sex í morgun og vorum bara hérna rétt fyrir utan, svona hálftíma, þrjú korter frá Ólafsvík. Þetta gekk bara vel. Við fylltum bátinn í þremur köstum og róðurinn var innan við tólf tímar, höfn í höfn,“ sagði Sig- urður Þórarinsson, einn skipverja á Leyni, í samtali við Skessuhorn á kæjanum í Ólafsvík á fimmtudag. „Þetta er í kringum 20 tonn af fiski sýnist mér og fullfermi. Það voru engir kassar tómir,“ bætir hann við. „Við fengum í kringum 3,5 tonn af ufsa en mest er þetta þorskur, í kringum 17 tonn eða eitthvað svo- leiðis og bara alveg ágætur fiskur,“ segir Sigurður. kgk Gengið verður að tilboði lægstbjóð- anda í byggingu Húss íslenskunn- ar sem rísa mun við Arngrímsgötu í Reykjavík. Í kjölfar útboðs vegna framkvæmdanna var gerð heild- arkostnaðaráætlun fyrir verkefnið en hún nemur um 6,2 milljörðum kr. Ríkissjóður mun fjármagna um 70% af heildarkostnaði og Háskóli Íslands um 30% með sjálfsaflafé. Gert er ráð fyrir að smíði hússins muni taka þrjú ár. Framkvæmda- sýsla ríkisins annaðist útboðsmál vegna byggingarinnar en tilboð í framkvæmdir voru opnuð í febrú- ar síðastliðnum. Þrjú tilboð bár- ust í framkvæmdina og mat Fram- kvæmdasýslan þau öll gild. Ístak átti lægsta tilboðið í verkið. Tryggt verður að fjármagn til verkefnisins rúmist innan fjármálaáætlunar. „Það er fagnaðarefni að fram- kvæmdir við Hús íslenskunnar séu að hefjast. Þetta er löngu tímabært að verðugt hús sé reist til að varð- veita handritin okkar. Þau eru einar merkustu gersemar þjóðarinnar og geyma sagnaarf sem ekki aðeins er dýrmætur fyrir okkur heldur hluti af bókmenntasögu heimsins. Nú er heppilegur tími fyrir opinberar framkvæmdir í ljósi þess að hag- kerfið er að kólna,“ segir Lilja Al- freðsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra. mm Gengið til samninga um byggingu Húss íslenskunnar Aflanum raðað á bíl. Fylltu bátinn í þremur köstum Sigurður Þórarinsson við löndun úr Leyni SH á bryggjunni í Ólafsvík á fimmtudag. Landað úr bátnum. Allir kassar fullir og meira en 20 tonn af fiski. Sigurður húkkar kassana úr krananum á bryggjunni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.