Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Page 9

Skessuhorn - 15.05.2019, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2019 9 Flamenco á Íslandi! Flamenco Dúett Landnámssetrið 21. maí kl 20:30 Mengi 22. maí kl 21:00 Hvanneyri Pub 23. maí kl 20:30 Forsala á Tix.is Flamenco danssýning Salurinn, Kópavogi 25. og 26. maí kl 21:00 Auðarskóli Ábyrgð – Ánægja – Árangur S K E S S U H O R N 2 01 9 Auðarskóli óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður skólaárið 2019-2020 Kennarar í Auðarskóla Við Auðarskóla er laus 100% staða umsjónarkennara á unglingastigi og 100% staða umsjónarkennara á yngsta stigi fyrir skólaárið 2019-2020. Umsjónarkennsla á unglingastigi, meðal kennslugreina eru: Íslenska Samfélagsfræði Erlend tunugmál Val Umsjónarkennsla á yngsta stigi, meðal kennslugreina eru: Stærðfræði Íslenska Náttúrufræði Samfélagsfræði Enska Mikilvægt er að umsækjendur búi að: Færni í samskiptum Frumkvæði í starfi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir stefnu Auðarskóla í teymiskennslu. Umsóknarfrestur er til 17.maí 2019 Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna í grunnskóla. Umsóknir um starfið berist á netfangið keli@audarskoli.is. Í umsókninni þurfa að vera ferilskrá og ábendingar um meðmælendur. Upplýsingar um starfið veitir Þorkell aðstoðarskólastjóri í síma 4304757. Kirkjukór Ólafsvíkur hélt árlega vortónleika sína 9. maí í Ólafsvík- urkirkju. Vel var mætt á tónleikana enda á kórinn sína föstu tónleika- gesti sem hann er þakklátur fyrir. Á efnisskránni að þessu sinni voru „Dýrleg lög“ en þema tónleikanna var dýr. Ógrynni er til af text- um um dýr af ýmsum tegundum sem hafa verið samdir í gegnum tíðina. Var efnisskráin skemmti- lega samsett af dægur- og þjóð- lögum sem flestir þekkja. Sigurð- ur Höskuldsson flutti eigið lag við texta Jóhanns Jónssonar sem heitir Vögguvísur um krumma. Systurn- ar Gerður og Aðalheiður Nanna Þórðardætur sungu Kattardúett- inn fræga eftir G. Rossini. Vero- nica Osterhammer, stjórnandi kórsins söng einsöng við undirleik Elenu Maakev, organista kórsins lögin Einsetumaður einu sinni, ís- lenskt þjóðlag í útsetningu Ferdin- and Rauter og Könguló eftir Aðal- stein Ásberg Sigurðsson. Tónleik- arnir voru styrktir af Sóknaráætl- un Vesturlands, en kórinn fékk á dögunum styrk þaðan til tónleika- halds. Að loknum vel heppnuðum tónleikum var gestum boðið upp á kaffi og súkkulaði, áður en þeir héldu út í vorkvöldið. þa Dýraþema á árlegum vortónleikum Átaksverkefni Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands, Hjól- að í vinnuna er nú hafið. Stend- ur það yfir dagana 8. – 28. maí. Verkefnið á að höfða til starfs- fólks á vinnustöðum landsins og hefur þátttakan stórauk- ist á þeim 16 árum sem lið- in eru frá því að verkefnið fór af stað. „Undanfarinn áratug hefur orðið gríðarleg vakn- ing á hjólreiðum sem heilsu- samlegum samgönguvalkosti. Ætla má að margir þátttakendur hafi tekið hjólreiðar upp sem lífstíl í framhaldi af þátttöku sinni í verk- efninu. ÍSÍ er stolt af því að hafa stuðlað að bættri hjólamenningu á Íslandi og orðið til þess að vinnu- staðir og sveitafélög hafi bætt til muna aðstöðu fyrir hjólandi fólk,“ segir í tilkynningu frá ÍSÍ. Meginmarkmið Hjólað í vinn- una er að vekja athygli á virk- um ferðamáta sem heilsusam- legum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta annan virkan ferða- máta til og frá vinnu. Keppt er um fjölda þátttökudaga en lið geta jafnframt skráð sig í kíló- metrakeppnina þar sem keppt er um heildarfjölda kílómetra. Landsmenn hafa tekið átakinu gríðarlega vel frá upphafi og verk- efnið skapað alla jafna góða stemn- ingu á vinnustöðum landsins. Allar upplýsingar má sjá á: www.hjoladi- vinnuna.is mm Verkefnið Hjólað í vinnuna er hafið Gyða Sól lagði línurnar þegar Hjólað í vinnuna fór formlega af stað.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.