Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Side 11

Skessuhorn - 15.05.2019, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2019 11 Snorrastofa hóf á loft kefli barna- menningar miðvikudaginn 8. maí þegar 170 nemendur úr grunnskól- um nágrennisins mættu á höfuð- ból höfðingjans Snorra Sturluson- ar, kynntu með líflegum tilþrifum eigin afurðir sem til urðu í vetrar- náminu um hann og miðaldir. Að því búnu tókust þau á við ýmsa þætti þess lífs, sem lifað var á hans tíma, sem framreiddir voru af góð- um gestum, handverks- og lista- fólki. Þetta voru miðstigsnemendur í Reykhólaskóla, Auðarskóla, Laug- argerðisskóla, Grunnskóla Borgar- ness og Grunnskóla Borgarfjarð- ar ásamt kennurum sínum og leið- beinendum. Frumkvæði og stuðn- ingur við hátíðina kemur úr menn- ingarhluta Uppbyggingarsjóðs Vesturlands. Eftir sambærilega hátíð árið 2016 var ákveðið að bjóða miðstigsnem- endum af Vesturlandi til hátíðar á þriggja ára fresti þannig að hver og einn komi einu sinni á námstíman- um í sérstaka heimsókn í Reykholt eftir að hafa fengist við ævi og störf frægasta höfðingja og sagnaritara staðarins í námi sínu. Dagurinn hófst með því að nem- endur kynntu hver fyrir öðrum ýmis skemmtileg og frumleg verk- efni úr skólastarfinu sem gáfu til kynna að mikið hefur verið starfað í vetur og börnin vel að sér um mál- efnin. Þar má nefna hreyfimynd- ir með kyrrum og leiknum mynd- skeiðum, myndverk af ýmsu tagi, áþreifanlega muni eins og vatn úr Hvammsá í Dölum, bækur fyrir ungt fólk í dag, sem sækja efnivið í smiðju Snorra og alls kyns sam- antektir, sem gefa innsýn í ævi og örlög hans. Eftir hádegishressingu setti sveitarstjóri Borgarbyggðar, Gunnlaugur Júlíusson, hátíðina í Reykholtskirkju og í kjölfarið steig Elfar Logi Hannesson á stokk og sýndi einleik sinn um Gísla Súrs- son. Það var magnað að sjá, hvað krakkarnir fylgdust vel með þess- ari framandi sögu frá miðöldum og héldu svo galvösk í hópum til ým- issa búða, sem biðu víða um staðinn með upplifun og tilraunum. Í einni þeirra gátu nemendur tekið þátt í að mala korn, hnoða brauðdeig og fá ljúfmetið steikt yfir eldi. Það voru þau Bryndís Geirs- dóttir og Guðni Páll Sæmundsson sem réðu ríkjum í brauðgerðinni með aðstoð Gíslínu Jensdóttur. Ein búðin bauð nemendum að kynnast miðaldatónlist, hlusta á fjölbreytt hljóðfæri, kveða rímur og dansa. Þar réðu ferðinni tónlistarkonurnar Kristín Lárusdóttir, Diljá Sigur- sveinsdóttir og Helga A. Jónsdóttir. Í ritstofu Svanhildar M. Gunnars- dóttur frá Árnastofnun fengu nem- endur að draga til stafs með fjöð- urstaf og jurtableki á lítinn bút af kálfskinni og í fjórða lagi beið nem- enda að fara í ratleik um staðinn með appinu Snorra, í umsjá Stein- unnar Gunnlaugsdóttur frá Loca- tify í Borgarnesi. Líklega gerði þó „kakótjaldið“ einna mesta lukku þar sem hægt var að koma við og fá sér heitt kakó og eiga næðisstund á tjaldbekk eða í faðmi náttúrunnar. Dagurinn ljómaði í Reykholti á miðvikudaginn þar sem gleði og sköpun réðu ríkjum og börn og menning áttu gjöfula samleið. Að honum stóð gott fólk, bæði heima- menn og aðkomumenn, sem sam- einuðust um að hlúa að mikilvæg- um þætti skólastarfsins, að enda námsferlið með raunverulegri tengingu við efni og inntak náms- ins. Börnin sýndu svo ekki varð um villst, að þeirra er framtíðin. Til gamans má geta þess að Landinn, með Gísla Einarsson í fararbroddi, dvaldi á staðnum eftir hádegið og fangaði andrúmsloftið í skemmti- legri samantekt, sem birtist í RÚV síðastliðinn sunnudag og finna má á vef Ríkisútvarpsins. Jónína Eiríksdóttir Ljósmyndir: Guðlaugur Óskarsson Allar líkur eru á að íslenska ríkið þurfi að greiða fimm sveitarfélögum samtals 683 milljónir króna eftir að Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm í máli Grímsness- og Grafnings- hrepps gegn ríkinu í gær, þriðju- daginn 14. maí. Ríkinu er gert að greiða hreppnum 234 milljónir, auk vaxta. Málið snýst um greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, ekki síst vegna flutnings grunnskólanna til sveitarfélaganna á sínum tíma. Rík- ið skerti þær greiðslur til hrepps- ins á árunum 2013 til 2016. Um er að ræða jöfnunarframlög sem tengjast tekjutapi vegna lækkun- ar tekna af fasteignaskatti og vegna launakostnaðar sveitarfélaga vegna kennslu í grunnskólum auk annars kostnaðar, svo sem vegna þjónustu- samninga og sérþarfa bæði fatlaðra nemenda og innflytjenda. Greiðsl- urnar til Grímsnes- og Grafnings- hrepps voru felldar niður þar sem heildartekjur sveitarfélagsins af út- svari og fasteignaskatti á hvern íbúa var meira en 50% hærri en með- altal miðað við fullnýtingu tekju- stofnanna. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að reglugerð veitti ríkinu ekki full- nægjandi heimild til að fella greiðs- lurnar niður. Til þess hefði þurft að breyta lögunum. Ríkinu var því gert að greiða hreppnum þá fjárhæð sem um var deilt, eða 234 milljónir sem fyrr segir. Fjögur önnur sveitarfélög hafa höfðað sambærilegt mál á hendur íslenska ríkinu, þar af tvö á Vestur- landi. Þau eru Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur en auk þeirra Ásahreppur og Fljótsdalshreppur. Á Vísi er haft eftir Óskari Sigurðssy- ni lögmanni í gær, sem fer með mál sveitarfélaganna fimm gegn ríkinu, að gert hafi verið samko- mulag um að eitt mál yrði flutt og að niðurstaða þess myndi ráða hi- num fjórum málunum. Á Óskar því von á að mál hinna sveitarfélaganna þurfi ekki að fara fyrir dóm heldur muni ríkið gera upp við sveitarfé- lögin eftir dóm Hæstaréttar í gær. Hvalfjarðarsveit krafðist þess að fá 303,6 milljónir króna yrðu en- durgreiddar, Skorradalshreppur 35,5 milljónir, Ásahreppur 69,3 milljónir og Fljótsdalshreppur 40,4 milljónir. Alls nema kröfur sveitar- félaganna á hendur ríkinu því um 683 milljónum króna, auk vaxta. Þar að auki segir Óskar í samta- li við Vísi að sveitarfélögin muni krefjast þess að fá greiðslur vegna sambærilegra skerðinga á árunum 2017 til 2019. Því sé viðbúið að sú fjárhæð sem ríkið hefur verið dæmt til að greiða sveitarfélögunum muni hækka. kgk Börnin mæta miðöldum í Reykholti Frá Hvalfirði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Ljósm. úr safni. Ríkið dæmt til að greiða hundruð milljóna Fimm sveitarfélög höfðuðu mál vegna skerðingar greiðslna úr Jöfnunarsjóði

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.