Skessuhorn - 15.05.2019, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2019 13
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Heimildarmynd um vellíðan eldri borgara
Föstudaginn 24. maí kl. 13:30 verður í Tónbergi sýnd myndin „Leitin að hamingjunni“.
Í heimildarmyndinni var rætt við 13 einstaklinga á aldrinum 70-91 árs um það hvernig þeir
hafa skapað sér hamingjuríka tilveru. Ingrid Kuhlman, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, mun
fræða okkur um hamingjuna áður en myndin hefst og eftir myndina verða umræður.
Ókeypis inn og allir velkomnir.
Leitin að hamingjunni
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Innritun á haustönn 2019 – Umsóknarfrestur er til 7. júní 2019
Nánari upplýsingar veita:
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu skólans www.menntaborg.is, á
menntaborg@menntaborg.is og í síma 433-7700
Stúdentsprófsbrautir:
Félagsfræðabraut
Náttúrufræðibraut
Náttúrufræðibraut – búfræðisvið, í
samstarfi við Lbhí
Íþróttabraut (félagsfræða- eða
náttúrufræðisvið)
Opin Braut
Annað nám:
Framhaldsskólabraut
Starfsbraut
Viðbótarnám til stúdentsprófs
Nemendagarðar
Skólinn rekur nemendagarða þar sem
pláss er fyrir 8 nemendur
Fjarnám
Mögulegt er að stunda fjarnám við
Menntaskóla Borgarfjarðar
Leiðsagnarmat – engin hefðbundin
lokapróf
Verkefnamiðað nám
Félagið Íslenskir eldsmiðir held-
ur hina árlegu eldsmíðasamkomu
á Byggðasafninu í Görðum á Akra-
nesi um næstu mánaðamót. Boðið
verður upp á örnámskeið í eldsmíði
fimmtudaginn 30. maí og laugar-
daginn 1. júní. Íslandsmótið í eld-
smíði verður síðan haldið sunnu-
daginn 2. júní og hefst klukkan 10.
Að sögn Ingvars Matthíassonar,
meðlims Íslenskra eldsmiða, er
von á að hátt í 30 manns taki þátt
í Íslandsmóti eldsmiða. Félagið fær
einnig til landsins svissneska eld-
smiðinn Simon Beyeler og mun
hann halda námskeið fyrir eld-
smiði. Ingvar hvetur áhugasama til
að mæta á eldsmíðamótið. Þá hafa
Íslenskir eldsmiðir, í samstarfi við
æskulýðsmiðstöðina Þorpið, geng-
ist fyrir námskeiðum fyrir börn og
unglinga í eldsmíði. „Við viljum
mjög gjarnan auka þekkingu á þess-
ari fornu og skemmtilegu iðngrein
og bæði námskeiðin fyrir börn og
mótið nú um mánaðamótin er liður
í því,“ segir Ingvar.
Nánari upplýsingar má finna á
Facebook síðu Íslenskra eldsmiða.
mm/ Ljósm. úr safni.
Eldsmíðasamkoma á
Akranesi um mánaðamótin
Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæ-
fellinga settu upp glæsilega sýningu
á síðasta skóladegi þessarar ann-
ar. Ýmist voru nemendur að kynna
lokaverkefni sín eða sýna afrakstur
vetrarins. Margir gestir lögðu leið
sína í skólann enda margt forvitni-
legt að sjá. tfk
Lionsklúbbur Grundarfjarðar af-
henti á dögunum Dvalarheimilinu
Fellaskjóli peningagjöf að upphæð
1.200.000 krónur. Þetta var ágóð-
inn af kútmagakvöldinu sem haldið
var 23. febrúar síðastliðinn. Mikl-
ar framkvæmdir hafa staðið yfir á
Fellaskjóli undanfarið en sex ný
dvalarrými verða tekin í notkun á
næstu vikum. Peningagjöfin mun
duga til að fullbúa tvö til þrjú her-
bergi í nýrri viðbyggingu heimilis-
ins. “Stjórn Lionsklúbbs Grund-
arfjarðar þakkar öllum þeim sem
lögðu leið sína á kútmagakvöldið
og gerðu þar með kleift að styrkja
þetta verðuga verkefni.”
tfk
Árni Ásgeirsson er hér lengst til hægri að sýna gestum smásjánna en hún vakti
mikla lukku á sýningunni.
Glæsileg verkefnasýning í FSN
Hildur Sæmundsdóttir tekur við gjöfinni fyrir hönd Fellaskjóls. F.v. Vineta
Karimova hjúkrunarfræðingur, Hildur, Patricia M Laugesen forstöðumaður Fella-
skjóls, María Ósk Ólafsdóttir formaður Lionsklúbsins, Sigurlaug R Sævarsdóttir,
Unnur Birna Þórhallsdóttir og Valgerður Gísladóttir. Íbúar fyrir aftan fylgjast með.
Lionsklúbbur Grundarfjarðar
styrkir Fellaskjól