Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Síða 21

Skessuhorn - 15.05.2019, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2019 21 Skipulagsauglýsing hjá Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 183. fundi sínum þann 9. maí 2019, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögur. Borgarbyggð auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Bifröst í Borgarbyggð – tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir sameiningu lóða við Hamragarð, heildarstærð nýrrar lóðar verður 2.369m². Heimilt verður að byggja tengibyggingu á einni hæð að hámarki 125m². Tengibygging er á milli Hamragarðs og fyrrum verslunarbyggingar, sem mun hýsa móttöku og sali. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum aðkomuvegi í framhaldi af Víðihrauni, norðaustur af leikskóla, sem tengir norðurbyggð við háskólasvæðið. Vesturhluti vegar er að hluta til á lóð leikskólans. Sólbakki í Borgarnesi – tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Sólbakka sem tók gildi 5. mars 2001. Eftirspurn er eftir minni athafnalóðum í Borgarnesi. Í tillögu er gert ráð fyrir að skipta tveimur óbyggðum lóðum, nr. 24 og 26, upp í fjórar lóðir; 24a, 24b, 26a og 26b. Nýtingarhlutfall lóða verður að hámarki 0,2. Lóðir nr. 30 til 31 stækka lítilsháttar. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgar- nesi frá 16. maí 2019 til 27. júní 2019 og eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagstillögur. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en fimmtudaginn 27. júní 2019 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á net- fangið borgarbyggd@borgarbyggd.is. Þriðjudaginn 28. maí 2019 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulags- sviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillögur verða kynntar þeim sem þess óska. SK ES SU H O R N 2 01 9 Skipulagsauglýsing hjá Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 183. fundi sínum þann 9. maí 2019, samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingar. Borgarbyggð auglýsir hér með skv. 30. gr. og 40.gr. skipulags- laga nr. 123/2010: Dílatangi í Borgarnesi – lýsing á skipulagsverkefni. Fyrirhugað er að vinna nýtt deiliskipulag fyrir fyrir Kveldúlfsgötu, Þórðargötu, Dílahæð, Ánahlíð og nokkrar lóðir við Borgarbraut. Í gildi er deiliskipulag frá 2006, fyrir lóðirnar Borgarbraut 65 og 65A. Þar er hjúkrunarheimili, heilsugæsla og íbúðarhús fyrir aldraða. Markmið tillögu er m.a. að staðfesta núverandi skipulag lóða og byggðarinnar sem risið hefur. Skoða á hvort mögulegt er að bæta við byggingarlóðum og jafnframt þarf að lagfæra lóðamörk í kringum hjúkrunarheimili og heilsugæslu. Gert er ráð fyrir nýjum stígum, meðal annars meðfram strönd, og tengingum við núverandi stígakerfi. Borgarvogur í Borgarnesi – lýsing á skipulagsverkefni. Fyrirhugað er að vinna nýtt deiliskipulag fyrir íþróttasvæðið í Borgarnesi ásamt Þorsteinsgötu, Kjartansgötu, Skallagrímsgötu og hluta Borgarbrautar. Ekkert deiliskipulag hefur verið í gildi á stærstum hluta svæðisins þó svæðið sé í raun fullbyggt. Í deiliskipulaginu verður gert ráð fyrir viðbyggingu við íþróttahúsið á fyllingu norðan/vestan megin við núverandi hús. Skoða á hvort mögulegt sé að staðsetja nýjan leikskóla innan skipulagssvæðisins. Einnig er gert ráð fyrir nýjum stígum og tengingum við núverandi stígakerfi. Hluti af stígakerfinu er möguleg fylling undir stíg í vík sunnan Kjartansgötu sem tengist við íþróttasvæðið. Kárastaðir í Borgarbyggð – lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Fyrirhugað er að breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, þ.e. breyta landnotkun svæðis úr landbúnaðarlandi í athafnasvæði. Breytingin mun taka til 2,4 ha svæðis, þannig að athafnasvæði (A2) stækkar sem því nemur. Ástæða breytingar er að fyrirhugað er að stækka lóð fyrirtækjanna Loftorku og Borgarverks. Með fyrirhugaðri breytingu munu þéttbýlismörk Borgarness stækka um 2,4 h. Svæðið afmarkast af athafnsvæði (A2) (Sólbakki) að austanverðu, iðnaðarsvæði (I1) að sunnanverðu og landbúnaðarlandi að norðan- og vestanverðu. Aðkoma að svæðinu er frá Vesturlandsvegi. Á Kárastaðalandi er stundaður frístundabúskapur. Þar er íbúðar- hús og hlaða. Nokkrar fornminjar eru á svæðinu. Skriflegum ábendingum vegna framangreindra skipulaslýsinga skal komið á framfæri bréflega eða með tölvupósti við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en fimmtu- daginn 13. júní 2019. Skipulagslýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 16. maí til 13. júní 2019 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgar- byggd.is. SK ES SU H O R N 2 01 9 dugnaðarforkar og eljusöm. Maður lítur upp til svona fólks og vill læra af þeim í tónlistinni sem og í lífinu sjálfu.“ Fjölbreytt verkefni Það sem kemur Önnu mest á óvart þegar hún lítur til baka yfir stuttan píanóferil sinn, sem er nú bara rétt að hefjast, er hvað hún hefur tek- ið þátt í mörgum skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum, bæði á vegum skólans og utan hans. „Ég hef spilað inn á plötu, frumflutt bæði nýleg verk eftir samnemendur mína sem og eldri verk eftir önn- ur tónskáld, spilað erlendis og tek- ist á við mun fjölbreyttari tónlist en áður.“ Hún bætir við: „Draumur- inn í sjálfu sér breytist aldrei, held- ur frekar leiðin að honum sem tek- ur sífelldum stakkaskiptum. Þegar maður kemur í nýtt umhverfi eins og Listaháskólann og kynnist öllu fólkinu þar þá allt í einu sér mað- ur margar nýjar dyr opnast og tæki- færi á hverju strái. Plön eru fljót að breytast í þessu umhverfi. Helsta þróunin er kannski sú að maður verður sveigjanlegri og meira opinn með tímanum og aukinni reynslu.“ Ætlar út í framhalds- nám Það sem tekur við hjá Önnu að út- skrift lokinni er áframhaldandi nám og ætlar Anna að halda hiklaust áfram á sömu braut og hamra járnið á meðan það er heitt. „Næsta skref er að fara út í framhaldsnám. Ég er enn í umsóknarferli með nokk- ur prógrömm og á eftir að heyra niðurstöðurnar, en ég er að líta til nokkurra skóla í Evrópu,“ segir Anna spennt. „Maður þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Ég mun svo ferðast fyrir sum inntöku- próf til Evrópu sem og fara til Kan- ada að hitta vinkonu mína í sum- ar.“ Nú býr Anna í Reykjavík og hefur gert síðan hún hóf nám við Listaháskólann. Á sumrin kemur hún í Borgarnes og hefur verið að vinna hjá Safnahúsi Borgarfjarðar og núna í vetur kenndi hún á píanó í Varmalandsskóla og í Borgarnesi hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar. glh/ Ljósm. aðsendar Svipmynd frá útskriftartónleikum Önnu Þórhildar. ofan af fyrir ferðalöngum og tala um eitthvað sniðugt þegar norður- ljósin létu ekki sjá sig. Þá greip hún oftar en ekki í efnið sem hún hefur nýtt sér í uppistandið sitt við góðar undirtektir norðurljósagesta. Hvað er fyndið í dag? Hægt er að finna efni til að grínast með allstaðar og segist Lolly stöð- ugt vera að punkta niður hjá sér efni sem hún gæti mögulega not- að og gert grín að. „Það fer mik- ið eftir áhorfendum og tilfinning- unni í salnum hvað ég grínast með hverju sinni. Ég kann djókana mína það vel að það er ekkert mál fyr- ir mig að endurraða þeim. Ég tala til dæmis mikið um ákveðnar týp- ur á bar og reyni að vera eins ósexý og ég get þegar ég tala um að vera sexý. Flestir geta tengt við það sem ég er að grínast með,“ útskýr- ir hún. Þegar Lolly var unglingur þá fannst henni mikilvægara að líta vel út heldur en að hafa sterkan persónuleika. „Ég þroskaðist, fékk meira sjálfstraust. Það var leiklist- in sem hjálpaði mér að rífa upp sjálfstraustið. Maður þarf virkilega að kíkja innávið og kynnast sjálf- um sér. Það er hægara sagt en gert. Með því að vera fullkomlega sátt- ur í eigin skinni getur maður haft húmor fyrir sjálfum sér. Fólk sér nefnilega í gegnum tilgerð strax og tilgerð í uppistandi er aldrei að fara að virka til lengri tíma,“ segir hún að endingu. Hægt er að fylgjast með hvað Lolly Magg er að bralla og hvar hún er að koma fram á næstunni á Facbook undir Lolly Magg. glh Lolly Magg grínast mikið um hvað það er að vera sexý.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.