Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Page 25

Skessuhorn - 15.05.2019, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2019 25 Vísnahorn Einhvern tímann var mér sagt að stysta ljóð á íslensku héti 1. apríl, væri eftir Andra Snæ Magna- son, og hljóðaði svo: Mars búinn. Bjarni Hafþór Helgason mun hinsvegar hafa ort þessa örferskeytlu og hæpið að þær gerist styttri en haldi þó öllu því nauðsynleg- asta. Stuðlum, endarími og fjórum línum: Ef á að þvo þá það. Ekki veit ég með vissu hver setti saman eft- irfarandi hugleiðingu um skáldskaparhneigð Íslendinga. Hef þó Böðvar Guðlaugsson sterklega grunaðan: Andagift hefur Íslending aldrei vantað. Ýmist hefur hann ort í hring -eða kantað. Sumir tala um að það sé erfitt að halda áfram með vísuna þó helmingurinn sé kom- inn réttur en sem dæmi um hvað auðveldlega má sleppa frá seinnipartinum ef fyrrihlutinn er kominn sæmilegur má nefna þessa ágætu stöku: Sigld hallt mitt sálarfley svo að lá við strandi. Þyki einhverjum vandamál að bæta þarna við er einfaldast að benda á þessa lausn: Þarna rímar held ég hey og höfum það í bandi. Ýmis vandamál herja á Vestmannaeyinga nú sem fyrr og tekur eitt við af öðru. Þegar hægist um hjá Árna Johnsen beinist athyglin að Landeyjahöfn sem virðist óþrjótandi um- ræðuefni og jafnvel endalaust vandamál. Nú er aftur farið að ræða um göng til Eyja. Við það rifjaðist upp gömul vísa sem Ragnar Ingi orti á sínum tíma: Glæstur mun verða grafinn niður gangur ofan í jarðariður; hann verður mjór og heljarlangur. Ég held að það verði niðurgangur. Lengi hafa verið vandamál í sauðfjárbúskap og svosem í flestu vor lífsbasli ef út í það er farið. Líklega er Dalasýslan sem heild hvað háðust sauðfjárræktinni og um þau vandamál kvað Hans Jakob Beck: Forðum á bala fagurt tré, fúin er kalahrísla, bændurnir smala færra fé farin að dala sýsla. Um tíma var töluverð tíska í menntaskól- um landsins að stunda yrkingar. Gengu þær framkvæmdir að vísu misjafnlega en þó alltaf góðar rispur inná milli. Eitt sinn komst þessi vísupartur á loft í Menntaskólanum í Reykja- vík þeim gamla góða: Eg í stúku ætla að ganga, aldrei brúka framar vín. Tóku menn nú að botna hvað ákafligast og þar á meðal kom þessi fram: Aðeins strjúka endilanga eina mjúka faldalín. Verður ekki annað sagt en það verk hljóti að teljast tilhlökkunarefni en það þarf nú að sinna ýmsum verkefnum í lífinu og ekki öllum skemmtilegum. Guðmundur Andrésson hét maður og fékkst nokkuð við dýralækningar. Ekki hafði hann þó formlega menntun en hafði aflað sér töluverðrar þekkingar á eigin spýtur og var stundum settur dýralæknir tímabundið enda minna um dýralækna á þeim tímum en núorðið. Þessa orti hann um lífshlaupið: Engan heiðurs á ég krans, illa úr trompum spilað en skítverkum hvers meðalmanns mun ég hafa skilað. Um tíma vann hann hjá apótekara við lyfja- blöndun og orti á þeim tíma: Skrykkjótt æviiðjan gekk eins til munns og handa. Loks við hæfi hlutverk fékk hundaskammta að blanda. Séra Tryggvi H. Kvaran sem var Prestur á Mælifelli 1919 – 1940 orti eitt sinn svo til Pálma á Reykjavöllum sem var ölhitumaður ágætur: Pálma gistum væna vist veitti fyrstur grönnum. Álmakvistur lífs af list léttir þyrstum mönnum. Og um Ólaf eldri á Starrastöðum, sem var dugnaðarbóndi og allvel stæður, afburða greiðvikinn gæðamaður en nokkuð mismæla- gjarn: Ólafur hefur afbragðs haus, allir við það kannast, hann er ekkert óvitlaus, og ég held það sannast. Um tíma var mikið lagt upp úr utanbókar- lærdómi en seinna var farið að líta hann hálf- gerðu hornauga. Á sama hátt var um tíma lagt mikið upp úr háum tölum á prófskírteinum og má segja að hvorttveggja hafi til síns ágæt- is nokkuð. Hvorki algott né alslæmt. Börnin hefja sinn utanbókarlærdóm á því að læra að tala. Þau leggja á minnið mörg hundruð orð fyrir sjö ára aldur. Til að örva máltökuna voru krakkarnir látnir læra vísur og kvæði. Gjarnan hófst lærdómurinn á því að láta þá læra þessa bullvísu: Alda snillda muldu malda moldu falda sóni galda tryllda þuldu þalda þoldu gjalda Jóni. Rósberg G. Snædal var einn af okkar al- bestu hagyrðingum en svo hagyrðingar sem aðrir þurfa að beygja sig fyrir Elli kerlingu og eftir að heilsan var farin að gefa sig orti hann: Vísnarausið víða ber vitni klausum stolnum því að hausinn á mér er eins og laus frá bolnum. Fyrir margt löngu var Stefán Jóhannesson með vísnaþátt líklega í NT og þá minnir mig að Eysteinn í Skáleyjum hafi sent honum þennan fyrripart: Silfurföt með sauðakjöt sjást í mötuneyti. Eitthvað gekk mönnum brösulega að botna svo vel færi og þar kom að einhver spurði Ey- stein hvernig hann myndi botna þennan and- skota sjálfur. Eysteinn svaraði um hæl: En kelling sjötug leið og löt leggur skötu í bleyti. Halldór Helgason á Ásbjarnarstöðum var fljótur að gera vísur um hvaðeina í veröldinni og þurfti ekki alltaf mikið tilefni. Vinnukona var hjá þeim hjónum kölluð Lauga, dugnað- arkona og samviskusöm, en ekki mjög ræð- in hversdagslega. Eitt sinn kom Halldór að henni þar sem hún er að leggja í bleyti salt- fisk og segir: Lauga mælir ekki orð án þess sé til nytja. Leggur í bleyti löngusporð. -Lætur þar við sitja. Látum við svo ekki Valgeir Run loka mál- inu fyrir okkur: Endar kvæði úti er næði, enginn hæði þennan brag þó söguþræði og fagurfræði fáir ræði nú í dag. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is En kelling sjötug leið og löt - leggur skötu í bleyti Svefnherbergisgangurinn fyrir breytingar. Svefnherbergisgangurinn í dag. Eins og sjá má héldu þau upprunalegum hurðum og frískuðu upp á þær með málningu. Hér sést hvernig stofan var áður en Edit og Davíð hófu framkvæmdir. Svona er stofan í dag. Eins og sést fékk fallegi veggurinn bakvið sjón- varpið að halda sér. Svona var stofan þar sem komið var inn úr anddyrinu. Hér sést hvernig stofan er í dag þar sem komið er inn. Hurðin og gluggarnir í hurðinni inn í anddyri fengu að vera áfram en var frískað upp með málningu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.