Skessuhorn - 15.05.2019, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 201926
Það er ekki ofsögum sagt að til-
koma Ferguson dráttarvélarinnar
hingað til lands hafi öðru fremur
átt stóran þátt í þeim miklu breyt-
ingum og framförum sem urðu í
íslenskum landbúnaði um og upp
úr 1950. Að öðrum dráttarvélateg-
undum ólöstuðum. Í tilefni þess að
nú eru 70 ár síðan fyrstu Fergu-
son dráttarvélarnar voru kynnt-
ar og sýndar á Keldum í Mosfells-
sveit 13. maí 1949 að viðstöddum
helstu framámönnum í íslenskum
landbúnaði, ætlar Fergusonfélag-
ið að efna til hátíðar og sýning-
ar á Blikastöðum í Mosfellssveit
laugardaginn 18. maí milli klukk-
an 12 og 17. Sýndar verða Fergu-
son dráttarvélar af elstu gerðunum
ásamt tilheyrandi tækjum. M.a.
annar af þeim Fergusonum sem
sýndir voru á Keldum 1949 og ein-
hverjum af þeim tækjum sem þar
voru kynnt.
Hilmar Össurarson ritari Fergu-
sonfélagsins opnar sýninguna í há-
deginu, en svo skemmtilega vill til
að hann er starfsmaður á Keldum
um þessar mundir. Bjarni Guð-
mundsson á Hvanneyri, höfundur
bókarinnar „…og svo kom Fergu-
son“ minnist með ávarpi komu
fyrstu vélanna og áhrifa þeirra.
Í gamla fjósinu á Blikastöðum
hafa áhugamenn um að gera upp
gamlar landbúnaðarvélar haft að-
stöðu í nokkur ár til að sinna sínum
hugðarefnum. Er þar vísir að safni
listilega vel uppgerðra véla af ýms-
um gerðum. Einnig gefst kostur að
sjá þar vélar sem verið er að vinna
að á ýmsum stigum uppgerðarinn-
ar. Allir eru velkomnir að Blika-
stöðum á laugardaginn. mm/ss
Laugardaginn 18. maí kl. 13 verð-
ur opnuð sýning í Hallsteinssal í
Safnahúsi Borgarfjarðar sem ber
yfirskriftina Hvar – Hver – Hverj-
ar. Vísar það í þær meginstoðir sem
hafðar voru í huga við val á verkum
á sýninguna; tímann, bakhjarl safns-
ins, og mikilvægt framlag kvenna.
Hver staður hefur sín sérkenni
sem myndar staðaranda og aðgrein-
ir einn stað frá öðrum. Júlíus Axels-
son skráði með myndmáli bygging-
ar og tíðaranda Borgarness sem að
hluta er horfinn en verður nú hægt
að skoða á sýningunni.
Gjöf Hallsteins Sigurðssonar er
meginuppistaða safnkosts Safna-
hússins. Hver var þessi maður sem
eyddi drjúgum tíma af lífsstarfi sínu
í að ramma inn myndir fyrir starf-
andi listamenn og fékk oft greitt í
verkum sem nú er dýrmætur hluti
menningararfs okkar. Svipsterkt
andlit Hallsteins varð mörgum
listamönnum kveikja til sköpunar.
Teikningar, málverk og höggmynd-
ir verða sýnd á sýningunni. Einnig
er áhugavert að velta fyrir sér sér-
kennum fólks og hvernig samtím-
inn hefur tilhneigingu til að afmá
þau.
Hverjar – vísar í valin verk eft-
ir konur og af konum sem dregin
verða fram. Safnið á dýrmæt verk
eftir íslenskar konur svo sem Guð-
mundu Andrésdóttur, Eybjörgu
Guðmundsdóttur, Ragnheiði Jóns-
dóttur og Björgu Þorsteinsdóttur
sem allar eru brautryðjendur í sinni
sköpun. Hlutverk konunnar sem
vinnukona, viskubrunnur, ástmær
og tákn sjást í afsteypum Ásmundar
Sveinssonar bróður Hallsteins, sem
eru hluti af sýningunni.
Sýningarstjóri er Helena Gutt-
ormsdóttir myndlistamaður og
lektor við LbhÍ. Hún hefur hald-
ið tvær einkasýningar, tekið þátt í
fjölda samsýninga og staðið fyrir
námskeiðum og fyrirlestrum um
myndlist og skapandi náttúrusýn.
Hún starfaði á fræðsludeild Lista-
safns Reykjavíkur og vann þar m.a.
fræðsluefni um Kjarval og nýsköp-
unarverkefnið Safnið og samfé-
lagið. Helena var sýningarstjóri
umhverfislistasýningarinnar „Af-
staða af stað“ með áherslu á sjálf-
bærni á Akranesi árið 2012 og sýn-
ingar um Hallstein Sveinsson í
Safnahúsi árið 2013.
Hallsteinssalur er í Safnahúsinu
að Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi.
Opið er til kl. 17.00 á opnunardag-
inn og eftir það 13.00-18.00 virka
daga og 13.00 - 17.00 um helg-
ar. Frá 1. september verður opið
13.00 - 18.00 virka daga. Ókeypis
aðgangur er að sýningunni en söfn-
unarbaukur á staðnum.
-fréttatilkynning
Fyrir ekki svo löngu voru stofnuð
Hollvinasamtök fyrir Hallgríms-
kirkju í Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd með það
að markmiði að
blása lífi í stað-
inn. Farið er að
sjá á húsakosti
að sögn Jóseps
Gíslasonar sem
er frukvöðull að
stofnun félags-
ins. „Ég var
þarna í fyrra-
sumar að hreinsa steina og leg-
steina á gröfum ættingja og tók eft-
ir því hvað kirkjan var orðin dapur-
leg ásjónar,“ segir hann.
Góðar aðstæður til tón-
leikahalds
Hugmyndin er að halda tónleika-
röð í kirkjunni þar sem allur ágóði
mun renna til styrktar staðnum og
hjálpa þannig til við viðhald á kirkj-
unni og umhverfinu í kring. „Þetta
er sögulega og menningarlega mik-
ilvægur staður fyrir Íslendinga og
með tónleikahaldi væri hægt að
vekja frekari athygli á þessu svæði
og fá fólk hingað til okkar. Húsið er
með gott orgel, fínan flygil og mjög
góðan hljómburð,“ segir Jósep um
aðstæður. Með honum í þessu verk-
efni eru Alexandra Chernyshova
sópransöngkona, systkinin Valdís
Inga Valgarðsdóttir og Jón Val-
garðsson ásamt Ástu Jenný Magn-
úsdóttur. Síðustu þrjú eru í sókn-
arnefnd staðarins. „Það er búið að
ganga vel í undirbúningnum og
við erum búin að fá góðar undir-
tektir, svo verður bara að koma í
ljós hvernig mætingin verður,“ seg-
ir Jósep. Fyrstu tónleikarnir voru
haldnir síðastliðinn sunnudag þar
sem Guðmundur Sigurðsson org-
anisti spilaði nokkur vel valin verk
á orgelið og kór kirkjunnar flutti
nokkur lög í upphafi tónleikanna.
Tónlistarfólk sem hefur áhuga á
tónleikahaldi í kirkjunni er hvatt til
að hafa samband í gegnum Facebo-
ok síðu hollvinasamtakanna und-
ir nafninu, Tónleikar til styrktar
Saurbæjarkirkju í Hvalfirði. Þar er
einnig hægt að fylgjast með tíma-
setningu næstu tónleika sem eins
og fyrr segir verða fernir yfir sum-
arið.
glh
Ferguson á Keldum 1949. Ljósm. Þjóðminjasafnið.
Afmælishátíð vegna sjötíu
ára sögu Ferguson á Íslandi
Hallgrímskirkja í Saurbæ í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. úr safni.
Tónleikaröð til styrktar
Hallgrímskirkju í Saurbæ
Jósep Gíslason
Helena Guttormsdóttir er sýningarstjóri.
Sýningin hvar, hver, hverjar opnuð í Safnahúsi
Hallsteinn Sveinsson framan við Safnahúsið. Ljósm. Guðmundur Guðmarsson.