Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Side 30

Skessuhorn - 15.05.2019, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 201930 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað er nauðsynlegt að gera á vorin? Spurni g vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Finnfríður Samúelsdóttir „Fara út.“ Kristján Oddsson „Þegar ég kem heim í Búðar- dal.“ Hans Egilsson „Að taka vel á móti kríunni.“ Guðný Jóna Jóhannsdóttir „Að draga fram regnhlífina. Skella sveittri steik á grillið og fá einn kaldann með.“ Þórarinn Reynir Magnússon „Brenna sinu.“ Þær Aníta Sól Ágústsdóttir og Vero- nica Líf Þórðardóttir hafa gengið í raðir ÍA að nýju eftir námsdvöl er- lendis. Munu þær leika með liði Skagakvenna í Inkassodeildinni í sumar. Báðar komu þær við sögu í fyrsta deildarleik sumarsins, þeg- ar ÍA gerði jafntefli við FH á Akra- nesvelli á föstudaginn. Aníta kom inn á sem varamaður í hálfleik og Veronica spilaði síðasta hálftím- ann. „Það þarf vart að fjölyrða að þær frænkur koma inn með mikla reynslu í ungan leikmannahóp ÍA og styrkja okkar lið,“ segir á Fa- cebook-síðu Knattspyrnufélags ÍA. kgk Ungi framherj- inn úr Skallagrími, Bjarni Guðmann Jónsson, mun leika í bandaríska háskóla- boltanum á næta tímabili og segir því skilið við uppeldisfélagið sitt í bili. Hann mun hefja háskólanám við Fort Hays State University í Kan- sas og leika þar með liðinu í NCAA II deildinni. Bjarni reyndist Skalla- grímsmönnum gífurlega mikilvæg- ur í Domino’s deildinni á síðasta tímabili, þrátt fyrir fall liðsins nið- ur um deild að leiktíð lokinni. Hann skoraði 12,2 stig að meðaltali og tók 5,4 fráköst fyrir Skallagrím. Að auki hefur Bjarni átt fast sæti með yngri landsliðum Íslands síðustu ár. „Við óskum Bjarna góðs gengis í barátt- unni vestanhafs næsta vetur,“ segir í tilkynningu frá félaginu. glh Ungmennafélag Grundarfjarðar var með fimleikadag miðvikudaginn 8. maí síðastliðinn. Þá gátu allir kom- ið og kynnt sér fimleika og fengið leiðsögn. Halla Karen Gunnars- dóttir þjálfari sá um að leiðbeina gestum sem mættu á kynninguna. Fjöldi krakka kom og var mikið fjör í íþróttahúsinu. tfk Ársþing Keilusambands Íslands fór fram á sunnudaginn. Þar var Guðmundur Sigurðsson formaður Keilufélags Akraness sæmdur gull- merki KLÍ fyrir störf sín í þágu keil- unnar á Íslandi. Guðmundur hefur í 20 ár unnið í hinum ýmsu nefnd- um eins og tækninefnd, mótanefnd og aganefnd KLÍ ásamt því að sinna starfi unglingalandsliðsþjálfara um árabil. Auk þess hefur Guðmund- ur unnið mikið og gott starf í þágu eigin félags og borið hag þess fyr- ir brjósti. Á meðfylgjandi mynd er Guðmundur ásamt Jóhanni Ágústi Jóhannssyni formanni KLÍ. mm Káramenn gerðu sér ferð suður með sjó á föstudaginn og mættu Þrótti frá Vogum í annarri umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Fyrri hálfleikur var markalaus og það var ekki fyrr en á 59. mín- útu leiksins að ísinn var brotinn. Heimamenn í Þrótti V. fengu þá vítaspyrnu. Pape Mamadou Faye fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin. Heimamenn komnir yfir og þannig var staðan næsta korter- ið, eða allt þar til Andri Júlíusson jafnaði metin fyrir Kára á 74. mín- útu. Heimamenn misstu mann af velli í uppbótartíma þegar Hrólfur Sveinsson fékk að líta rauða spjald- ið. Fleiri mörk voru hins vegar ekki skoruð og lokatölur urðu því 1-1. Káramenn tróna á toppi deildar- innar eftir fyrstu tvær umferðirnar með fjögur stig, jafn mörg og ÍR, Víðir og Selfoss í sætunum fyrir neðan. Næst leikur Kári á laugar- daginn, 18. maí, þegar liðið heim- sækir Vestra vestra. kgk Kári Geirlaugsson úr ÍA setti hvorki fleiri né færri en átta Ís- landsmet á Íslandsmeistaramótinu í garpasundi sem haldið var í Laug- ardalslaug fyrstu helgi maímánað- ar. Hann keppti í 50, 100, 200, 400 og 800 m skriðsundi, 50 og 100 m baksundi og 100 m fjórsundi í flokki 70-74 ára garpa. Kári setti Íslands- met í öllum greinunum og sneri heim með átta gullverðlaun. kgk Skallagrímsmennirnir Gunnar Örn Ómarsson og Marinó Þór Pálma- son urðu á mánudag Danmerkur- meistarar U17 ára í körfuknatt- leik. Gunnar og Marinó leika með skólaliðinu EVN, sem bar sigur- orð af Skovbakken í oddaleik um Danmerkurmeistaratitilinn. Mar- inó var þar að auki valinn mikil- vægasti leikmaður úrslitakeppninn- ar. „Góður vetur er því að baki hjá þeim félögum í Danaveldi þar sem þeir hafa æft vel og haldið áfram að bæta sig á körfuboltavellinum,“ segir á Facebook-síðu kkd. Skalla- gríms. Næsta verkefni þeirra félaga eru keppnir og æfingar með EVN í Kanada næstu tvær vikurnar. kgk Fimleikadagur í Grundarfirði Urðu Danmerkurmeistarar í körfu Lið EVN sem varð á mánudaginn Danmerkurmeistari í körfuknattleik U17 ára liða. Ljósm. EVN. Byrjunarlið Kára fyrir leikinn í Vogum á föstudaginn. Ljósm. Knattspyrnufélag Kára. Kári á toppnum Guðmundur sæmdur gullmerki KLÍ Kári Geirlaugsson hlaðinn verðlauna-peningum. Ljósm. Sundfélag Akraness. Setti átta Íslandsmet Aníta Sól Ágústsdóttir í leiknum gegn FH á föstudag. Ljósm. gbh. Aníta og Vero- nica í raðir ÍA Bjarni Guðmann í bandaríska háskólaboltann

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.