Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Síða 31

Skessuhorn - 15.05.2019, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2019 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Finnur Jónsson, fyrrum þjálfari Skallagríms í körfuknattleik karla, færir sig um set og hefur nú samið við Keflavík um að taka að sér starf aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins. Þar verður hann Sverri Þór Sverr- issyni þjálfara innan handar á næsta tímabili ásamt því að koma að yngri flokka starfi hjá félaginu. „Gríðarleg ánægja er með að hafa fengið Finn til félagsins en hann hefur nokkuð góða reynslu sem þjálfari og auðvitað sem leik- maður,“ segir í fréttatilkynningu frá Keflvíkingum. Enn er óljóst hver tekur við sem þjálfari Skallagríms. glh Þrjár körfuknattleikskonur af Vest- urlandi voru í síðustu viku valdar í æfingahóp íslenska kvennalands- liðsins í körfubolta. Þetta eru syst- urnar Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur úr Snæfelli og Sig- rún Sjöfn Ámundadóttir úr Skalla- grími. Einnig má nefna Hildi Björgu Kjartansdóttur sem fjórða Vestlendinginn í hópnum. Snæfell er uppeldisfélag Hildar en hún hef- ur verið að spila í atvinnumanna- boltanum á Spáni síðustu ár. Benedikt Guðmundsson tók við liðinu á dögunum. Hann ásamt að- stoðarþjálfurum sínum völdu hóp- inn en verið er að undirbúa liðið fyrir Smáþjóðleikana sem fara fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí til 1. júní. glh Lokahóf KKÍ var haldið í hádeg- inu á föstudag og þar var tilkynnt um val á bestu leikmönnum ársins í Domino‘s deildunum. Vestlending- ar eiga þar tvo fulltrúa, því Gunn- hildur Gunnarsdóttir og Hlynur Bæringsson voru bæði valin í úr- valslið vetrarins. Úrvalslið Domino‘s deildar kvenna er þannig skipað: Gunn- hildur Gunnarsdóttir úr Snæfelli, Þóra Kristín Jónsdóttir úr Hauk- um, Helena Sverrisdóttir úr Val, Bríet Sif Hinriksdóttir, leikmað- ur Stjörnunnar og Bryndís Guð- mundsdóttir úr Keflavík. Helena var valin besti leikmaður deildarinnar, Brittany Dinkins úr Keflavík besti erlendi leikmaður- inn og Birna Valgerður Benónýs- dóttir úr Keflavík besti ungi leik- maðurinn. Auður Íris Ólafsdóttir úr Stjörnunni var valin besti varn- armaðurinn og Þóra Kristín var valin prúðasti leikmaðurinn. Bene- dikt Guðmundsson, KR, var valinn besti þjálfarinn. Úrvalslið Domino‘s deildar karla skipa þeir Hlynur Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson úr Stjörn- unni, Matthías Orri Sigurðarson og Sigurður Gunnar Þorsteins- son úr ÍR og Kristófer Acox, leik- maður KR. Julian Boyd úr KR var valinn besti erlendi maður deildar- innar, Hilmar Smári Henningsson úr Haukum besti ungi leikmaður- inn. Ægir Þór var valinn bæði besti varnarmaðurinn og prúðasti leik- maðurinn. Borche Illievski, þjálfari ÍR, var valinn besti þjálfarinn. Þá var Sigmundur Már Her- bertsson valinn besti dómari vetr- arins í Domino‘s deildum karla og kvenna. kgk Kvennalið ÍA tók á móti FH síð- astliðinn föstudag í sínum fyrsta heimaleik og jafnframt fyrsta leik á tímabilinu. Gestirnir úr FH eru nýliðar í Inkasso deildinni eftir að hafa fallið niður úr efstu deild fyr- ir ári, en á sama tíma voru Skaga- stúlkur hársbreidd frá því að koma sér upp og hefja nú nýtt áhlaup til að komast í deild þeirra bestu. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og augljóst að bæði lið æt- luðu sér sigur. Fyrsta mark leit ekki dagsins ljós fyrr en í síðari hálfleik þegar Selma Dögg Björgvinsdót- tir úr liði gestanna skoraði og kom FH yfir á 55. mínútu. Heimastúl- kur létu þetta ekki á sig fá og ef- tir góðan undirbúning frá Bryndí- si Rún Þórólfsdóttur náði Ólöf Si- gríður Kristinsdóttir að jafna me- tin á 63. mínútu. Ekki komu fleiri mörk frá liðunum og skildu þau því jöfn 1-1 og með sitt hvort stigið í farteskinu. Næsti leikur Skagakvenna verður gegn Fjölni á útivelli í Grafarvo- gi næsta sunnudag og hefst hann klukkan 14:00. glh ÍA og Valur áttust við í þriðju um- ferð Pepsi Max deildarinnar í fót- bolta á laugardagskvöldið. Spilað var á gervigrasinu á Hlíðarenda og voru aðstæður býsna góðar; sól, heiðskýrt, lítilsháttar gola en fremur kalt. Fyr- irfram hafði verið búist við að leik- urinn yrði brekka fyrir Skagamenn, en sú varð ekki raunin. 2-1 sigur var staðreynd og um leið fyrsta tap Vals á heimavelli í tæp fjögur ár, síðan í september 2016. Óhætt er að segja að Skagamenn hafi átt fína byrjun í mótinu og lofar ungt og sprækt lið undir forystu Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara góðu fyrir sumarið. Bæði mörk Skagamanna voru keimlík; komu eftir hornspyrnu frá Tryggva Hrafni Haraldssyni. Óttar Bjarni Guðmundsson skoraði fyrsta markið á 21. mínútu, skallaði í netið óáreittur, en síðara markið var skrif- að á Arnar Már Guðjónsson en gat einnig hafa verið sjálfsmark. Það kom skömmu fyrir leikhlé. Í síð- ari hálfveik var það Valsarinn Gary Martin, fyrrum leikmaður ÍA, sem minnkaði muninn fyrir gestgjafana á 57. mínútu úr vítaspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir fjöl- mörg tækifæri. Eftir leikinn er ÍA í 2. sæti deild- arinnar, með sjö stig eftir þrjá leiki, jafn mörg og Breiðablik í fyrsta sæti og FH í þriðja sæti. Einungis marka- talan skilur liðin að. Næsti leikur Skagamanna fer fram í kvöld, miðvikudaginn 15. maí, þegar liðið mætir FH á Akranesvelli. Leikurinn hefst kl. 19:15. mm Skallagrímsmenn þurftu að sætta sig við tap gegn Álftnesingum í annarri umferð 3. deildar karla í fótbolta á fimmtudagskvöld. Leik- urinn fór fram á Skallagrímsvelli og var vel mætt í brekkuna. Borgnesingar byrjuðu leikinn betur og voru áræðnir við mark Álftnesinga strax frá upphafi. Dæmd var rangstaða á heimamenn snemma í hálfleiknum þegar þeir héldu að þeir hefðu komist yfir. Þetta virtist trufla einbeitinguna hjá þeim gulklæddu því í næstu sókn skoruðu gestirnir að sunn- an og komust yfir þegar níu mín- útur voru liðnar af leiknum. Rétt áður en fyrri hálfleikur kláraðist nældi Konráð Ragnarsson, vara- markmaður Skallagrímsmanna, sér í rautt spjald eftir árekstur í teig við sóknarmann Álftnesinga, aðeins tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Hálf- leiks tölur voru 0-1. Í síðari hálfleik voru heimamenn óheppnir og skoruðu sjálfsmark strax á 49. mínútu. Næstu mínútur voru mikið fram og til baka og hart barist. Það var svo á 81. mínútu að brotið var á Skallagrími í teig gest- anna og víti dæmt. Viktor Ingi Jak- obsson fór á punktinn og lagði bolt- ann örugglega í netið og minnkaði þar með muninn í 1-2. Þetta virtist hafa lítil sem engin áhrif á gestina sem skoruðu aftur mínútu seinna. Eftir það virtist allur vilji heima- manna til að spila vörn farinn þar sem gestirnir bættu við tveimur mörkum til viðbótar áður en leik- urinn rann út í sandinn. Lokatölur 1-5 Álftnesingum í vil. Skallagrímur hefur þrjú stig eft- ir fyrstu tvo leiki sumarsins. Næst leika þeir við Augnablik á útivelli föstudaginn 17. maí. glh Ólöf Sigríður Kristinsdóttir nýbúin að skora jöfnunarmark ÍA. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Jafntefli í fyrsta leik Skagakvenna Finnur Jónsson. Finnur á leið til Keflavíkur Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrími er hér í sókn gegn liðsmönnum Vals. Ljósm. úr safni glh. Fjórir Vestlendingar í æfingahóp Gunnhildur Gunnarsdóttir í leik með Snæfelli í vetur. Ljósm. úr safni/ sá. Gunnhildur og Hlynur valin í úrvalsliðin Viktor Ingi Jakobsson skoraði eina mark Skallagríms í leiknum. Ljósm. sas. Stórt tap hjá Skallagrími Bæði mörk Skagamanna komu eftir hornspyrnu Tryggva Hrafns Haraldssonar. Ljósm. úr safni. Skagamenn sigruðu Val á Hlíðarenda

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.