Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 1
COMBO TILBOÐ PYLSA OG GOS* COMBO VERÐ: 549KR FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 3. tbl. 22. árg. 16. janúar 2019 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma COMBO TILBOÐ PYLSA O GOS* COMBO VERÐ: 549KR Landnámssetur í janúar sími 437-1600 Frumsýning „Farðu á þinn stað“ í flutningi Tedda löggu Laugardaginn 26. janúar kl. 20:00 Næsta sýning sunnudaginn 27. janúar kl. 16:00 Nánar um dagskrá og miðasala á landnam.is/vidburdir Borðum mat – Borðum hollan mat ! Setjum okkur heilsusamlegt markmið, verið velkomin í Landnámssetrið Grænmetis- hlaðborð í boði alla daga frá 11:30-15:00 UPPSELT 20 ÁR CO BO TILBOÐ PYLSA OG GOS* C MBO VERÐ: 5 9KR Meðan íbúar eru í fasta svefni getur verið líf og fjör við hafn- ir útgerðarbæja, enda löndun úr skipum ekki bundin við dagvinnutíma. Björg Ágústs- dóttir bæjarstjóri í Grund- arfirði fór í könnunarferð niður að höfn aðfararnótt þriðjudags, en um kvöldið og nóttina kom nafna henn- ar, Björg EA-7 skip Samherja til löndunar í Grundarfirði en einnig Hringur SH-153, annað af skipum Guðmundar Runólfssonar hf. Skemmti- lega myndasyrpu Bjargar má finna á Facebooksíðu Grund- arfjarðarbæjar, meðal annars þessa af Björg EA í hæglátu veðri meðan slydduél gekk yfir. Ljósm. bá. Líf og fjör við höfnina Vestlendingar voru 16.547 talsins 1. desember 2018, eða 4,6% af íbú- um landsins og fjölgaði um 318 frá því 1. desember 2017, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Íbúar landsins alls voru 356.671 hinn 1. desember síðastliðinn og fjölgaði um 8.451 frá því ári fyrr. Fjögur sveitarfélög á Vesturlandi hafa fleiri en eitt þúsund íbúa. Fjöl- mennasta sveitarfélag landshlutans er Akraneskaupstaður, með 7.421 íbúa, Borgarbyggð hefur 3.816 íbúa, þá Snæfellsbær 1.680 íbúa og Stykkishólmsbær 1.196. Í Grund- arfjarðarbæ búa 876, íbúar Dala- byggðar eru 670, Hvalfjarðarsveit- ar 650, í Eyja- og Miklaholtshreppi búa 117, 63 eru í Helgafellssveit og Skorradalshreppur er fámennastur með 58 íbúa. Íbúum Akraneskaupstaðar fjölg- aði um 196, í Borgarbyggð um 71, 43 í Snæfellsbæ, 18 í Stykkishólmi, fjóra í Dalabyggð og Helgafells- sveit og um tvo í Skorradalshreppi. Íbúum fækkaði hins vegar um átta í Grundarfirði og um sex í Hval- fjarðarsveit og Eyja- og Mikla- holtshreppi. Hlutfallslega mestar breytingar á íbúafjölda eru í fámennustu sveitar- félögunum. Fjögurra íbúa fjölgun í Helgafellssveit, úr 69 í 53, þýðir fjölgun upp á tæp 6,8% og tveggja manna fjölgun í Skorradal er 3,6% fjölgun. Fækkunin er hlutfallslega mest í Eyja- og Miklaholtshreppi, þar sem fækkar um sex milli ára, eða sem samsvarar 4,9% íbúafjölda. Íbúafjöldi í sveitarfélögum á Vesturlandi 1. desember 2018,má sjá í meðfylgjandi töflu, raðað frá fjölmennasta til fámennasta sveit- arfélagsins. kgk Vestlendingum fjölgaði um tvö prósent milli ára Horft í átt að Drápuhlíðarfjalli í Helgafellssveit, þar sem íbúum fjölgaði hlutfallslega mest milli ára af sveitarfélögum á Vesturlandi. Ljósm. úr safni. Sveitarfélag 1. des 2018 Breyting frá fyrra ári Breyting í % Akraneskaupstaður 7.421 +196 +2,7% Borgarbyggð 3.816 +71 +1,9% Snæfellsbær 1.680 +43 +2,6% Stykkishólmsbær 1.196 +18 +1,5% Grundararðarbær 876 -8 -0,9% Dalabyggð 670 +4 +0,6% Hvalarðarsveit 650 -6 -0,9% Eyja- og Miklaholtshreppur 117 -6 -4,9% Helgafellssveit 63 +4 +6,8% Skorradalshreppur 58 +2 +3,6% Samtals 16.547 +318 +2,0%

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.