Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 20198 Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð RVK: Séra Þórhallur Heim- isson boðar námskeið fyr- ir hjón og sambúðarfólk 4. mars næstkomandi klukk- an 19 í Reykjavík. Markmið kvöldsins er að kveikja fersk- ar hugmyndir í sambandinu, að finna nýjar leiðir til að leysa vanda, að gera gott samband betra og traustara og að skoða samskipti til að styrkja þau. Verkefni verða leyst, fyrirlestrar fluttir, æf- ingar og „mindfullness“. Í lok námskeiðsins fá þáttta- kenndur sjö vikna heima- verkefni til að styrkja sam- bandið enn frekar. Nánari upplýsingar og skráning á: thorhallur33@gmail.com og í síma 891-7562. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 5.-11. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 23.656 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 11.519 kg í þremur róðrum. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 3.205 kg. Mestur afli: Kvika SH: 3.205 kg í einum róðri. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 299.516 kg. Mestur afli: Hringur SH: 87.313 kg í tveimur löndun- um. Ólafsvík: 15 bátar. Heildarlöndun: 272.951 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 45.966 kg í fjórum róðrum. Rif: 14 bátar. Heildarlöndun: 390.408 kg. Mestur afli: Rifsnes: 87.170 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 23.697 kg. Mestur afli: Leynir SH: 11.275 kg í tveimur róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH - RIF: 68.804 kg. 7. janúar. 2. Rifsnes SH - RIF: 58.120 kg. 7. janúar. 3. Sigurborg SH - GRU: 55.841 kg. 8. janúar. 4. Örvar SH - RIF: 55.752 kg. 8. janúar. 5. Hringur SH - GRU: 51.505 kg. 6. janúar. -kgk Hilmir B Auðunsson, pípulagn- ingameistari og annar eigandi fyr- irtækisins HP pípulagnir í Borg- arnesi, segir mikinn skort vera á pípulagningamönnum og öðrum iðnaðarmönnum í Borgarnesi og nágrenni. Hann segist áhyggju- fullur yfir því hversu fáir sækja sér menntun í iðngreinum og hversu erfitt er orðið að fá fólk til starfa. Blaðamaður Skessuhorns hitti Hilmi á verkstæði fyrirtækisins í Brákarey í Borgarnesi. „Ég hef rekið þetta fyrirtæki frá árinu 2012 og það sem hefur alltaf háð okk- ur er mannekkla. Það vantar iðn- aðarmenn og þá sértaklega píp- ara og múrara hér á þessu svæði. Enda þarf að fara til Hafnarfjarð- ar að sækja sér menntun í þessum iðngreinum,“ segir Hilmir. „Ég veit allavega ekki til þess að þetta sé kennt í öðrum skólum nema að litlu marki.“ Iðnaðarmenn sóttir út fyrir Borgarnes Vegna skorts á starfskrafti hafa HP pípulagnir aðeins getað tekið við um 60% þeirra verkefna sem leit- að er til þeirra með. Það er því al- gengt að leita þurfi að iðnaðar- mönnum af höfuðborgarsvæðinu til að taka að sér verkefni í Borg- arnesi og nágrenni. „Þegar ég fer í vinnuna á morgnana verð ég allt- af var við bíla með iðnaðarmönn- um úr Reykjavík sem eru að koma hingað á svæðið til að vinna. Mér þykir það mjög leiðinlegt og ekki síst vegna þess að þessi pening- ur fer allur úr héraðinu,“ seg- ir Hilmir. „Þeir sem ráða þessa iðnaðarmenn þurfa venjulega að borga þeim aukalega fyrir akstur svo þetta er dýrara heldur en að fá heimamenn. Svo fer allt útsvar af launum þessara iðnaðarmanna suður. Ef við hefðum fleiri iðnað- armenn hér myndi það gera sveit- arfélagið öflugara,“ segir Hilmir. Góð fjárfesting að taka nema á samning Eitt sem Hilmir hefur velt fyrir sér undanfarið er hvort það væri mögu- leiki að breyta Menntaskóla Borg- arfjarðar og opna þar iðnaðardeild þar sem til dæmis væru kennd- ar pípulagningar og múrverk, því þessar iðngreinar vantar tilfinnan- lega. „Við erum með fínt iðnnám á Akranesi, bæði í smíði og rafvirkj- un. En það vantar pípara og múr- ara á þessu svæði svo kannski væri það góð viðbót við menntaskólann hér. Þetta er stórt húsnæði en nem- endafjöldi hefur undanfarið, eft- ir því sem ég best veit, verið langt undir því sem skólinn getur tek- ið við. Húsið gæti því eflaust verið betur nýtt,“ segir Hilmir og bætir því við að aðeins séu um vangavelt- ur hans að ræða. „Ég veit í raun ekki hvort þetta sé möguleiki yfir höfuð, hvað það kostar eða hvernig svona væri framkvæmt. En ég hef samt trú á því að ef vilji er fyrir hendi væri hægt að gera þetta.“ En sér Hilmir fyrir sér að iðn- nemendur í Borgarnesi gætu komist á samning þar? „Ég gæti vel hugsað mér að taka nema að mér, sérstak- lega ef það er einhver sem er lík- legur til að búa og vinna hér áfram. Það fylgir því kostnaður að taka að sér nema sem eru jafnvel blautir bakvið eyrun í þessum efnum. Þeir þurfa þjálfun og reynslu áður en vinnuveitandinn fer að fá eitthvað út úr þeim. En ég get vel hugsað mér að eyða peningum og tíma í að þjálfa upp nema ef viðkomandi gæti hugsað sér að starfa áfram hjá mér þegar reynslan og þjálfunin er komin. Það er bara góð fjárfesting að taka nema á samning og kenna honum og þjálfa ef hann myndi svo vera í svona fimm ár eða lengur,“ segir Hilmir og brosir. „Ég hef tek- ið að mér nema einu sinni og hann keppti svo á Íslandsmeistaramóti í pípulögnum og „stútaði“ keppn- inni. Ekki að ég sé að halda því fram að ég eigi einhvern þátt í því,“ segir Hilmir og hlær. Iðnmenntun ekki síðri en háskólamenntun Hilmir hefur líka áhyggjur af því að krökkum sé frekar beint inn á bók- námsbrautir en iðnnám að loknum grunnskóla og að stefnan sé alltaf sett á háskólanám. Hann segist vilja sjá iðnnámi gert hærra undir höfði en hefur verið undanfarin ár, það sé líka góður kostur fyrir marga. „Ég vil alls ekki lasta háskólamenntun á neinn hátt, enda er mikilvægt að fólk sæki líka menntun þangað. En ég vil samt ekki að krakkar haldi að það eigi alltaf að vera stefnan og að þeir sem fari í iðnnám séu annars flokks. Iðnaðarmenn vinna mikil- væg störf og það er alveg hægt að fá góð laun sem iðnaðarmaður. Ég hugsa meira að segja að margir iðn- aðarmenn séu með töluvert hærri laun en margir háskólamenntað- ir,“ bætir hann við. „Við verðum líka að átta okkur á því að bakvið einn verkfræðing eru nokkrir iðn- aðarmenn og þessi hlutföll mega ekki snúast við. Það er ekki hægt að hafa einn mann á hamrinum bakvið hverja tíu verkfræðinga,“ segir hann með festu. Hefur ekki mannskap í stóru verkin Hjá HP pípulögnum eru þrír til fjórir starfsmenn hverju sinni en Hilmir hefur auglýst eftir fleiri starfsmönnum með reglubundnu millibili síðustu tvö ár en án ár- angurs. „Það er bara engin píp- ari á þessu svæði og frekar tak- markaður áhugi að fara að læra. En við höfum næg verkefni,“ segir Hilmir og bendir blaða- manni á töflu á veggnum. Þar er þétt skrifaður listi yfir verk sem bíða þeirra hjá HP pípulögnum. „Þetta er hluti af því sem bíður bara eftir okkur og þarna er tafla sem ég á eftir að setja upp því hin er of lítil,“ segir hann og bend- ir blaðamanni á töluvert stærri töflu á gólfinu. „Ef það myndu koma til mín svona fjórir pípar- ar í dag í leit að vinnu gæti ég komið þeim í verkefni strax. Mér þykir svo leiðinlegt að við sjáum tækifærin og sjáum góðærið sem er í gangi en við getum ekki tek- ið fullan þátt í því. Ég veit að þó ég tali um að það vanti pípara hér á þessu svæðið er þetta ekki eina svæðið. Það vantar bara pípara alls staðar, og iðnaðarmenn al- mennt,” segir Hilmir. „Því miður höfum við ekki mannskap í stóru verkin hér í Borgarbyggð en við erum mikið að vinna í sumarhús- um og hér í kring. Ásamt því að þjónusta fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Það væri því alveg rosa- lega gott fyrir nema að koma til okkar. Svona lítil fyrirtæki eins og þetta eru oftast með mun fjöl- breyttari verk en stærri fyrirtæki. Nemar myndu því alltaf fá mjög fjölbreytta þjálfun hjá okkur.“ Reynir að gera vel við starfsmenn Hilmir vann um tíma í Noregi þar sem hann var verkstjóri með nokkra undirmenn. Þar segist hann hafa lært mikilvægasta þátt- inn í fyrirtækjarekstri. „Eigandi fyrirtækisins sagði einu sinni sem oftar á fundi: „Fyrirtæki er mann- auðurinn,“ og þetta hefur setið eftir hjá mér. Fyrirtæki er fyrst og fremst mannskapurinn sem hjá því vinnur og þá skiptir miklu máli að vera með góða menn í vinnu. Og reyna að gera vel við þá. Þeir sem vinna fyrir okkur eru með okkar orðspor svo við verðum að geta treyst þeim fyrir því. En til þess að við getum gert það verðum við líka að koma þannig fram við starfsmenn að þeir fari vel með okkar orðspor,“ segir Hilmir og bætir því við að þeir leggi mikla áherslu á að starfsmenn hjá þeim vilji vinna hjá þeim áfram og þá sé lykilþáttur að borga starfsmönn- um laun við hæfi og gera þannig vel við þá að þeir vilji vera áfram. „Það er vel hægt að fá góð laun sem iðnaðarmaður og ég legg alltaf áherslu á að reyna að borga starfsmönnum mínum í samræmi við þann pening sem þeir skapa fyrirtækinu.“ Aðspurður hvort pípulagningar séu fyrir alla segir Hilmir svo vera. „Ef viðkomandi hefur áhuga og vill vinna við þetta þá; já. Það eru ekki margar stelpur í þessu fagi og kannski halda sumir að það sé lík- amlega erfitt að vera pípari en svo er ekki. Þú þarft ekki að geta bor- ið sérstaklega þunga hluti eða vera neitt sérstaklega sterkur. Að vera pípari hentar því bara öllum þeim sem vilja. Ég vona bara að fleiri fari að skoða iðnnám og að við fáum fleiri iðnaðarmenn hingað í Borgarnes. Það er minn draumur að fyrirtækin hér í Borgarnesi geti sjálf mannað störfin í verkefnun- um hér á svæðinu. Þannig höld- um við peningunum hér í okkar byggð og getum orðið enn sterkar samfélag,“ segir Hilmir að end- ingu. arg Skortur á pípulagningamönnum í Borgarbyggð Vill að skoðað verði hvort menntaskólinn geti boðið upp á iðnnám Hilmir B Auðunsson, pípulagningameistari og annar eigandi fyrirtækisins HP pípulagnir í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.