Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 201922
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Viltu þú láta seinka klukkunni
um eina klukkustund?
Spurni g
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Gunnbjörn Arnljótsson
Nei, mér finnst þetta fínt eins og
þetta er.
Þórey Björnsdóttir
Já.
Carl Jóhann Gränz
Nei.
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir
Já, ég vil það.
Sigurgeir Ingimarsson
Nei.
Lionsklúbbur Nesþinga, Leikfélag
Ólafsvíkur og Slysavarnadeildin
Helga Bárðardótti stóðu fyrir kút-
magakvöldi á Hellissandi um liðna
helgi. Þessi þrjú félög hafa í mörg
ár staðið fyrir mikilli fiskréttaveislu
í áratugi þar sem kútmagi er í há-
vegum hafður. Kútmagakvöldið er
opið öllum þeim sem náð hafa sex-
tugsaldri og er haldið í félagsheim-
ilinu Röst. Stendur undirbúning-
ur yfir alla vikuna fyrir samkom-
una. Að þessu sinni mættu ríflega
90 gestir, skemmtu sér vel og létu
vel af matnum. Þau Trausti Leó og
Kristbjörg spiluðu og sungu nokk-
ur lög gestum til ánægju. Að því
loknu var komið að ásadansinum
en kvöldinu lauk svo með dansleik
þar sem hljómsveitin B4 úr Búðar-
dal hélt uppi fjörinu.
þa
Árlegt kútmagakvöld
á Hellissandi
Fyrstu leikir nýs árs í bæði 2. og
3. deild karla í körfuknattleik fóru
fram um helgina.
Grundfirðingar tóku á móti B-
liði Þórs Akureyri á laugardaginn og
þurftu að játa sig sigraða með átta
stiga mun, 70-78. Grundfirðingar
eru í sjöunda sæti 3. deildarinnar
með tvö stig eftir sex leiki, tveimur
stigum á eftir næstu liðum fyrir ofan
en eiga leik til góða. Næst mæta
þeir Breiðabliki B á föstudaginn, 19.
janúar næstkomandi. Sá leikur fer
fram í Grundarfirði.
Skagamenn öttu kappi Álft-
nesinga, topplið 2. deildar karla á
sunnudag og máttu sætta sig við
stórt tap, 117-70. ÍA er í fjórða sæti
deildarinnar með 10 stig eftir tíu
leiki, jafn mörg og liðin í kring en
hafa þó leikið tveimur leikjum meira
en KR B sem er í sætinu fyrir ofan.
Næst leikur ÍA gegn Stál-úlfi. Sá
leikur fer fram á Akranesi sunnu-
daginn 30. janúar.
kgk/ Ljósm. úr safni/ jho.
Tap hjá Grund-
firðingum og ÍA
Knattspyrnufélag ÍA samdi í liðinni
viku við Jón Gísla Eyland Gísla-
son. Gengur hann til liðs við ÍA frá
Tindastóli. Jón Gísli er fæddur árið
2002 og hefur spilað 37 leiki með
meistaraflokki Tindastóls og skor-
að í þeim eitt mark. Þá á hann að
baki 13 leiki með U17 ára landsliði
Íslands og þrjá leiki með U16.
Á vefsíðu KFÍA er haft eftir Jó-
hannesi Karli Guðjónssyni, þjálfara
meistaraflokks ÍA, að hann sé him-
inlifandi með komu Jóns Gísla til
liðsins. Þar fari ungur og efnilegur
leikmaður sem eigi framtíðina fyr-
ir sér. „Einnig er þetta gott dæmi
um afreksstefnu félagsins sem sýn-
ir fram á mikilvægi samstarfsins við
Fjölbrautaskóla Vesturlands um
að gefa ungum og efnilegum leik-
mönnum kost á að stunda íþróttir
og sækja nám á sama tíma.“
kgk
Jón Gísli Eyland til ÍA
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA
og Jón Gísli Eyland Gíslason við undir-
ritun samningsins. Ljósm. KFÍA.
Snæfellingar máttu játa sig sigraða
gegn Selfossi, 58-72, þegar lið-
in mættust í 1. deild karla í körfu-
knattleik í Stykkishólmi á föstu-
dagskvöld.
Snæfell byrjaði betur og komst
í 8-0 áður en gestirnir að sunnan
skoruðu fyrstu stigin sín. Áfram
voru Hólmarar sterkari og leiddu
12-6 þegar komið var fram yfir
miðjan fyrsta leikhluta. Þá tóku
gestirnir góða rispu og náðu að
komast yfir áður en upphafsfjórð-
ungurinn var úti, 14-16. Snæfell-
ingar tóku forystuna á nýjan leik í
upphafi annars leikhluta en gest-
irnir náðu henni aftur skömmu
síðar og leiddu með níu stigum í
hléinu, 28-37.
Selfyssingar héldu um það bil
sama forskoti framan af þriðja
leikhluta og þó Snæfellingar væru
aldrei langt undan tókst þeim ekki
að gera atlögu að gestunum. Stað-
an fyrir lokafjórðunginn var 46-57
fyrir Selfoss. Liðin héldu upptekn-
um hætti framan af fjórða leik-
hluta. Seint í leikhlutanum náðu
gestirnir góðum kafla og 18 stiga
forskoti sem lagði grunn að sigri
þeirra. Snæfell náði aðeins að laga
stöðuna á lokamínútum leiksins en
varð að endingu að sætta sig við 14
stiga tap, 58-72.
Dominykas Zupkauskas var at-
kvæðamestur í liði Snæfells með
17 stig og sex stoðsendingar. Dar-
rel Flake skoraði 14 stig og tók 13
fráköst og Ísak Örn Baldursson var
með ellefu stig og fimm fráköst.
Marvin Smith jr. skoraði 29 stig
og tók 14 fráköst í liði Selfyssinga.
Næstur honum kom Chaed Brand-
on Wellian með ellefu stig en aðrir
höfðu minna.
Eftir tólf leiki er Snæfell án sig-
urs í botnsæti deildarinnar, tveim-
ur stigum á eftir Sindra í sætinu
fyrir ofan en á leik til góða. Næst
leikur Snæfell gegn toppliði Þórs
Ak. norður á Akureyri föstudaginn
18. janúar. kgk
Snæfellingar töpuðu heima
Ísak Örn Baldursson og félagar hans
í Snæfelli eru enn í leit að fyrsta sigri
vetrarins. Ljósm. sá.
Snæfellskonur töpuðu naum-
lega gegn Keflavík, 78-82, í stór-
leik sextándu umferðar Dom-
ino‘s deildar kvenna í körfuknatt-
leik á mánudagskvöld. Leikið var
í Stykkishólmi og var þetta fyrsta
tap Hólmara á heimavelli í vetur.
Gestirnir skoruðu fyrstu stigin en
Snæfellskonur voru sterkari í fyrsta
leikhluta og leiddu með fimm stig-
um að honum loknum, 20-15. Þær
juku muninn í ellefu stig snemma í
öðrum fjórðungi áður en Keflavík
náði að svara fyrir sig og minnka
forskotið í fjögur stig. Snæfell
náði síðan góðum leikkafla undir
lok fyrri hálfleiks og fóru með tólf
stiga forskot inn í hléið, 42-30.
Jafnræði var með liðunum í upp-
hafi síðari hálfleiks en eftir það
voru Keflavíkurkonur sterkari.
Smám saman minnkuðu þær mun-
inn í tvö stig og leikurinn var hníf-
jafn síðustu mínútur þriðja leik-
hluta. Snæfell leiddi 57-55 fyrir
lokafjórðunginn og leikurinn gal-
opinn.
Snæfellskonur náðu fimm stiga
forystu snemma í fjórða leik-
hluta en Keflvíkingar gættu þess
að missa þær ekki lengra fram úr
sér. Þær minnkuðu muninn í tvö
stig og náðu að komast yfir þeg-
ar tvær mínútur voru eftir og stela
sigrinum. Tilraunir Snæfells til að
ná forystunni að nýju á lokamínút-
unum báru ekki árangur og því fór
sem fór. Lokatölur í Stykkishólmi
voru 78-82, gestunum í vil.
Angelika Kowalska var stigahæst
í liði Snæfells með 27 stig og tók
hún fimm fráköst að auki. Kristen
McCarthy skoraði 25 stig, tók tíu
fráköst og gaf átta stoðsendingar
en aðrar komust ekki í tveggja stafa
tölu á stigatöflunni.
Brittany Dinkins var allt í öllu í
liði Keflavíkur og átti sannkallaðan
stórleik. Hún skoraði 41 stig, tók
14 fráköst og gaf níu stoðsending-
ar. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var
með 18 stig og Bryndís Guðmunds-
dóttir tíu stig og átta fráköst.
Snæfell hefur 22 stig í þriðja sæti
deildarinnar, tveimur stigum á eft-
ir Keflavík í sætinu fyrir ofan og
toppliði KR, en Vesturbæjarliðið
á þó leik til góða. Næst leika Snæ-
fellskonur miðvikudaginn 23. janú-
ar næstkomandi, þegar þær mæta
Stjörnunni á útivelli.
kgk
Fyrsta tapið á heimavelli í vetur
Kristen McCarthy og liðsfélagar hennar í Snæfelli töpuðu fyrsta leiknum á heima-
velli í vetur þegar Keflavík stal sigrinum á lokamínútunum. Ljósm. sá.