Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 13
og sent Skipulagsstofnun til staðfest-
ingar. Við erum að vona að það ferli
taki ekki mikið meira en þrjá mán-
uði,“ segir hann. „Um leið og það er
klárt þá er stefnan að hefjast handa.
Við höfum komist að samkomulagi
við traustan rekstraraðila um rekstur
hótelsins og ekki eftir neinu að bíða,“
bætir hann við. Hann segir löngu
tímabært að reisa hótel á Akranesi.
„Akranes verður ekki bær með bæj-
um fyrr en hér rís hótel. Ef áhugi er
fyrir því að vera á annað borð með
í ferðaþjónustunni og bara almenn-
um samskiptum fólks í framtíðinni
þá liggur í augum uppi að það verður
að koma hótel í bæinn. Hingað koma
afar fá tækifæri sem annars myndu
bjóðast með hóteli og má þar nefna
hvata-, starfsmannaferðir, árshá-
tíðir fyrirtækja og minni ráðstefn-
ur ásamt ýmsum öðrum viðburðum.
Þegar búið er að reisa hótelið má bú-
ast við að aðrir áhugasamir taki við
sér og taki af skarið í annarri þjón-
ustu og afþreyingu. Bæjaryfirvöld og
bæjarbúar verða að spýta í lófa í þess-
um málum, því við hér á Akranesi
eigum mikið inni í ferðaþjónustunni
og tækifæri til að gera miklu betur
en við höfum gert hingað til. Ég er
bjartsýnn á að svo verði.“
„Glæsilegasta bygg-
ingarland á Íslandi“
Bjartsýni Engilberts nær út fyrir
þau verkefni sem hann vinnur bein-
línis að þessa dagana. Hann horf-
ir til framtíðar og segir að á Akra-
nesi í heild sjái hann mörg tækifæri.
„Ef við lítum til Dalbrautarreitsins
þá á að fara að byggja fyrsta húsið
þar og síðan er það það Sements-
reiturinn. Vonandi gengur allt upp
þar hjá bænum. Sementsreiturinn
er glæsilegasta byggingarlandið á
Íslandi í dag, ég leyfi mér að full-
yrða það, og felur í sér mikil tæki-
færi fyrir Akranes,“ segir Engilbert.
„Það hefur sýnt sig undanfarin ár að
fólk vill búa hér. Reykjavík er bara
óðum að verða of dýr og fólk lítur í
auknum mæli til Akraness sem væn-
legs búsetukosts. Mín skoðun er sú
að bærinn sé mjög góður kostur fyr-
ir margra hluta sakir. Til dæmis eru
í umræðunni veggjöld og tollar inn
og út úr Reykjavík þannig að Akra-
nes hlýtur að koma vel til álita hjá
mörgum og þá er mikilvægt að fólk
geti sótt þá þjónustu og afþreyingu
sem það óskar án þess að vera ei-
líft á ferðinni til Reykjavíkur. Ak-
urnesingar eiga að líta með opnum
huga á öll ný atvinnutækifæri, stór
sem smá, og standa þétt við bakið á
þeim sem eru hér fyrir. Við þurfum
að fjölga hér verðmætari störfum
og reyna að draga til okkar störf úr
stjórnsýslunni og einkageiranum frá
Reykjavík. Pólitíkin hér er blanda af
reynsluboltum og nýju fólki sem er
að venjast pólitíkinni. Við erum með
mjög öflugan bæjarstjóra sem er
mjög fókuseraður á að Akranes nái
að vaxa og dafna til framtíðar og al-
mennt eru Akurnesingar toppfólk,“
segir hann. „Þannig að hér er allt á
fullri ferð og ég er bjartsýnn á fram-
haldið,“ bætir hann við. „Markað-
urinn og bankarnir eru reyndar að-
eins að halda að sér höndum akkúr-
at núna vegna yfirstandandi kjara-
samningagerðar og það hefur áhrif
á ýmis mál, meðal annars gengi
gjaldmiðla og hlutabréfa og starfs-
mannamál. Vonandi leysist það á
farsælan hátt. Í framtíðinni vona ég
líka að bæjaryfirvöld standi þétt við
bakið á þeim aðilum sem hér eru
að taka af skarið og leggist á eitt
með þeim við að lyfta bænum á enn
hærra plan,“ segir Engilbert Run-
ólfsson að endingu.
kgk
Næstkomandi föstudag verður
Föstudagurinn Dimmi haldinn í
þriðja sinn í Borgarnesi. Þá eru íbú-
ar hvattir til að hvíla raftækin í einn
dag og draga fram vasaljósin og
kertin og eiga notalega stund; spila,
segja sögur og spjalla saman. „Minn-
umst gamla tímans og þökkum fyr-
ir nútímaþægindi. Þetta er áskorun
um að hvíla síma, netið og kaffivél-
ar eftir bestu getu og finna skemmti-
legar lausnir t.d. draga fram prímusa
og gasgrill,“ segir á Facebooksíðu
viðburðarins. Meðal dagskrárliða
þennan dag verður afslappað hádegi
með þjóðlegu matarívafi í Safnahúsi
Borgarfjarðar. Geir Konráð segir
draugasögur í rjóðrinu í skógrækt-
inni við Bjarg og um kvöldið verð-
ur hægt að skrá sig í gong-samflot
Leggja raftækjunum í einn dag
Opið hús / kynningafundur vegna fyrirhugaðra breyt-
inga á skipulagi verður föstudaginn 18. janúar 2019 frá
kl. 12:30 til 17:00 á 1. hæð að Stillholti 16-18.
Aðalskipulag Miðbæjarsvæðis
Breytingin felst í að gefa kost á auknum sveigjanleika í
bílastæðamálum þar sem áform eru um aukinn
þéttleika byggðar.
Breyting á deiliskipulagi Stofnanareits
vegna Kirkjubraut 39
Breytingin felst í að nýtingarhlutfall lóðar er hækkað,
hámarksfjöldi hæða verður fjórar í stað þriggja og á
lóðinni verður húsnæði fyrir hótel í stað skrifstofu-
eða opinberrar byggingar.
Eftir kynningu (Opið hús) á ofangreindum skipulags-
breytingum (skipulagsgögnum) verða þau lögð fyrir
afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar
skipulagsbreytingarnar mun frestur til að gera
athugasemdir við þær vera að minnsta kosti 6 vikur.
Opið hús / kynningafundur
í sundlauginni í Borgarnesi. Nán-
ari upplýsingar er hægt að finna á
Föstudagurinn DIMMI á Facebo-
ok. arg
Arctic Adventures hf. og Icelandic
Tourism Fund (ITF) hafa gert sam-
komulag um sameiningu Into the
Glacier ehf. og Arctic Adventures.
ITF hefur einnig selt Arctic Ad-
ventures hluti í fjórum afþreyingar-
fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem eru
með starfsemi víðsvegar um landið;
Óbyggðasetrinu í Fljótsdal, Raufar-
hólshelli, Borea Adventures á Ísa-
firði og leiksýningunni „Icelandic Sa-
gas - The greatest hits“ sem sýnd er
í Hörpu.
Arctic Adventures hf. starfar á sviði
afþreyingar í ferðaþjónustu. Fyrir-
tækið hefur vaxið hratt síðustu ár og
hefur rekstur þess gengið vel. Into
the Glacier rekur íshelli í Langjökli
sem var opnaður 2015 og hefur að-
sóknin verið góð allt frá opnun og
rekstur gengið vel. Samanlögð velta
Arctic Adventures og Into the Gla-
cier árið 2018 er tæplega sjö millj-
arðar króna og hjá þeim starfa um
300 manns. Viðskiptavinir Arctic Ad-
ventures voru 250.000 á síðasta ári og
63.000 manns heimsóttu íshellinn.
Jón Þór Gunnarsson forstjóri
Arctic Adventures segir markmið
félagsins vera að skapa öflugt og
samkeppnishæft félag sem sé bet-
ur í stakk búið til að takast á við þá
alþjóðlegu samkeppni sem íslensk
ferðaþjónusta á í. „Afþreying fyrir
ferðafólk er lykilþáttur í íslenskri
ferðaþjónustu og eiga fyrirtækin
í þessum geira í sívaxandi alþjóð-
legri samkeppni. Með sameiningu
við Into the Glacier og kaupum í
fjórum öðrum fyrirtækjum getur
Arctic Adventures nú boðið upp á
þjónustu í beinu samstarfi við ferð-
þjónustuaðila í öllum landshlutum
sem skiptir okkur miklu máli.“
mm
Arctic Adventures og
Into the Glacier sameinast
Svipmynd úr ísgöngunum í Langjökli.
Svona gætu Asparskógar 18 húsið litið
út, en Engilbert tekur þó fram að hér sé
einungis um fyrstu hugmyndir að ræða.
Teikning að 56 eða 58 herbergja hóteli sem stefnt er á að reisa við Kirkjubraut
39 á Akranesi. Núverandi hús verður rifið og hótelið byggt á lóðinni. Verkefnið er
í skipulagsferli og vonast eigendur Uppbyggingar til þess að framkvæmdir geti
hafist í vor.