Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 15 Kvikmyndahátíðin Borgarnes Film Freaks verður haldin í Borgarnesi dagana 24. til 26. janúar næstkom- andi. Er þetta í annað skipti sem há- tíðin er haldin, en einnig var blás- ið til hennar í fyrra. Að þessu sinni verða myndirnar annars vegar sýnd- ar á Sögulofti Landnámssetursins á fyrsta kvöldi hátíðarinnar og hins vegar í Félagsmiðstöðinni Óðali á föstudag og laugardag í næstu viku. Vel að merkja var Óðal lengi vel kvikmyndahús Borgnesinga. Stjórn hátíðarinnar skipa þau Mic- helle Bird og Halldór Óli Gunnars- son, sem stofnuðu fyrst til hátíðar- innar á síðasta ári, ásamt Eiríki Þór Theodórssyni. Í haust var opnað fyr- ir umsóknir og listamenn og kvik- myndagerðafólk sendu inn hvorki fleiri né færri en 896 umsóknir. „Við fengum inn alveg bunka af mynd- um, mun meira en við áttum von á. Síðan tókum við um tvo mánuði í að fara í gegnum allar myndirnar, sem var dálítið strembið, en að lokum völdum við þessar 29 myndir sem verða sýndar á hátíðinni. Þær mynd- ir koma hvaðanæva að úr heiminum, frá samtals 16 löndum. Við erum mjög ánægð með þessar myndir sem við völdum og teljum sýningar á þeim kjörið tækifæri fyrir fólk að koma og sjá myndir sem það myndi annars ekki sjá,“ segir Halldór Óli í samtali við Skessuhorn. „Eftir að við völdum myndirnar höfðum við samband við leikstjórana og buðum þeim að koma og taka þátt í hátíðinni. Fulltrúar frá átta til tíu myndum hafa boðað komu sína. Að loknu hverju sýningarkvöldi verður „spurt og svarað“ þar sem áhorfend- ur geta spurt leikstjóra um allt sem þeim dettur í hug sem tengist mynd- unum þeirra eða kvikmyndagerð almennt. Ef vill fræðast um kvik- myndagerð er þetta kjörið tækifæri, því það getur verið mjög fróðlegt að hlusta á leikstjóra tala um myndirnar sínar,“ bætir hann við. Hátíðin vex úr grasi Halldór segir að hátíðin í ár sé tölu- vert stærri í sniðum en fyrsta hátíð- in sem haldin var í fyrra. „Þetta er töluvert stökk frá fyrstu hátíðinni, sem var bara pínulítil. Borgarnes Film Freaks er stærra umfangs núna sem er mjög spennandi. Við erum að reyna að stækka hátíðina hægt og bítandi ár frá ári,“ segir hann. „Há- tíðin nýtur styrks úr Uppbygging- arsjóði Vesturlands. Auk þess hafa fyrirtæki í bænum lagt okkur lið og sjálfboðaliðar lagt hönd á plóg. Það er ómetanlegt og við erum afar þakklát fyrir það,“ bætir hann við. „Með hátíðinni erum við aðeins að hverfa aftur til bíómenningarinnar sem var áður fyrr hér í Borgarnesi. Ég fór sjálfur mikið í bíó í Óðali þegar ég var yngri. Frá því herinn kom með fyrstu vélarnar hingað í Borgarnes á stríðsárunum og byrj- aði að sýna í gamla samkomuhúsinu voru sýndar bíómyndir í bænum fram undir árið 2010. En undan- farin ár hafa þær legið niðri. Okkur langar að endurvekja þessa stemn- ingu en líka bara gera eitthvað að- eins öðruvísi sem er samt spennandi og skemmtilegt,“ segir hann. Dagur í lífi Palla Egils Vert er að vekja sérstaka athygli á einni kvikmynd hátíðarinnar, sem er eftir Borgnesing um Borgnesing. Það er kvikmynd Gunnhildar Lind Hansdóttur, Dagur í lífi Palla Egils, sem sýnd verður að kvöldi fimmtu- dags á Sögulofti Landnámsseturs- ins. „Stefna okkar í stjórninni er að á hverju ári verði sýnd mynd eft- ir heimamann á hátíðinni og skapa þannig tækifæri fyrir viðkomandi kvikmyndagerðarmann að sjá mynd- ina sína á stóru tjaldi. Ég vissi af þessari mynd Gunnhildar og spurði hvort hún vildi ekki sýna hana á há- tíðinni, sem hún tók vel í. Myndin er mjög fróðleg fyrir þá sem þekkja til Palla Egils. Hún fylgdi honum eftir einn dag og úr varð þessi tíu mínútna stuttmynd sem er ákaflega vel gerð og skemmtileg. Ég hvet alla Borgnesinga og þá sem þekkja til Palla sérstaklega til að kíkja á hana í Landnámssetrinu að kvöldi fimmtu- dags. Fjölskyldan hans Palla er reyndar svo stór að við gætum þurft að sýna hana aftur á laugardaginn,“ segir Halldór léttur í bragði. „Góður kokteill“ En kvikmyndirnar á hátíðinni eru eins mismunandi og þær eru margar. „Þetta er bara mjög góður kokteill af skemmtilegum og áhugaverðum myndum. Margar stuttmyndir eru á hátíðinni í ár, myndir sem eru styttri en klukkutími. Eina kvikmyndin sem er í fullri lengd er myndin Pol- terheist, sem er mjög skemmtileg glæpamynd með svona hrollvekjuí- vafi. Hún verður sýnd á föstudags- kvöld, en þá er hryllingsmynda- kvöld á hátíðinni. Sýndar verða sex mjög góðar hryllingsmyndir en rétt er að geta þess að börn yngri en 12 ára þurfa að mæta í fylgd foreldra á hryllingsmyndakvöldið,“ segir Hall- dór. „Aðgangur að öllum sýningar- kvöldum er ókeypis og ekkert því til fyrirstöðu að sjá sig. Þá geta þeir sem deila viðburðinum okkar á Facebo- ok eða Instagram sýnt okkur það í sjoppunni og fengið frían popppoka að launum. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að láta sjá sig. Svona lag- að lífgar upp á janúarmánuð og það hleypir birtu í lífið að kíkja í bíó, fá sér gott popp og kók og horfa á skemmtilegar myndir,“ segir Hall- dór Óli Gunnarsson að endingu. kgk Kvikmyndahátíðin Borgarnes Film Freaks á næsta leyti „Hleypir birtu í lífið að kíkja í bíó og horfa á skemmtilegar myndir“ Stuttmynd um dag í lífi Palla Egils verður sýnd á hátíðinni. Ljósm. glh. Skot úr kvikmyndinni Polterheist, glæpamynd með hrollvekjuívafi, sem er eina kvikmyndin í fullri lengd sem sýnd er á hátíðinni að þessu sinni. Stjórn Borgarnes Film Freaks skipa þau Halldór Óli Gunnarsson, Michelle Bird og Eiríkur Þór Theodórsson. Ljósm. aðsend. Að kvöldi þriðjudagsins 18. nóvem- ber árið 1919 komu saman fáein- ar konur í herbergi í húsi við Aðal- stræti 8 í Reykjavík. Þær voru þarna saman komnar í þeim tilgangi að stofna nýtt félag; „Félag íslenskra hjúkrunarkvenna,“ sem hafði þann tilgang að hjálpa stúlkum sem vildu læra hjúkrunarstörf að fara til Dan- merkur til náms. Á þessu ári eru því liðin hundrað ár frá stofnun þessa félags sem í dag hefur fengið nafnið Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í tilefni afmælisins mun félagið standa fyrir viðburðum reglulega allt árið, suma aðeins ætlaða hjúkrunarfræð- ingum, en aðra opna viðburði fyrir almenning. Formaður afmælis- deildar Steinunn Sigurðardóttir hjúkrun- arfræðingur starfaði í yfir fjóra ára- tugi á Sjúkrahúsi Akraness sem síð- ar varð Heilbrigðisstofnun Vestur- lands, en hún lét af störfum 2012. Hún hefur þó langt í frá sagt skil- ið við heilbrigðismálin og er í dag formaður afmælisnefndar Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Hún segir að meðal þess sem félagið vilji gera í tilefni afmælisins er að kynna hjúkrunarfræði betur fyrir almenn- ingi, bæði námið og starfið. „Starf hjúkrunarfræðinga er mjög fjöl- hæft og það gera sér ekkert all- ir grein fyrir því hversu veigamikið hlutverk hjúkrunarfræðingar hafa í samfélaginu,“ segir Steinunn þeg- ar Skessuhorn hitti hana að máli ásamt Fanneyju Svölu Óskarsdóttur sem er formaður deildar hjúkrun- arfræðinga á Akranesi og nágrenni. Félagið er deild innan Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Hún er skurðhjúkrunarfræðingur og starfar á skurðstofunni á Heilbrigðisstofn- un Vesturlands á Akranesi. Hjúkrunarfræðingar starfa víða Af tilefni aldarafmælis Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga ætlar stjórn deildar hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni að standa fyr- ir því á afmælisárinu að birta grein- ar eftir hjúkrunarfræðinga í Skessu- horni. Greinararnar verða birtar jafn og þétt yfir afmælisárið. Í þess- um greinum fá lesendur smá innsýn í þau fjölbreyttu störf og áskoran- ir sem hjúkrunarfræðingar fást við. „Störf hjúkrunarfræðinga eru mjög fjölbreytt og eiga sér ekki endilega alltaf stað innan heilbrigðisstofn- ana,“ segir Fanney Svala og Stein- unn tekur undir. „Þeir starfa einn- ig í skólum, hjúkrunarheimilum, í einkageiranum og jafnvel innan fyr- irtækja. Það starfar til dæmis hjúkr- unarfræðingur hjá Norðuráli,“ seg- ir Fanney Svala. „En vissulega eru margir sem starfa innan heilbrigðis- stofnana og jafnvel á fleiri en einum starfsvettvangi,“ bætir Steinunn við. „En ég held að það sé margt sem al- menningur veit ekki um störf hjúkr- unarfræðinga, eðlilega. Sem dæmi erum við með hjúkrunarmóttöku á heilsugæslustöðinni á Akranesi. Ég er viss um að það eru margir íbú- ar sem vita ekki hvaða þjónustu er hægt að sækja þangað og því viljum við breyta,“ segir Steinunn. „Það er okkar von að fólk lesi greinarnar og sjái þannig það mikilvæga hlut- verk sem hjúkrunarfræðingar gegna. Og kannski líka hversu skemmtilegt starfið getur verið,“ segja þær að lokum. arg Hjúkrunarfræðingar kynna störf sín á afmælisári Fanney Svala Óskarsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.