Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 201920 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda 2016-2019 var sam- þykkt á Alþingi í maí 2016. Áætl- unin byggir á fimm skilgreindum þáttum eða stoðum. Félags- og jafnréttismálaráðherra, sem hann þá hét, svaraði skriflegri fyrirspurn undirritaðs fyrir nær ellefu mánuð- um og kvað tveimur þáttum áætl- unarinnar lokið, þeim sem lúta að rannsókn á stöðu og líðan flótta- fólks og öðrum sem snýr að bættu eftirliti með vinnustöðum. Óljóst er hins vegar með vinnu við þá þrjá mikilvægu þætti sem eftir standa. Framkvæmdaáætlun marklaus Það er dapurlegt vitni um afstöðu stjórnvalda hversu ómarkvisst er unnið að framvindu þessa mikil- væga málaflokks, framkvæmdaáætl- unar í málefnum innflytjenda. Það virðist augljóst að báðir þeir veiga- miklu þættir sem sagðir eru full- mótaðir eru í reynd í uppnámi. Á sama tíma og ráðherra lýsir því yfir að umbótum á högum innflytjenda á vinnumarkaði sé lokið, þá er end- urtekið ljóstrað upp um stórfelld svik og undirboð og að illa sé búið að starfsfólki sem komið er til Ís- lands í góðri trú. Vönduð úttekt í fréttaþættinum Kveik fyrir nokkr- um mánuðum er flestum enn í fersku minni. Í svari ráðherra um það hvernig eyrnamerktu fé til áætlunarinnar hefði farnast kom fram, að samtals hefði á tímabilinu verið gert ráð fyr- ir 201 milljón króna til verkefnisins. Af þeirri upphæð hefði 36,6 millj- ónum verið ráðstafað í þau verkefni sem ýmist væri lokið eða unnið að. Með öðrum orðum, mest af fénu sem átti að verja til uppbyggingar og þróunar í innflytjendamálum liggur enn óhreyft, grafið í skúffu félags- og barnamálaráðherra. Stefna í málefnum innflytjenda Þessar óviðunandi aðstæður eru hvati að þingsályktunartillögu sem undirritaður hefur nú lagt fram á Alþingi ásamt þingmönnum Sam- fylkingarinnar. Um er að ræða til- lögu sem tekur á öllum þáttum málefna innflytjenda, að Ísland móti sér heildræna stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátt- töku í íslensku samfélagi með sér- stakri áherslu á félagsleg réttindi, heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnuþátttöku í anda fjölmenn- ingar sem við viljum hlúa að með öllum ráðum. Öflugur liðsauki Í ársbyrjun 2017 bjuggu á Íslandi um 36.000 innflytjendur og hafði fjölgað umtalsvert frá fyrra ári og eru nú orðnir ríflega 44.000 tals- ins. Við munum væntanlega sjá óbreytta þróun áfram. Innflytjend- ur á Íslandi og fjölskyldur þeirra koma frá öllum heimshornum en fulltrúar frá nær 170 þjóðlöndum eru um þessar mundir með bú- setu á Íslandi. Lang flestir innflytj- enda eru frá Póllandi eða nærfellt 40% en næst fjölmennastir en mun færri eru Litháar, Filippseyingar og Danir. Þessi öflugi liðsauki starfar við hlið íslenskra kollega á hinum líflega vinnumarkaði okkar, í iðn- aði, verslun og þjónustu, á vísinda- og menntasviði og í sérhæfðum há- tæknistörfum og þeirra framlag skiptir sköpum. Íslendingar væru í vanda við núverandi aðstæður í hagkerfinu ef við gætum ekki reitt okkur á krafta innflytjenda á flest- um sviðum. Lærum af reynslu annarra Reynsla og rannsóknir frá öðrum löndum staðfesta að innflytjend- ur standa ekki jafnfætis innfædd- um á mörgum sviðum hvað varð- ar launakjör, aðbúnað í atvinnulífi og réttindi í félagslegu tilliti. Sýnt hefur verið fram á að svipað er uppi á teningnum hér á Íslandi. Félags- leg undirboð á vinnumarkaði er eitt dæmi um það, en þau eru því miður fleiri. Víða erlendis hafa stjórnvöld náð árangri en betur þarf að gera. Íslendingar hafa styttri og minni reynslu af innflytjendum en flest- ar þjóðir í kringum okkur. Það er því mikilvægt að við drögum strax lærdóm af reynslu þeirra, tileinkum okkur það besta úr samfélagskerf- unum og sköpum að þessu leyti fyr- irmyndar þjóðfélag sem tekur vel á móti innflytjendum. Hér eigum við að hafa kerfi og stefnu sem ger- ir innflytjendum kleift að laga sig á markvissan hátt að samfélaginu og samfélagið sömuleiðis að þeirra siðum og háttum þannig að þeir njóti jafnréttis. Það getum við, en það krefst forystu stjórnvalda. Íslendingar jákvæðastir Samkvæmt nýjustu útgáfu við- horfskönnunarinnar European Social Survey, þá eru Íslendingar jákvæðastir Evrópubúa í garð inn- flytjenda og fjölmenningar og það eru vissulega góðar fréttir. Landinn er enda sjálfur býsna veraldarvan- ur, hefur í rás tímanna flust talsvert á milli landa og ætti að hafa ríkan skilning á högum fólks sem býr við framandi aðstæður. Skemmst er að minnast þeirra þúsunda Íslendinga sem fluttust erlendis í efnahags- hruninu fyrir áratug. Þá er hægt að nefna að um 14.000 Íslendingar fluttust til Vesturheims á ofanverðri 19. öld í leit að betra lífi, sköpuðu þar ný samfélög með sterka íslenska tengingu og rætur. Verkefni okkar allra Að búa vel að innflytjendum er samfélagslegt verkefni. Það kallar á skilning og frumkvæði af hálfu rík- is og sveitarfélaga. Það sem þó er ekki minnst um vert er afstaða og þátttaka almennings og þar hefur hver og einn hlutverk. Stjórnvöld þurfa að vinna með markvissum hætti og tala fyrir jákvæðum við- horfum. Það dugar skammt að gera framkvæmdaáætlun til örfárra ára sem enginn gaumur er síðan gefin. Til þess að vel fari þurfa yfirvöld og samfélagið allt að hafa skilmerki- lega stefnu, samfélagssáttmála um leiðirnar eins og nágrannaþjóðir okkar hafa gert. Því hefur Samfylk- ingin nú lagt fram framangreinda þingsályktunartillögu og væntir þess að ríkisstjórnin taki á sig rögg og samþykki þegar á yfirstandandi þingi. Guðjón S. Brjánsson Höf. er alþingismaður Samfylking- ar í NV kjördæmi. Nýir Íslendingar, flótta- menn og farendur Pennagrein Pennagrein Stúdentsprófið er gömul arfleifð embættismannaelítunnar. Allt framhaldsskólanám á að vega jafnt við umsókn um háskólanám árið 2019. Í flestum löndum er nám í há- vegum haft. Það á einnig við um hér á Íslandi. Hér byrjar námið við ca. tveggja ára aldur, með leik- skóla. Leikskólanámi lýkur vorið sem einstaklingurinn er við sex ára aldurinn. Hann er gjaldfrjáls að hluta hjá einhverjum sveitar- félögum, enda ekki um skyldunám að ræða, annars greiddur af for- eldrun/forráðamönnum barns. Þá tekur við grunnskóli, sem er skyldunám og því gjaldfrjáls að fullu. Það er tíu ára skyldunám og lýkur að jafnaði árið sem einstak- lingur er 16 ára. Eftir skyldunám tekur við fram- haldsskólanám. Þá breytist aðeins kúrsinn og námsvalið fer að verða meira val og um leið gengisfelling á frekara námi í háskóla, nema val- ið sé að fara í það sem kallað er á Íslandi stúdentspróf. Velji aðili að fara í framhaldsskóla, með það að markmiði að ljúka stúdentsprófi, þá getur hann farið í háskólanám, strax að því loknu, við 19 ára ald- urinn. Velji neminn að fara í iðnnám, sem lýkur með sveinsprófi, al- mennt við 19 ára aldurinn, kemst hann ekki í framhaldsnám á há- skólastigi, nema bæta við sig námi á framhaldsskólastigi, til loka stúd- enstprófs. Af þessu leiðir að langflest ung- menni kjósa, eða eru látin fara í framhaldskóla, til að ljúka stúd- entsprófi, vegna þess að eftir það eru þeim allir vegir færir í náms- vali. Þá geta þau valið að fara aft- ur í framhaldskóla og læra þá iðn- grein sem þau langaði til í upphafi, en geta einnig farið í háskólanám seinna meir, eða strax, kjósi þau svo. Framhaldsskólanám er að hluta til gjaldfrjálst, en nemandinn þarf að keppa við fólk á almennum leigumarkaði um húsnæði til að búa í, nema í þeim skólum úti um land sem reka heimavist, en dvöl þar er misjafnlega dýr (þetta er efni í aðra grein). Háskólanámið sem síðan hefst að loknu stúdentsprófi, er svo misjafnlega dýrt, eftir því hvaða háskóla er farið í. Nú er verið að ræða það í al- vöru að heimila háskólum að taka inn nemendur sem ekki hafi lokið stúdentsprófi, enda fari þeir um- sækjendur í gegnum nokkurs kon- ar raunfærnismat. Það er gott og vel, en af hverju þetta vesen? Af hverju lýkur ekki þriggja ára fram- haldsskólanámi, með stúdents- prófi/framhaldsskólaprófi, sem gildir til háskólanáms? Við lifum á árinu 2019! Ennþá er við lýði snobbnámið/prófið, stúdentspróf! Nám sem ekki allir eiga að ljúka, eða það var andinn fyrir hundrað árum, en í dag vilj- um við ekki hafa þetta svona! Við tölum um það á hátíðisdögum hve nám er mikilvægt, en samt sorter- um við úr nemendur á bóknáms- brautum, frá nemum á iðnbraut- um. Allir nemar sem leggja stund á framhaldsskólanám, eiga að öðlast sama rétt til náms í háskóla, óháð því hvort þeir hafi lokið stúdents- námi á bóknámsbraut, eða stúd- entsnámi á iðnbraut (það er líka til stúdentspróf á íþróttafræðibraut/ listabraut, en sé það iðnnám, þá gildir það ekki til stúdentsprófs). Hættið að gera þetta svona mik- ið mál fyrir unga fólkið okkar. Breytið lögunum á þann veg að allt framhaldsskólanám veiti inn- göngu í háskóla. Síðan er það bara háskólanna að meta hvort að píp- arinn fái inngöngu í lækninn eða verkfræðinginn. Þorgrímur Einar Guðbjartsson Stúdentspróf eru gömul arf- leifð elítunnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.