Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 17 Á þessum tíma árs taka smáfugl- ar því fagnandi þegar mannfólk- ið gaukar að þeim fóðri, ekki síst þegar snjór leggst yfir helstu fæðu- öflunarstaði þeirra. Smáfuglar sem ekki halda til suðrænna landa að hausti, halda sig gjarnan á sömu slóðum þar sem leita má skjóls og möguleikar eru góðir til fæðu- öflunar. Gjarnan hópast þeir svo saman þar sem vel er hlúð að þeim af mannfólkinu. Verða þeir spakir og vingjarnlegir við velunnara sína og um leið augnayndi fyrir þá. Á meðfylgjandi mynd er fóðurtrog sem kona ein á Akranesi kom fyr- ir í tré við gönguleið sína. Trog- ið segist konan hafa pantað á Ali og kostaði 1200 krónur. Ríflegt af fóðri kemst í trogið og segist hún þurfa að fylla á það á tveggja til þriggja vikna fresti. Fer það eftir veðri og möguleikum smáfuglanna til annarrar fæðuöflunar. „Þetta er skemmtilegt áhugamál og smám saman byrjar maður að þekkja fuglana sem búa næst fóðrinu. Þeir taka manni fagnandi og jafn- vel eins og þeir vilji spjalla,“ seg- ir konan. Skorað er á fólk að gefa smáfuglunum korn eða annað fóð- ur sem til fellur á heimilum, svo sem gamla brauðið, epli eða ann- að sem hentar. Margir hræra þurr- fóðrinu saman við smjör eða tólg, mynda úr því köggla og hengja upp í tré. Leiðirnar til þess eru fjölmargar en gera gagn. Gaman er að rifja sögu sem tengist góðmennsku við smá- fuglana. Eldri kona, Laufey Þór- mundardóttir fyrrum skólastjóra- frú í Reykholti, hafði það fyrir fastan lið í tilverunni á sínum efri árum að baka jólakökur á veturna, sérstaklega fyrir smáfuglana. Valdi hún bestu uppskriftina sem hún átti í fórum sínum, fannst þeir virkilega eiga það skilið. Kökurnar bar hún síðan glóðvolgar út í garð og gaf smáfuglunum á bakka þegar snjór tók að hylja jörð. Naut svo þess að horfa á þá út um gluggann. Þessi heiðurskona lést í hárri elli nokkrum dögum fyrir aldamót- in, umvafin vinum, enda lýsti góðmennska hennar í garð smá- fuglanna ágætlega því viðhorfi sem hún sýndi mönnum jafnt sem mál- leysingjum. mm Fóðrar smáfuglana á gönguferðum sínum Í skýrslu sem Sam- tök atvinnulífs- ins gaf nýverið út er farið nokkuð ít- arlega yfir fjármál sveitarfélaga hér á landi þar sem íbú- ar eru fjögur þús- und eða fleiri. Þeg- ar opinber fjármál á Íslandi eru rædd fer oft minna fyr- ir umræðu um þátt sveitarfélaga en efni standa til. Sveitar- félög taka til sín og ráðstafa um fimmt- ungi af öllum opin- berum tekjum og er aðkoma þeirra að hagstjórn því nokk- ur. Á endanum eru það skattgreiðend- ur sem eru ábyrgð- armenn opinberra skulda. Mest í gegnum ríkissjóð, en þó hvíla um 14% opinberra skulda á sveitarfélögunum. Miklu skiptir því fyrir landsmenn að opinberum fjármunum sé ráðstaf- að af ábyrgð og fagmennsku. Íbú- ar greiða fyrir rekstur sveitarfélaga og er skattheimtan verðmiðinn fyrir þá þjónustu sem þeir þiggja frá þeim rekstrarsamanburði er í flestum tilfella miðað við stöð- una eins og hún birtist í fjárhags- áætlunum sveitarfélaganna fyrir árið 2018. Þegar stigunum hef- ur verið safnað birtist í skýrslu SA eins konar stöðutafla yfir rekstrar- frammistöðu þeirra í heild. Þrjú sveitarfélög skera sig úr í saman- burði allra sveitarfélaga á landinu. Það eru Akraneskaupstaður, Sel- tjarnarnes og Garðabær. Þessi þrjú sveitarfélög eiga það öll sameiginlegt að vera lítið skuldsett og með sterka eiginfjár- stöðu. Oft fer saman lítil skuld- setning og lítið veltufé frá rekstri í hlutfalli við tekjur. Er það skiljan- legt í ljósi þess að góð skuldastaða veitir þeim svigrúm til að nýta meginhluta tekna sinna í reglu- bundin útgjöld í stað þess að þjón- usta skuldir. Hin hlið peningsins eru skuldsettustu sveitarfélögin, en það eru Reykjavík, Reykjanes og Hafnarfjörður, sem raða sér í neðstu sætin í stigagjöf skýrslu- höfunda Hvar er best að búa? Í niðurstöðum skýrslunnar seg- ir: „Auðvitað er ekki öll sagan sögð við athugun á því hvar íbú- ar eru minnst skattlagðir. Megin- hlutverk sveitarfélaga er að sinna sínum lögbundnu verkefnum og þjónusta íbúa og hlýtur samband skattheimtu og gæða að vera helsti prófsteinninn. Það er miður að ekki sé gerður opinber saman- burður á þjónustu milli sveitarfé- laga sem væri mjög til bóta. Það myndi bæði auka gagnsæi og jafn- framt stuðla að aukinni samkeppni milli sveitarfélaga um að tryggja sem besta og hagkvæmasta þjón- ustu. Að því sögðu eru sveitarfé- lögin í grunninn öll að sinna svip- aðri þjónustu og í samanburðin- um var reynt að útrýma að mestu þeim aðstöðumun sem liggur í mismunandi fólksfjölda og stærð sveitarfélaga. Það var gert með því að velja einungis sveitarfélög með fjögur þúsund íbúa eða fleiri. Ofangreindur samanburður ætti því að gefa nokkuð góða mynd af því hvaða sveitarfélög hafa skarað fram úr og í hvaða sveitarfélögum helstu sóknarfærin liggja.“ mm Garðabær, Akranes og Seltjarnarnes með sterkustu fjárhagsstöðuna Krakkaspjall er bókaklúbbur fyrir krakka sem nýverið var komið á fót á Bókasafni Akraness. Hittast krakk- arnir annan hvern laugardag í mán- uði og spjalla saman um bækur. Það er Katrín Lilja Jónsdóttir, ritstjóri Lestrarklefans, sem hefur umsjón með viðburðinum. Fyrsta Krakka- spjallið var síðastliðinn laugardags- morgun og segir Katrín viðtökurnar hafa verið góðar. „Miðað við fyrsta fundinn lítur út fyrir að þetta verði vel sótt. Allir sem mættu á laugardag- inn ætla að taka með sér vin næst,“ segir Katrín í samtli við Skessuhorn. Hún segir Krakkaspjallið ekki ætlað neinum ákveðnum aldurshópi. „Við miðuðum við 9-12 ára en það er alls ekkert heilagt, enda margir krakk- ar utan þess aldursramma sem eru komnir langt í lestri. Þetta er hugs- að fyrir krakka sem eru komnir vel af stað í lestri, farnir að lesa sjálfir að eigin frumkvæði og átta sig á sögu- þræði bóka,“ segir hún. „Við hitt- umst annan hvern laugardag klukk- an 11:00. Hver kemur með bók sem hann er að lesa eða hlusta á og segir frá henni og við ræðum um hana. Þá skiptir engu máli hvaða bók það er, krakkarnir lesa bara eða hlusta á þær bækur sem þeir hafa áhuga á. Ég stjórna síðan umræðunum og allir fá að tjá sig mörgum sinnum á hverj- um fundi. Krakkaspjallið er á bilinu 40 mínútur til klukkustund, eftir stemningunni hverju sinni og bóka- safnið býður upp á kex og djús,“ seg- ir Katrín. Kynnast í gegnum sam- eiginlegt áhugamál Aðspurð segir hún að hugmynd- in hafi kviknað eftir að hún las frétt á síðasta ári um mæður sem stofn- uðu bókaklúbb fyrir strákana sína. „Mér fannst þetta rosalega snið- ugt, þetta varð til þess að strákarn- ir þeirra höfðu stað til að spjalla um bækur og stuðlaði að meiri lestri hjá þeim. Mér fannst liggja í aug- um uppi að svona hópur ætti að vera á hverju einasta bókasafni lands- ins. Ég nefndi þetta því við starfs- fólk Bókasafns Akraness sem tók rosalega vel í hugmyndina. Þau á bókasafninu voru öll af vilja gerð að koma þessu á fót með mér og eiga miklar þakkir skildar,“ segir Katr- ín ánægð. „Ég vona að bókaklúbb- ar sem þessir eigi eftir að skjóta rót- um hringinn í kringum landið. Mín von er sú að eftir því sem krakk- arnir kynnast betur fari þeir hægt og rólega að spjalla sjálfir um bæk- urnar og að það myndist vinahóp- ur í kringum bókaáhugann. Ein- hverjir krakkar munu komast að því að þeir hafa svipaðan smekk á bók- um og geta þá rætt saman um bæk- urnar sem þeir eru að lesa, því það getur verið leiðinlegt fyrir krakka að sitja og lesa hver í sínu horni og allir í kringum þá eru að tala um tölvuleiki. Þarna geta krakkarnir hist, rætt saman og kynnst í gegn- um sameiginlegt áhugamál. Þetta er kannski ekki fjölmennasti hópur- inn, en kannski verður einmitt svona vettvangur til þess að fjölga krökk- um sem hafa áhuga á bókum,“ segir Katrín Lilja að endingu. kgk Krakkaspjall er nýr bókaklúbbur fyrir krakka Hittast á Bókasafni Akraness annan hvern laugardag Katrín Lilja Jónsdóttir ásamt áhugasömum krökkum á fyrsta Krakkaspjallinu síðastliðinn laugardag. Ljósm. hj.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.