Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 19
ástandið er þannig munum við berj-
ast áfram, meðal annars með tilstyrk
fjölmiðla, og vekjum máls á vandan-
um,“ segir Elsa Lára Arnardóttir að
endingu.
mm
Í nýjustu fundargerð sveitarstjórn-
ar Borgarbyggðar, 178. fundar, er
bókun Magnúsar Smára Snorra-
sonar um ákvæði í málefnasamningi
Sjálfstæðisflokks, VG og Samfylk-
ingar um leyfisveitingu skotæfinga-
svæðis við Einkunnir og í því landi
sem hestamenn nota nú. Í bókunni
segir: „Mikilvægt er að reynt sé að
draga úr neikvæðum áhrifum með
ákveðnum skorðum og að upp-
lýst umræða geti átt sér stað um
hana. Hugmyndin er að þegar at-
hugasemdatíma lýkur verði athuga-
semdir rýndar til þess að hægt sé að
greina hverjar áhyggjur íbúa eru af
staðsetningunni og starfseminni.“
Draga má þá ályktun af text-
anum að skotæfingasvæðið muni
njóta vafans í skipulagsmálinu, en
ekki friðlandið í Einkunnum eða
útvistarsvæði almennings og hesta-
manna.
Hvað varðar þá umsögn í bók-
uninni að hægt verði að rýna betur
athugasemdir þegar þær berast, þá
má benda á að nú þegar liggja fyr-
ir á milli 120 og 130 athugasemdir
sem gerðar voru síðast þegar þetta
aðal-deiliskipulag var auglýst.
Rétt væri fyrir fulltrúa í sveitar-
stjórn Borgarbyggðar að grafa þær
athugasemdir upp og byrja að lesa,
óþarft er að bíða með það. Þar geta
þeir strax lesið sér til um viðhorf
íbúanna til þessara skipulagshug-
mynda!
Þá væri ekki síður gott fyrir
Magnús, fulltrúa Samfylkingar í
sveitastjórn, að lesa bókun fulltrúa
Samfylkingar í umhverfis,- skipu-
lags,- og landbúnaðarnefnd þegar
málið var afgreitt af 2 af 5 fulltrú-
um í nefndinni þann 9. maí 2018 en
þar segir m.a.:
„Björk Jóhannsdóttir lagði fram
svohljóðandi bókun. „Ég hef undr-
ast það að nefndin telji staðsetningu
skotæfingasvæðis „góðan kost“ við
hliðina á friðlandinu Einkunnum
sem er skipulagt sem útivistar-
svæði. Svæðið er einnig í nágrenni
við hesthúsahverfi Borgarness og
daglegar reiðleiðir eru allt í kring
og ferðaþjónustan að Lækjarkoti
við hliðina sem selur ferðamönnum
gistinætur. Mér hefur ekki fund-
ist þetta endurspegla það hlutverk
nefndarinnar að skipuleggja land-
notkun þannig að aðliggjandi starf-
semi fari vel sama, sem er megin-
tilgangur aððalskipulags. 123 íbú-
ar hafa mótmælt staðsetningunni
formlega þ.m.t. allir hlutaðeig-
andi nágrannar. Það er fágætt að
svo mörg mótmæli berist í málum
skipulagsins.“
Í lokin: Er þessi áhersla að skerða
útivistarsvæði, friðlandið við Ein-
kunnir, í samræmi við náttúrvernd-
arstefnu Samfylkingar og VG?
Borgarnesi, 13. janúar 2019
Guðsteinn Einarsson.
Einkunnir - Friðland
eða skotæfingasvæði?
Pennagrein
Nýverið synjaði Svandís Svavars-
dóttir heilbrigðisráðherra beiðni
bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar
um að fjölga skilgreindum hjúkr-
unarrýmum á Höfða, hjúkrun-
ar- og dvalarheimili, þrátt fyrir að
þörfin fyrir slíka þjónustu sé vax-
andi á starfssvæðinu. Í bréfi ráð-
herra segir orðrétt: „Forgangsröð-
un í fjölgun hjúkrunarrýma ræðst af
þörf á hverju svæði fyrir sig. Sam-
kvæmt greiningarvinnu ráðuneytis-
ins, sem liggur til grundvallar fram-
kvæmdaáætlun vegna hjúkrunar-
rýma 2018-2023, er heilbrigðis-
umdæmi Vesturlands eitt best setta
heilbrigðisumdæmi landsins m.t.t.
fjölda hjúkrunarrýma. Því eru ekki
forsendur til að verða við beiðni um
að fjölga hjúkrunarrýmum á Höfða
að þessu sinni.“
Elsa Lára Arnardóttir, bæjar-
fulltrúi og formaður stjórnar
Höfða, harmar þessa ákvörðun ráð-
herrans og bendir á að þörfin fyrir
fjölgun hjúkrunarrýma á Akranesi
sé mjög brýn sökum íbúafjölgunar
en ekki síst vegna fjölgunar í hópi
eldra fólks sem glímir við veikindi,
en hefur sinn rétt á faglegri um-
önnun og hjúkrun í heimabyggð.
Engu að síður hefur dvalarrýmum á
Höfða verið fækkað um átta á fimm
árum, þar sem reglan er sú að í stað
tveggja almennra dvalarheimilis-
rýma verður til eitt hjúkrunarrými.
Á Höfða eru nú 74 rými samtals
og skiptast þannig að 60 eru skil-
greind hjúkrunarrými, eitt hvíldar-
rými, níu dvalarrými og fjögur bið-
rými. Þetta er tæplega sá fjöldi dval-
arrýma sem var á Höfða fyrir hálfri
öld, þegar íbúar á Akranesi voru
helmingi færri en þeir eru í dag. Í
bréfi sínu vísar ráðherra til þess að
ekki sé fjárveiting á fjárlögum til
að halda þessum fjölda hjúkrunar-
rýma óbreyttum. Elsa Lára bendir
á að ekki séu boðleg þau rök ráðu-
neytisins að senda eigi veikt gam-
alt fólk til dvalar í öðrum byggðar-
lögum á Vesturlandi, vegna þess að
þar sé laus pláss að finna. Hún seg-
ir að bæjarstjórn Akraness sé mjög
óhress með synjun ráðherrans og
muni berjast fyrir að fjárveiting fáist
að minnsta kosti til að halda núver-
andi starfsemi áfram.
Svara ekki erindum
En baráttumál þetta er ekki nýtt af
nálinni. Árið 2016 skrifaði hjúkrun-
arforstjóri Höfða ráðuneytinu bréf
og benti á brýna þörf fyrir fjölgun
hjúkrunarrýma, en þá hafði hjúkr-
unarrýmum verið fækkað úr 78 í 70
frá árinu 2014. Áfram eru send bréf
og hafa þrír ráðherrar heilbrigð-
ismála átt það sammerkt að svara
ekki erindum stjórnar Höfða. „Nú
höfum við á tveimur árum haft þrjá
heilbrigðisráðherra og svo virð-
ist sem starfshættir þeirra allra séu
að svara almennt ekki erindum frá
stjórn Höfða. Svar barst ekki fyrr
en bæjarstjórn Akraneskaupstað-
ar skarst í leikinn og þrýsti á ráð-
herra með samhljóða ályktun þar
sem kallað var eftir svörum,“ seg-
ir Elsa Lára og bætir við að þetta
séu vinnubrögð sem eru opinberri
stjórnsýslu eins og ráðuneytinu ekki
sæmandi.
Hreppaflutningar eiga
að heyra sögunni til
Fjögur rými hafa á undanförnum
misserum verið skilgreind á Höfða
sem biðrými og voru sett tímabund-
ið til að taka á fráflæðisvanda Land-
spítalans, en þau eiga að falla niður
í haust. „Bæði við í stjórn Höfða og
bæjarstjórnin báðum formlega um
að þessi rými yrðu í það minnsta
gerð varanleg, en í svarbréfi ráð-
herra sem skrifað var skömmu fyrir
jól er því synjað á þeim forsendum
að ekki sé gert ráð fyrir rýmunum í
fjárlögum ársins - og að á Vestur-
landi sé staðan nokkuð góð! Slíkum
útúrsnúningi getum við ekki unað.
Það sér það hver maður að jafnvel
þótt laus hjúkrunarrými séu til ann-
ars staðar á Vesturlandi þá er það
engin lausn fyrir eldra fólk á Akra-
nesi þar sem það á sitt bakland og
vill eðli málsins samkvæmt dvelja.
Hreppaflutningar með veikt fólk,
gegn vilja þess, er ekki lausn sem
heilbrigðisráðuneyti eða stjórnvöld-
um er sæmandi hverju sinni,“ segir
Elsa Lára ákveðin. Hún bendir auk
þess á að stjórn Höfða hafi boðið
ráðuneytinu að breyta biðrýmum á
Höfða í varanleg hjúkrunarrými fyr-
ir þriðjung þess kostnaðar sem það
kostar ríkið að byggja nýtt hjúkrun-
arrými. „Hér höfum við húspláss
sem kostar tólf milljónir að reka á
ársgrundvelli sem hjúkrunarrými.“
Ráðuneytið segir hins vegar að það
kosti 36 milljónir að byggja nýtt.
Á sama tíma ætlar ríkið að byggja
270 rými í landinu. Af hverju þiggja
menn ekki slík kostaboð,“ spyr Elsa
Lára og bætir við að kerfi sem starf-
ar svona sé hvorki skilvirkt né gott.
Því þurfi að breyta.
Okkar að byggja upp
gott samfélag
Elsa Lára segir það eðlilegt að þörf-
in fyrir fjölgun hjúkrunarrýma sé
mest þar sem sveitarfélög hafa ver-
ið í mestum vexti og nefnir Borgar-
byggð og Akranes sem dæmi. „Þörf-
in er gríðarlega brýn í þessum vax-
andi samfélögum. Þá má benda á að
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
hafa mótað drög að velferðarstefnu
fyrir landshlutann og í þeim sést
þörfin greinilega. Hér í fjölmenn-
ustu sveitarfélögunum eru biðlistar.
Á Akranesi höfum við fjögur rými
sem eru tilbúin, en starfsleyfi fyrir
þau rennur út í haust. Á sama tíma
erum við með veikt gamalt fólk
sem vill komast í þessi rými,“ seg-
ir Elsa Lára en henni þykir fráleitt
að Höfði fái ekki að bæta við var-
anlegum rýmum sem eru nú þeg-
ar til staðar án nokkurra fjárútláta í
stofnkostnað af hálfu ríkisins. „Það
er hlutverk okkar kjörinna fulltrúa í
heimabyggð að byggja upp samfé-
lag sem hlúir vel að þessum mála-
flokki og snertir eldra fólkið okkar.
Fólkinu sem við eigum svo margt að
þakka. Vissulega er margt jákvætt að
gerast í samfélagi okkar. Nefna má
sem dæmi jákvæða hluti í farvatn-
inu í búsetumálum eldri borgara
sem enn eru við góða heilsu. Hér á
Akranesi er að fara af stað uppbygg-
ing á Dalbrautarreit þar sem bæði
verðu til húsa félagsstarf aldraðra og
eignaríbúðir í sömu byggingu ætl-
aðar eldri borgurum.“
Munum berjast
Hún segir það staðreynd að fólk
lifir lengur. „Þeir sem fá nú sam-
þykkt pláss á hjúkrunarheimilum
eru orðnir mjög veikir einstakling-
ar og umönnunin krefst því mikils
mannskapar. Ríkið verður því ein-
faldlega að koma sterkar inn hvað
varðar kostnað, heldur en það hef-
ur gert. Það hefur skort á skilning
ríkisvaldsins á þessari vaxandi um-
önnunarþörf og eru því sveitarfé-
lög víða að greiða með starfsemi
hjúkrunarheimila. En reynsla okk-
ar hér á Akranesi er sú að við fáum
ekki tilhlíðanleg svör frá ráðuneyt-
inu. Við höfum beðið um fund með
ráðherra, en ekki fengið. Meðan
Vaxandi þörf fyrir hjúkrunarrými
samhliða íbúafjölgun
„Ríkisvaldið dregur lappirnar í nauðsynlegri fjölgun“
Elsa Lára Arnardóttir, formaður stjórnar Höfða og bæjarfulltrúi á Akranesi.