Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 20196 Hús flutt á Langasand AKRANES: Á fundi bæjar- ráðs Akraneskaupstaðar síð- astliðinn miðvikudag var sam- þykkt að ganga frá kaupum á færanlegu mannvirki sem þjóna mun sem starfsmanna- aðstaða og salerni við Guð- laugu á Langasandi. Kaup- samningur þess efnis er lagð- ur fram til samþykktar í bæjar- ráði en um er að ræða færan- legt húsnæði sem keypt verð- ur af Golfklúbbnum Leyni og stendur við Garðavöll. Kaup- verð er sex milljónir króna með flutningi. Kaupverð verð- ur fjármagnað af fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun bæjar- sjóðs 2019. -mm Fastir ferðamenn VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi kom allnokkr- um ferðamönnum sem festu bíla sína til aðstoðar í vikunni sem leið. Ferðamaður í norð- urljósaleiðangri bakkaði bíl sínum ofan í skurð við Akra- fjall skömmu eftir miðnætti þriðjudaginn 8. janúar. Eitt dekk bílsins lenti ofan í skurð- inum og bíllinn festist. Sama dag var kallað eftir aðstoð lög- reglu vegna ferðamanna sem fest höfðu bílaleigubíl fyrir ofan Húsafell, nálægt Lang- jökli. Í gærmorgun, þriðju- daginn 15. janúar, festu ferða- menn bíl sinn í snjó á sunnan- verðu Snæfellsnesi og lögregla veitti þeim aðstoð. -kgk Vilja umboðs- mann fatlaðs- og langveiks fólks LANDIÐ: Öryrkjabanda- lag Íslands leggur til að sett verði á fót embætti Umboðs- manns fatlaðs- og langveiks fólks. Formleg tillaga um þetta var lögð fram á fundi formanna ÖBÍ, Þroskahjálpar og forsætisráðherra sem hald- inn var í liðinni viku. Þuríð- ur Harpa Sigurðardóttir, for- maður ÖBÍ, afhenti á fund- inum Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra skriflega til- lögu um embættið, hlutverk þess og verkefni. Samkvæmt tillögunni yrði hlutverk um- boðsmanns fatlaðs- og lang- veiks fólks að taka við erind- um frá einstaklingum og fella úrskurði út frá gildandi lög- um, sem væru til grundvall- ar skaðabótamála ef ekki er brugðist við. Þá hefði emb- ættið það hlutverk að benda stjórnvöldum á gloppur í ís- lenskri löggjöf um mannrétt- indi út frá skuldbindingum al- þjóðasáttmála. Grundvallar- markmið í Samningi Sam- einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) er viður- kenning á rétti fatlaðs fólks til að njóta sömu mannrétt- inda og aðrir samfélagsþegn- ar og skyldu aðildarríkjanna til að tryggja þau. Embætti umboðsmanns fatlaðs fólks og sjúklinga væri liður í innleið- ingu og lögfestingu SRFF. -mm Afhentu undir- skriftir gegn R-leið REYKHÓLAR: Síðastliðinn mánudagsmorgun var sveit- arstjóra Reykhólahrepps af- hentur undirskriftalisti. Þar er því mótmælt að sveitarstjórn velji svokallaða R-leið fyr- ir Vestfjarðaveg (60). Alls rit- uðu 95 einstaklingar nöfn sín á listann. Tveir þriðju þeirra eiga lögheimili í hreppnum og þriðjungur á frístundahús eða jarðir á svæðinu. -mm Samráðsfundur REKO fólks RVK: Fimmtudaginn 24. janúar verður haldinn sam- ráðsfundur á vegum REKO Reykjavík og REKO Vest- urland fyrir bændur, heima- vinnsluaðila og smáframleið- endur sem hafa tekið þátt í eða hafa áhuga á að taka þátt í hinni milliliðalausu sölu í nafni REKO. Fundurinn hefst kl. 17:30 og verður haldinn í fundarsal Hótel Sögu á 2. hæð í Bændahöllinni í Reykja- vík. „Tilgangurinn með fund- inum er að þjappa hópnum betur saman, ræða hvernig hafi gengið hingað til, fá nýj- ar hugmyndir, svara spurn- ingum og ræða hvernig með- limir vilji sjá REKO þróast til framtíðar,“ segir í tilkynningu. Að auki er markmiðið að taka ákvörðun um það hvenær og hvar næstu REKO afhending- ar verða og síðast en ekki síst ræða leiðir til að ná til fleiri neytenda. -mm Greinargerðin „Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur“ hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðs Ís- lands. Samþykkt var að setja málið í opið samráð við almenning á rík- isstjórnarfundi 21. desember sl. og verður tími samráðs tveir mánuðir. „Greinargerðin var unnin í forsæt- isráðuneytinu og í henni er skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sól- artíma miðað við hnattræna legu landsins. Rannsóknir sýna að næt- ursvefn Íslendinga er almennt séð of stuttur en slíkt getur verið heilsu- spillandi og haft áhrif á námsárang- ur og framleiðni í atvinnulífinu. Sér- staklega er þetta áhyggjuefni vegna barna og ungmenna. Ein líkleg skýr- ing er að klukkan sé ekki í samræmi við hnattræna legu landsins,“ segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Almenningi, atvinnulífi og stjórn- sýslu er nú boðið að taka þátt í sam- ráði og leggja fram sín sjónarmið um stöðumat, framtíðarsýn og áhrif mögulegra breytinga. Í kjölfarið verður svo unnið úr ábendingum og stefna mótuð af hálfu stjórnvalda. Settir eru fram eftirfarandi val- kostir í greinargerðinni: A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breyt- ingu). C. Klukkan áfram óbreytt en skól- ar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana. Nú þegar opið hefur verið fyrir færslur í nokkra daga hafa mun fleiri lýst þeirri skoðun sinni að seinka eigi klukkunni. Almenningur er hvattur til að tjá hug sinn. mm Almenningi boðið að tjá sig um hvort breyta eigi klukkunni Þyrlu Landhelgisgæslu Íslands, TF-SYN, var stefnt vestur til á Snæfellsnes á ellefta tímanum á fimmtudagsmorgun. Stjórnstöð gæslunnar hafði þá borist beiðni um að bráðveikur maður yrði sótt- ur með þyrlu til Ólafsvíkur. Flog- ið var af stað frá Reykjavík skömmu síðar og ákveðið að sjúkrabíll færi með sjúklinginn til móts við þyrl- una vestan jökuls, vegna slæms veð- urs á Snæfellsnesi. Þyrlan lenti við Hólavog klukkan 11:34. Sjúkling- urinn var færður á hífingarbörur og borinn úr sjúkrabílnum yfir í þyrl- una, sem kom honum undir læknis- hendur á Landspítalanum. kgk Sóttu bráðveikan mann á Snæfellsnes Sjúkrabíll frá Ólafsvík kom til móts við þyrluna. Ljósm. Landhelgisgæsla Íslands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.