Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 201916
Grímshús í Brákarey í Borgar-
nesi var reist árið 1942 og var það
útgerðafélagið Grímur hf. sem
stóð fyrir byggingu þess en það
átti að hýsa búnað félagsins. Eft-
ir eldsvoða á níunda áratugnum
stóð húsið í mikilli niðurníðslu
allt þar til árið 2013 sem holl-
vinafélag hússins, Gímshússfélag-
ið, ákvað að hefja framkvæmd-
ir við að gera húsið upp og koma
því aftur í notkun. Félagið fékk til
liðs við sig Sigurstein Sigurðsson
arkitekt. Húsið hefur síðan þá tek-
ið algjörum stakkaskiptum og er
í dag hið glæsilegasta að utan og
fær von bráðar nýtt hlutverk. Það
er framleiðandi Martin Miller’s
Gins, sem hafa gert samning við
Borgarbyggð um leigu á húsinu til
næstu 25 ára. Þar ætlar fyrirtæk-
ið að byggja upp gestastofu fyrir
gináhugafólk um allan heim. En af
hverju ákveður heimsþekktur gin-
framleiðandi að heppilegur staður
fyrir gestastofu sé í Borgarnesi?
„Það sem gerir Martin Mill-
er’s Gin einstakt er vatnið sem
við bruggum úr, en það kemur úr
Borgarnesi. Við höfum prófað að
nota vatn sem við fáum annars-
staðar en þá náum við ekki þessu
einstaka bragði sem vatnið frá
Borgarnesi gefur,“ svarar Jacob
Ehrenkrona forstjóri Martin Mill-
er‘s Gins í samtali við Skessuhorn.
„Martin Miller’s Gin á aðdáendur
og neytendur um allan heim sem
er heillaðir af Marin Miller’s Gini
og hvernig við framleiðum þessa
hágæðavöru. Þetta er fólk sem vill
fara til Borgarness og sjá hvaðan
þetta einstaka vatn kemur,“ segir
Jacob og bætir því við að Borg-
arnes sé orðið stór hluti af Mart-
in Miller’s gini. „Ég efast um að
það sé til barþjónn sem hefur ekki
heyrt um Borgarnes, svo þekktur
er bærinn og það er vegna Mart-
in Miller’s Gins. Í okkar huga kom
því eiginlega aldrei annar staður
til greina fyrir gestastofu Martin
Miller’s Gin,“ segir Jacob.
Borgarnes mikilvægur
hluti af Martin
Miller’s gini
Á gestastofunni munu gestir fá
fræðslu um hvers vegna vatnið
úr Borgarnesi er svona mikilvægt
fyrir framleiðslu Martin Mill-
er’s Gins. „Við viljum að allir þeir
sem heimsækja gestastofuna fái að
upplifa samband Martin Miller’s
Gins og vatnsins og einnig sam-
band Borgarness og Bretlands.
Alkahólið er frá Bretlandi en vatn-
ið frá Íslandi og það er samband
þessara tveggja þátta sem við vilj-
um útskýra hvernig virkar,“ segir
Jacob og bætir því við að honum
hafi liðið eins og Grímshús hafi
fundið Martin Miller’s Gin en þeir
ekki fundið Grímshúsið. „Gríms-
hús er staðsett steinsnar frá Eng-
lendingavík í Borgarnesi og það
var í raun ótrúlegt í okkar huga að
við skyldum hafa fundið þetta hús
þarna,“ segir hann. „Fyrir rúm-
lega hundrað árum áttu sér þarna
stað viðskipti milli Íslendinga og
Englendinga og var þessi höfn
mikilvæg tenging milli landanna
tveggja. Nú snúum við aftur að
ensku höfninni til að flytja alkahól
til Íslands og vatn til Englands.“
Aðspurður hvað það er sem fólk
fær að sjá á gestastofunni svarar
Jacob því að það muni koma í ljós
við opnun. „Fólk fær að sjá vöruna
og hvernig við látum ginið eldast á
Íslandi en við framleiðum gin sem
heitir 9 Moons því það er látið eld-
ast í níu mánuði. Þetta getum við
aðeins gert á Íslandi vegna lofts-
lagsins. Fólk mun fá að sjá hvern-
ig við látum ginið eldast á Íslandi
og fólk mun fá fræðslu um hvers
vegna þetta ferli getur aðeins átt
sér stað á Íslandi,“ útskýrir Jacob
og bætir því við að hann geti ekki
upplýst um það með hvaða hætti
fræðslan eða sýning á vörunum
muni fara fram. „Við ætlum líka
að leggja áherslu á að gestir okk-
ar fái að kynnast Borgarnesi. Það
er líka okkar vilji að vera í sátt við
samfélagið og okkur þykir mikil-
vægt að gestastofan verði ánægju-
legur partur af Borgarnesi.“ Að-
spurður hvenær gert sé ráð fyrir
að gestastofan verði opnuð svarar
Jacob því að engin dagsetning hafi
verið sett strax. „Það er mín von
að við getum opnað seint á þessu
ári en það gæti alveg dregist eitt-
hvað fram á næsta ár.“
Leggja áherslu á að
Grímshús njóti sín
Þegar Martin Miller’s Gin tók
Grímshús á leigu var strax leitaði
til Sigursteins með hönnun á hús-
inu og viðbyggingu sem rísa mun
í Brákarey. Að sögn Sigursteins er
teiknivinna langt komin og vonast
hann til þess að framkvæmdir bæði
í Grímshúsi og við viðbygginguna
geti hafist á næstu vikum. „Allar
teikningar eru á lokametrunum og
það eru í raun allir bara í starthol-
unum að bíða eftir grænu ljósi til
að hefja framkvæmdir,“ segir Sig-
ursteinn um leið og hann sýnir
blaðamanni teikningar af viðbygg-
ingunni. „Grímshús er ekki friðað
og við höfum því í raun nokkuð
frjálsar hendur með framkvæmd-
ir. En húsið á merkilega sögu sem
við vildum varðveita svo það var
tekin ákvörðun í hönnun að fara
með húsið eins og það væri frið-
að og allt sem við gerum sé aftur-
kræft,“ útskýrir Sigursteinn. Áætl-
að er að byggja viðbyggingu fyrir
aftan Grímshús. „Hugsunin er að
viðbyggingin skeri sig úr og standi
við bakið á gömlu byggingunni,
þannig fái Grímshús að njóta sín
betur,“ segir Sigursteinn. „Í stað
þess að endurgera eitthvað gam-
alt var ákveðið að skapa andstæð-
ur með því að skapa eitthvað nýtt
og láta þessa tvo eiginleika vinna
saman,“ bætir hann við.
Grímshús smellpassaði
„Það hljómar í raun eins og lyga-
saga hversu vel Grímshús pass-
ar inn í það verkefni sem Martin
Miller’s Gin fór af stað með,“ seg-
ir Sigursteinn og útskýrir málið:
„David Bromige, sem vinnur að
ímynd ginsins, teiknaði á servéttu
gróflega teikningu af því húsi sem
hann vildi fá undir gestastofu. Ja-
cob kom svo til landsins í leit að
heppilegu húsi hér í Borgarnesi.
Hann var ekki búinn að vera hér
lengi þegar hann sá Grímshús og
það var nákvæmlega eins og teikn-
ingin á servéttunni,“ segir Sigur-
steinn og bætir því við að hús-
ið hafi áður gegnt hlutverki í út-
flutningi á vörum til Englands
og að því þætti honum þetta við-
eigandi næsta skref í sögu þessa
merkilega húss. Aðspurður seg-
ist hann aðeins hafa fundið fyrir
jákvæðum viðbrögðum um fram-
tíðar starfsemi í Grímshúsi. „Auð-
vitað verða ekki allir sáttir en ég
held að flestir séu jákvæðir, mér
hefur í það minnsta ekki verið tjáð
annað,“ segir hann og brosir. „Að
mínu mati er þetta flott verkefni
og góð uppbygging í eyjunni. Ég
vona að þetta verði til þess að eitt-
hvað líf færist yfir Brákarey og að
hún verði tekin í gegn. Það er líka
jákvætt að framleiðendur Martin
Miller’s Gins leggja mikla áherslu
á að gestastofan verði hér í sátt við
íbúa. Með því að hafa gestastofuna
þarna skapast störf og svo verður
Grímshús einnig opið almenningi,
sem ég verð að segja að er mjög já-
kvætt,“ segir Sigursteinn.
Aðspurður hvernig hafi gengið
að koma verkefninu af stað segir
hann það hafa gengið mjög vel.
Samstarfið við sveitarfélagið hafi
verið alveg ágætt og öll samskipti
og samvinna með framleiðendum
Martin Miller’s Gins hafi verið
góð. „Mín tilfinning fyrir þessu
fyrirtæki og gestastofunni er mjög
góð,“ segir Sigursteinn að end-
ingu.
arg
Leið eins og Grímshús hafi fundið Martin Miller’s Gin
-Segir Jakob Ehrenkrona, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Skessuhorn
Jacob Ehrenkrona forstjóri Martin
Miller‘s Gins.
Sigursteinn Sigurðsson er arkitekt að framkvæmdum við Grímshús.
Svona er Grímshús í dag.