Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 20192 hlutanna í samvinnu við flugfélag- ið Erni og Isavia. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir ferðaþjón- ustuaðila til að koma og kynna sér þá fjölbreyttu ferðaþjónustu sem stunduð er á landsbyggðinni, en einnig fyrir ferðaþjónustuaðila að mynda tengsl sín á milli. Að þessu sinni munu 44 ferða- þjónustufyrirtæki af Vesturlandi taka þátt og kynna starfsemi sína á Mannamóti. Það hefur verið stöð- ug fjölgun þátttökufyrirtækja á síð- ustu árum og nú fjölgar þeim um 16%. „Starfsmenn Markaðsstofu Vesturlands eru mjög ánægðir með þessa fjölgun og þann mikla áhuga sem vestlensk ferðaþjónustufyr- irtæki sýna Mannamóti,“ seg- ir Björk Jóelsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Vesturlands, í samtali við Skessuhorn. Viðburðurinn hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 17:00 á morgun, fimmtudaginn 17. janúar, í Kórn- um í Kópavogi og allir eru vel- komnir. kgk Hegningarlagabrot voru 12.338 á landsvísu á síðasta ári og fjölgaði lítillega milli ára, eða um 3%. Sé litið til meðaltals þriggja ára þar á undan fjölgar brotunum um 6%. Þetta kemur fram í bráðabirgða- tölum um fjölda skráðra afbrota á árinu 2018, sem Ríkislögreglu- stjóri birti á þriðjudag í síðustu viku. Í stærsta undirflokki heng- ingarlagabrota, auðgunarbrotum, má sjá að innbrot voru 265 fleiri á árinu 2018 en árið 2017. Er það fjölgun upp á 25%. Á sama tíma fækkar hnupli og þjófnaði á gsm símum mikið, eða um 36%. Þegar fjöldi hegningarlaga- brota er skoðaður eftir lögreglu- umdæmunum níu má sjá að 1,9% hegningarlagabrota voru skráð í umdæmi Lögreglunnar á Vestur- landi, eða sem samsvarar 137 brot- um á hverja tíu þúsund íbúa. Er það smávægileg aukning frá árinu á undan en sambærilegur fjöldi og árið 2016. Langflest hegningar- lagabrot voru skráð á höfuðborg- arsvæðinu, eða 80,8%. Það sam- svarar 425 brotum á hverja tíu þúsund íbúa. Næstflest brot voru skráð á Suðurnesjum, 5,6%, 4,5% á Norðurlandi eystra og 3,7% á Suðurlandi. Skráð umferðarlagabrot voru 78.234 á árinu 2018. Er það fjölg- un upp á 8.360 brot, eða sem nem- ur tæpum 12%. Hraðakstursbrot eru þar langstærsti undirflokkur- inn með 61.282 brot á síðasta ári. Þar af voru 45.579 tekin af sjálf- virkum hraðamyndavélum, eða um 74% allra hraðakstursbrota. Þess má geta að Lögreglan á Vest- urlandi heldur utan skráningu og úrvinnslu brota sem tekin eru af hraðamyndavélum landsins. Fíkniefnabrotum farið fjölgandi Fíkniefnabrot voru samtals 2.284 talsins á árinu 2018 um 5% en árið áður. Sé litið til meðaltals síðustu þriggja ára nemur aukningin hins vegar 15%. Flest fíkniefnabrot eru skráð fyrir vörslu og meðferð, eða 1.768 talsins, sem er 23% fjölgun miðað við meðaltal síðustu þriggja ára. Mest fjölgun fíkniefnabrota er hins vegar þegar kemur að fram- leiðslu fíkniefna. Þar voru skráð brot á síðasta ári 23% fleiri en að meðaltali árin þrjú þar á undan, eða 110 talsins. Haldlagt var töluvert meira magn af marijúana í færri málum árið 2018 en árið 2017. Munar þar mestu um stóra framleiðslu þar sem lagt var hald á 17 kg. Sérstak- lega er tekið fram í bráðabirgða- skýrslunni að eitt eða fleiri stór fíkniefnamál geta haft mikil áhrif á heildartölur yfir magn af hald- lögðum efnum. Töluvert minna magn af amfetamíni var haldlagt árið 2018 en árið á undan en fleiri e-töflur, ef litið er til stykkjatals. Lagt var hald á minna kókaín en árið 2017, en það ár var sérstak- lega mikið haldlagt af því efni. Hins vegar var haldlagt töluvert meira kókaín á síðasta ári en á ár- unum fyrir 2017. kgk Föstudagurinn Dimmi verður haldinn í þriðja sinn í Borgarnesi næstkomandi föstudag. Þá eru allir hvattir til að leggja raftækjunum í einn dag og hugsa til baka hvernig lífið var fyrir tíma rafvæðingar. Þetta er góð áskorun fyrir alla til að gera reglulega, að kíkja upp úr heimi snjall- tækjanna, viðtækjanna og yfirlýstri veröld sinni og eiga meira af persónulegum sam- skiptum. Á fimmtudag er spáð austan 5-10 m/s á sunnanverðu landinu, snjókoma verð- ur með köflum og vægt frost. Slydda við ströndina og hiti um frostmark og held- ur hægari vindur á norðanverðu landinu, stöku él og talsvert frost. Á föstudag er út- lit fyrir austan 5-13 m/s og gert ráð fyrir dálítilli snjókomu en slyddu eða rigningu verður við ströndina. Hiti í kringum frost- mark. Þurrt að kalla á Norðurlandi og frost 3-10 stig. Á laugardag er spáð ákveðinni suðaustanátt með rigningu eða slyddu og hiti 0-5 stig. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, þurrt og hiti í kringum frost- mark. Á sunnudag er spáð suðvestlægri átt og víða él, en léttir til á austanverðu land- inu. Hiti um eða undir frostmarki. Á mánu- dag er útlit fyrir suðlæga átt, úrkomulaust á landinu sunnan- og vestanverðu og hiti víða 0-5 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hversu há telur þú að lægstu laun ættu að vera?“ Flestir, eða 32%, sögðu að lægstu laun ættu að vera 400 þúsund krónur. 21% svöruðu því að lægstu launin ættu að vera 450 þúsund og 21% svöruðu 500 þúsund eða yfir. 16% svarenda sögðu að lægstu launin ættu að vera 350 þúsund en fæstir, eða 11%, sögðu að þau ættu að vera 300 þúsund krónur. Í næstu viku er spurt: Settir þú þér ný heilsufars- markmið á nýju ári? Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu okkar, bæði inn- an heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila, skólanna og víðar. Hjúkrunarfræðingar eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Mánudagur til mæðu VESTURLAND: Nokk- ur umferðarslys og -óhöpp urðu í umdæmi Lögreglunn- ar á Vesturlandi í vikunni sem leið, þar af þrjú síðastlið- inn mánudag. Bílvelta varð á Vesturlandsvegi skammt frá Höfn undir Hafnarfjalli síð- degis á mánudaginn. Öku- maður missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór út af og valt. Mað- urinn, sem var einn í bílnum, var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands á Akranesi. Bíll fór út af og hafnaði í vatni á Holta- vörðuheiði, einnig á mánu- dag. Tveir fullorðnir voru í bílnum og barn. Vegfar- endur komu fólkinu til að- stoðar. Sjúkrabíll fór af stað frá Hvammstanga en hon- um var síðan snúið við, sem gefur til kynna að fólkið hafi sloppið ómeitt frá óhappinu. Sama dag varð útafakstur í Norðurárdal þegar ökumað- ur missti stjórn á bíl sínum við framúrakstur með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. Farþegi bílsins fann fyrir eymslum. Árekstur varð á gatnamótum Grund- arbrautar og Ólafsbrautar í Ólafsvík þriðjudagskvöld- ið 8. janúar sl. Tveir bílar lentu saman á litlum hraða. Fólkið í bílunum fann fyr- ir eymslum í baki og verk í hnjám, en varð að öðru leyti ekki meint af. -kgk Skólaeftirlit í vikunni AKRANES: Lögregla var við skólaeftirlit á Akranesi í vikunni sem leið, bæði við Grundaskóla og Brekkubæj- arskóla. Þá hefur lögregla eftirlit með umferð og fólki við upphaf skóla, athugar hvort börn eru spennt í bíl- belti og í bílstólum, eftir því sem við á. Að sögn lögreglu voru engin mál bókuð við eftirlitið sem gefur til kynna að allt hafi verið í lagi. Ás- mundur Kr. Ásmundsson að- stoðaryfirlögregluþjónn er mjög ánægður með skólaeft- irlit Lögreglunnar á Vestur- landi segir það vera mjög já- kvætt, ekki síst í skammdeg- inu. -kgk Innan við tvö prósent hegningar- lagabrota á Vesturlandi Mannamót markaðsstofa lands- hlutanna fer fram á morgun, fimmtudaginn 17. janúar, að þessu sinni í Kórnum í Kópavogi. Und- anfarin ár hefur viðburðurinn verið haldinn í flugskýli Ernis á Reykja- víkurflugvelli, en sökum mann- fjölda í fyrra var ákveðið að færa hann í stærra húsnæði. Mannamót er haldið af markaðsstofum lands- Mannamót markaðsstofanna verður á morgun Sigurður Guðmundsson hjá Cold Spot á tali við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra á Mannamóti í fyrra. SENDUM FRÍTT Á NÆSTA PÓSTHÚS ENN MEIRI VERÐ- LÆKKUN Á ÚTSÖLU- VÖRUM SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.