Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 16.01.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2019 23 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Fótbolti.net mótið í knattspyrnu hófst um helgina, en mótið markar upphaf knattspyrnuárs karla og er liður í undirbúningstímabilinu fyr- ir Íslandsmótið í sumar. ÍA tók á móti Keflavík í Akra- neshöllinni á laugardaginn í A deild mótsins. Skemmst er frá því að segja að Skagamenn höfðu al- gera yfirburði í leiknum, einkum í fyrri hálfleik. Stefán Teitur Þórð- arson, Arnar Már Guðjónsson og Gonzalo Zamorano skoruðu fyrir ÍA áður en flautað var til hálfleiks og staðan orðin 3-0. Einar Logi Einarsson skoraði eina mark síðari hálfleiks og innsiglaði þar með 4-0 sigur ÍA. Í B deild mótsins mættust Vík- ingur Ó. og Vestri, en bæði lið leika í riðli 1. Sá leikur fór fram í Akra- neshöllinni á föstudaginn. Hákon Ingi Einarsson kom Vestra yfir á 20. mínútu og Vestfirðingar leiddu í hálfleik, 0-1. Bjartur Bjarmi Bark- arson jafnaði metin fyrir Ólafsvík- inga á 65. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð. Lokatölur 1-1. Káramenn leika í B deild, riðli 2 og mættu Gróttu í Akraneshöllinni á sunnudaginn. Gestirnir fengu óskabyrjun og komust í 0-2 með mörkum frá Kristófer Orra Péturs- syni og Pétri Theódóri Árnasyni. En þá var komið að Káramönnum, sem jöfnuðu metin með mörkum frá Alexander Má Þorlákssyni og Aroni Ými Péturssyni og staðan 2-2 í hálfleik. Leikar stóðu jafnir þar til skömmu fyrir leikslok að Pétur Theodór skoraði sitt annað mark og innsiglaði sigur Gróttu, 2-3. Um helgina hófst sömuleið- is keppni í Faxaflóamóti kvenna, sem er fyrsta mót meistaraflokks á árinu. ÍA mætti FH í Akraneshöll- inni og höfðu Skagakonur tölu- verða yfirburði. Sigrún Eva Sig- urðardóttir skoraði snemma fyr- ir ÍA. Nokkru síðar varð Lovísa María Hermannsdóttir, leikmaður FH, fyrir því óláni að skora sjálfs- mark áður en Helena Ósk Hálf- dánardóttir minnkaði muninn fyr- ir gestana. Staðan í hálfleik var 2-1. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Erla Karitas Jóhannesdóttir skoruðu sitt markið hvor fyrir ÍA í síðari hálfleik og lokatölur því 4-1. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Mikið af mörkum í fyrstu leikjum ársins Körufuboltabúðir Skallagríms og Arion banka voru haldnar með miklum glæsibrag í Borgarnesi helgina 5. og 6. janúar síðastliðna. Þangað mættu 112 ungir og efni- legir körfuknattleikskrakkar af Vesturlandi og æfðu undir leið- sögn þjálfara og leikmanna meist- araflokka Skallagríms. Gestaþjálf- arar búðanna, þau Ólöf Helga Páls- dóttir og Finnur Freyr Stefánsson vöktu mikla lukku meðal krakk- anna, að því er fram kemur á Fa- cebook-síðu Kkd. Skallagríms. Auk æfinga var krökkum í 5.-10. bekk boðið upp á fyrirlestur frá Bergsveini Ólafssyni knattspyrnu- manni, um markmiðasetningu hvort heldur í tómstundum eða námi. „Við vonum að allir krakk- arnir hafi fengið hvatningu til að halda áfram að æfa sig eftir helgina og yfirgefið húsið með bros á vör,“ segir í tilkynningu á síðu Kkd. Skallagríms. kgk Fjölmennar körfubolta- búðir í Borgarnesi Alls tóku 112 ungir og efnilegir körfuknattleikskrakkar þátt í æfingabúðunum. Ljósm. Skallagrímur/ glh. Þunnskipað lið Skallagríms steinlá gegn Val á útivelli, 83-43, þegar lið- in mættust í Domino‘s deild kvenna á miðvikudagskvöld. Liðið lék án Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur og munaði um minna. Valskonur tóku afgerandi forystu snemma í fyrsta leikhluta, komust í 21-6 eft- ir sjö mínútna leik og leiddu 26-11 eftir upphafsfjórðunginn. Leikur- inn hélt áfram með svipuðu sniði í öðrum leikhluta. Valur hélt áfram að bæta við en Skallagrímskonur fundu engan veginn taktinn. Stað- an í hálfleik var 44-21 fyrir Val og úrslit leiksins svo gott sem ráðin. Bilið milli liðanna breikkaði enn frekar eftir hléið. Valur leiddi með 62 stigum gegn 34 eftir þrjá leik- hluta og að lokum fór svo að liðið sigraði með 40 stiga mun, 83-43. Brianna Banks var stigahæst í liði Skallagríms með 16 stig og sex frá- köst. Shequila Joseph skoraði tíu stig og tók þrettán fráköst en aðrar höfðu minna. Heather Butler skoraði 16 stig og tók fimm fráköst í liði Vals, Dag- björt Dögg Karlsdóttir skoraði 14 stig og gaf sjö stoðsendingar, Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði tólf stig og tók átta fráköst og Helena Sverr- isdóttir var með ellefu stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar. Skallagrímur situr í sjötta sæti deildarinnar með átta stig, jafn mörg og Haukar í sætinu fyrir neð- an en átta stigum á eftir Stjörnunni í sætinu fyrir ofan. Næst leikur Skallagrímur gegn botnliði Breiða- bliks í kvöld, miðvikudaginn 16. janúar. kgk Skallagrímskonur steinlágu gegn Val Shequila Joseph og félagar hennar í Skallagrími náðu sér engan veginn á strik gegn Val. Ljósm. Skallagrímur. Skallagrímur mátti játa sig sigraðan, 90-83, eftir jafnan og spennandi leik gegn Grindavík í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á fimmtudags- kvöld. Leikið var suður með sjó. Borgnesingar voru betri í upp- hafi leiks, nýttu sér slakan varnar- leik heimamanna og leiddu 15-7 þegar fyrsti leikhluti var hálfn- aður. Þá náðu Grindvíkingar smá rispu, komust yfir og höfðu fjög- urra stiga forystu eftir upphafsfjórð- unginn, 30-26. Heimamenn höfðu yfirhöndina í öðrum leikhluta en Skallagrímsmenn voru aldrei langt undan. Borgnesingar minnkuðu muninn í tvö stig seint í leikhlutan- um en Grindvíkingar áttu lokaorðið og höfðu átta stiga forskot í hléinu, 49-41. Þriðji leikhluti var svipaður og sá fyrri. Heimamenn leiddu en Borg- nesingar eltu. Skallagrímur minnk- aði muninn í fjögur stig en aftur áttu Grindvíkingar lokaorð leikhlutans og fóru með átta stiga forystu inn í lokafjórðunginn. Skallagrímsmenn voru ákveðnir og minnkuðu forskot heimamanna jafnt og þétt. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks voru Borg- nesingar búnir að minnka muninn í eitt stig og heldur betur farin að fær- ast spenna í leikinn. Þegar mínúta lifði leiks komust Skallagrímsmenn stigi yfir, 82-83 og voru nálægt því að stela sigrinum. En þeir brutu á Grindvíkingum í þriggja stiga skoti í næstu sókn. Öll vítin rötuðu gegn- um hringinn. Skallagrímsmenn hittu ekki úr sniðskoti og Grindvíkingar þökkuðu fyrir sig með þriggja stiga körfu þegar hálf mínúta lifði leiks og kláruðu síðan leikinn af vítalínunni. Lokatölur urðu 90-83, Grindvík- ingum í vil. Aundre Jackson átti stórleik fyrir Skallagrím, skoraði 35 stig og tók tíu fráköst. Bjarni Guðmann Jóns- son var með 13 stig og sex fráköst, Matej Buovac skoraði tólf stig og Björgvin Hafþór Ríkharðsson var með ellefu stig og tólf fráköst. Sigtryggur Arnar Björnsson, sem er Borgnesingum að góðu kunnur, skoraði 26 stig og gaf fimm stoð- sendingar í liði Grindvíkinga. Ólaf- ur Ólafsson var með 16 stig og níu fráköst, Lewis Clinch jr. var með 14 stig og fimm fráköst, Jordy Kuiper 13 stig og tíu fráköst og Kristófer Breki Gylfason var með tíu stig. Skallagrímur er í ellefta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveim- ur stigum meira en botnlið Breiða- bliks en fjórum stigum á eftir lið- unum fyrir ofan. Næst leikur Skalla- grímur á morgun, fimmtudaginn 17. janúar, þegar liðið mætir Stjörn- unni í Borgarnesi. kgk Nálægt því að stela sigrinum Litlu munaði að Bjarni Guðmann Jónsson og félagar hans í Skallagrími næðu að stela sigrinum í spennandi leik gegn Grindavík. Ljósm. Skallagrímur. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfing- ur úr Golfklúbbnum Leyni, hafnaði í 49. sæti á Fatima Bint Mubarak Ladies Open golfmótinu sem fram fór í Abu Dhabi um helgina. Mótið var fyrsta mót keppnis- tímabilsins á Evrópumótaröð kvenna. Valdís lék hringina þrjá í mótinu sam- anlagt á 14 höggum yfir pari og náði sér í raun aldrei almennilega á strik. Besti hringur hennar var þriðji og síðasti hring- ur mótsins þegar hún lék á höggi yfir pari. Næst heldur Valdís til Ástralíu þar sem hún leikur á úrtökumóti fyrir áströlsku mótaröðina 23. janúar. Þá hefur hún einn- ig fengið inn á Vic Open mótinu, sem er hluti af LPGA mótaröðinni. kgk/ Ljósm. úr safni. Náði sér ekki á strik í fyrsta móti ársins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.