Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Page 6

Skessuhorn - 24.07.2019, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 20196 Áttatíu ungmenni í vinnuskólanum BORGARBYGGÐ: Starf Vinnuskóla Borgarbyggðar hef- ur gengið vel í sumar, samkvæmt tilkynningu á vef sveitarfélagsins. Hefur verið nóg að snúast í góða veðrinu hjá um 80 ungmennum á aldrinum 12 – 16 ára. „Vinnu- skólinn fór af stað í byrjun júní og lýkur nú í lok júlí. Flokkstjórarn- ir fengu fræðslu og stóðu að und- irbúningi sumarsins fyrstu dag- ana til að verða sem best í stakk búnir þegar ungmennin mættu til starfa. Starf Vinnuskólans er fjölbreytt og hafa helstu verkefni ungmenna verið að snyrta nær- umhverfið og að taka þátt í störf- um nokkurra stofnana Borgar- byggðar. Þau störfuðu einnig á viðburðum og hátíðum sem og í Sumarfjöri og öðlast þar með mikilvæga starfsreynslu.“ -mm Ferðaþjónustu- fundur STYKKISH: Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, Stykkishólmsbær og Efling Stykkishólms boðuðu í gærkvöldi til fundar um sam- starfsverkefni á sviði ferðaþjón- ustu með áherslu á Stykkishólm. Fundurinn hófst í Amtsbókasafn- inu kl. 20:00 í gær, þriðjudaginn 23. júlí og var ekki hafinn þegar Skessuhorn fór í prentun. Mark- miðið með fundinum var að fá ferðaþjónustufólk í Stykkishólmi saman að samstarfsborði, varpa ljósi á það sem verið er að gera og horfa fram á veginn. Ræða um framtíðarhorfur og hvað má gera til að efla ferðaþjónustu í Hólm- inum enn frekar. Kynning var á Gestastofu Snæfellsness og þeim tækifærum sem í henni felast fyr- ir Stykkishólm og Snæfellsnes í heild. -kgk Árleg úthlutun sjávarafla LANDIÐ: Kristján Þór júlíus- son, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, hefur ráðstafað rúm- lega 31 þúsund tonnum til sér- stakra aðgerða í fiskveiðistjórnun- arkerfinu eða alls 23.316 þorsk- ígildistonnum. Um árlega úthlut- un er að ræða sem byggir á lög- um um stjórn fiskveiða en sam- kvæmt þeim er 5,3% af heildar- afla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalög- um, línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveið- ar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu. „Stjórnvöld eru með þessari út- hlutun að ráðstafa þeim aflaheim- ildum sem þau fara með forræði yfir. Ég er þeirrar skoðunar að þessum miklu verðmætum megi úthluta með öðrum og betri hætti en nú er gert. Því skipaði ég í maí sl. starfshóp til að endurskoða nú- gildandi kerfi og vænti ég þess að hópurinn ljúki störfum í nóvem- ber. Ég bind vonir við að afrakst- ur þeirrar vinnu megi nýta til að úthluta þessum verðmætum með betri og markvissari hætti en nú er,“ segir ráðherra. -mm Skagaverk ekur skólabörnunum HVALFJ.SV: Á fundi sveitar- stjórnar Hvalfjarðarsveitar 9. júlí síðastliðinn var kynnt niðurstaða útboðs á skólaakstri fyrir nem- endur Heiðarskóla sem Ríkiskaup vann fyrir sveitarfélagið. Ósk- að var eftir tilboðum í skólaakst- ur fyrir grunnskólanema í fjög- ur skólaár, þ.e. frá byrjun skóla- árs haustið 2019 til og með loka skólaárs vorið 2023. Möguleiki er á framlengingu þrisvar sinn- um um eitt ár, að hámarki sjö ár. Um er að ræða fimm aksturleið- ir. Sveitarstjórn samþykkti sam- hljóða tillögu Ríkiskaupa um að ganga til samninga við Skagaverk ehf. um skólaakstur á öllum fimm akstursleiðunum. „Skagaverk eru hæfir samkvæmt valforsendum út- boðsins og bjóða lægsta verð í all- ar akstursleiðir útboðsins,“ segir í bókun sveitarstjórnar. -mm Tæp 80 prósent virkir LANDIÐ: Nú um mitt árið 2019 hafa rétt yfir 16.000 einstaklingar hafið starfsendurhæfingu á veg- um VIRK starfsendurhæfingar frá stofnun starfsendurhæfingar- sjóðsins árið 2008. Nú eru 2.600 einstaklingar í starfsendurhæfing- arþjónustu á vegum VIRK um allt land. Fjárhagslegur og samfélags- legur árangur og ávinningur af starfsemi VIRK er mikill þar sem hún hefur á undanförnum ára- tug skilað þúsundum einstaklinga í virka þátttöku á vinnumarkaði, en 77% þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða láns- hæfu námi. „17,2 milljarðar króna ávinningur var af starfsemi VIRK árið 2018 samkvæmt ráðgjafafyr- irtækinu Talnakönnun sem met- ið hefur ávinning af starfseminni undanfarin sex ár. Sama ár nam rekstrarkostnaður VIRK 3,1 millj- örðum króna. Þá sýna þjónustu- kannanir VIRK að þátttakend- ur eru undantekningalítið mjög ánægðir með þjónustuna og telja hana auka verulega bæði lífsgæði sín og vinnugetu,“ segir í tilkynn- ingu frá VIRK. -mm Björn Bjarki Þorsteinsson, fyrrver- andi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð og núverandi fram- kvæmdastjóri Brákarhlíðar í Borg- arnesi, varpaði nýverið á Facebo- ok síðu sinni fram þeirri hugmynd, inn í raðir flokksfélaga sinna, að hvetja Harald Benediktsson bónda á Vestra-Reini og fyrsta þingmann Norðvesturkjördæmis til að gefa kost á sér til formennsku í Sjálf- stæðisflokknum. Björn Bjarki seg- ir umræðu að undanförnu í röðum Sjálfstæðismanna gefa tilefni til að leitað verði að mannasætti til for- ystu og þá gjarnan út fyrir raðir ný- verandi forystu. „Það er fullt tilefni til að velta við steinum, ræða málin, og allt í fullri virðingu fyrir núver- andi forystufólki Sjálfstæðisflokks- ins, sem allt er sómafólk,“ seg- ir Björn Bjarki en bætir við: „Har- aldur Benediktsson hefur sýnt með framgöngu sinni á Alþingi, í forystu fjárlaganefndar og í öðrum verkum að hann er skynsamur, lausnamið- aður og maður sátta þó þannig að það næst ætíð lending og verkin komast í framkvæmd - og það eru stórir kostir. Með hverjum degin- um sem líður styttist í næsta lands- fund Sjálfstæðisflokksins, er ekki fullt tilefni Haraldur til að hugsa málið,“ spyr Björn Bjarki. Skessuhorn bar þessar vanga- veltur undir Harald Benediktsson sem neitaði staðfastlega að nokk- uð í þessa veru væri í farvatninu og hreint ekki í umræðunni. „Við Sjálfstæðismenn höfum prýðilegan formann og varaformann og þetta ágæta fólk er ekki á förum úr for- ystu flokksins. Ég lít því á þessa áskorun frá Bjarka sem svona létt- an sumarleik, flestir aðrir eru hins vegar alveg uppteknir í Face-app- inu,“ sagði Haraldur og hló. Formaðurinn neitar staðfastlega Því má við þetta bæta að Morgun- blaðið bar undir Bjarna Benedikts- son, formann Sjálfstæðisflokksins, þá spurningu, hvort hann hygðist segja af sér formennsku, en sögu- sagnir hermdu að svo væri. „Það er enginn fótur fyrir þessum end- urteknu sögusögnum. Þessar sögu- sagnir, eða slúður, má að mínu mati rekja til andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins, sem óska þess helst að ég hætti. Ég lít einfaldlega á slíkar óskir sem hrós, en þeim mun ekki verða að ósk sinni, því það er ekki að fara að gerast að ég hætti sem formaður flokksins,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í síðustu viku. mm Óhapp varð í Akraneshöfn á þriðju- daginn í liðinni viku þegar gírolía lak úr togaranum Bjarna Ólafssyni og í höfnina. Verið var að gera skip- ið klárt fyrir makrílveiðar. Að sögn Einars Guðmundssonar hafnar- varðar var lán í óláni að Páll Erl- ingsson var á ferð á bryggjunni um þetta leyti og varð lekans var. Hann fór um borð í Bjarna, tókst að stöðva lekann og lét vita af hon- um. Skipstjórarnir og bræðurn- ir Runólfur og Gísli Runólfssyn- ir gerðu síðan Einari hafnarverði viðvart sem hringdi eftir mönnum frá Faxaflóahöfnum sem komu með viðeigandi búnað og hreinsuðu upp olíuna. Að sögn Einars tókst að loka fyrir nokkuð af olíunni með hulsum áður en henni var dælt upp úr, en ekki alla því hana rak ákaflega hratt út úr höfninni. „Á að giska voru þetta milli 50 og 100 lítrar. Gírolían flýt- ur ofan á vatninu og verður auk þess gul á litinn þegar hún kemst í snertingu við vatn, svo þetta varð enn meira áberandi en annars,“ segir hann. „Svona lagað gerist sem betur fer mjög sjaldan,“ segir Einar að endingu. kgk Gírolían verður gul á litinn þegar hún kemst í snertingu við sjóinn. Lekinn var því nokkuð áberandi. Ljósm. glh. Olía lak í Akraneshöfn Hvetur Harald til að gefa kost á sér til formennsku

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.