Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2019, Page 2

Skessuhorn - 25.09.2019, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 20192 Haustið er farið að færast yfir landið með fögrum litabreyt- ingum sínum. Því er ekki úr vegi að staldra við, líta í kring- um sig og njóta haustsins stutta stund þegar færi gefst. Austan- og norðaustanátt á morgun, 8-15 m/s, hvassast við suðausturströndina. Dálítil rigning fyrir sunnan og austan, en skýjað með köflum og yfir- leitt þurrt annars staðar. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á Vesturlandi en svalast fyrir austan. Norð- austanátt, 5-10 m/s á fimmtu- dag. Dálítil væta fyrir norðan og austan og hiti 5 til 10 stig. Bjart á suðvesturhorninu að mestu og hiti allt að 16 stig. Á laugardag og sunnudag er út- lit fyrir norðaustlæga átt, 5-10 m/s. Skýjað og þurrt að mestu á Suður- og Vesturlandi. Annars skýjað og úrkomulítið og kóln- ar í veðri. Hægir vindar, skýjað með köflum eða bjartviðri en fremur svalt í veðri á mánudag. Í liðinni viku voru lesendur vefs Skessuhorns spurðir hvort þeir hlökkuðu til vetrarins. „Nei, eig- inlega ekki“ sögðu flestir, eða 43% og „hugsa ekki um það“ sögðu 24%. „Já, mjög mikið“ sögðu hins vegar 17% full eftir- væntingar og „já, svona frekar“ sögðu 16%. Í næstu viku er spurt: Hversu oft borðar þú ís? Geir Konráð Theódórsson held- ur í dag upp í mikið ferða- lag. Hann eltir ástina til Níg- er og ætlar að leyfa lesendum Skessuhorns að fylgjast með ævintýrum sínum í einu van- þróaðasta ríki heims í vetur. Ævintýramaðurinn sem fylgir hjartanu er Vestlendingur vik- unnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Opnunartími Kjörbúðar styttur DALABYGGÐ: Opnunartími Kjörbúðarinnar í Búðardal hef- ur verið styttur. Miði á hurð beið viðskiptavina verslunarinn- ar í byrjun síðustu viku þar sem greint var frá styttingu opnun- artímans. Þar kom fram að frá og með 16. september verður opið frá kl. 9:00 til 18:00 mánu- daga til fimmtudaga, en frá kl. 9:00 til 19:00 á föstudögum eins og áður var alla virka daga. Á laugardögum verður óbreytt- ur opnunartími frá kl. 10:00 til 18:00 en á sunnudögum frá kl. 12:00 til 17:00, en áður var opið til 18:00 á sunnudögum. Sam- tals styttist opnunartími versl- unarinnar því um fimm klukku- stundir á viku; fjórar klukku- stundir á virkum dögum og eina um helgar. Á miðanum sem beið viðskitpavina á hurðinni fylgdu þau skilaboð að breyttur opn- unartími væri með það mark- mið að standa vörð um verðlag- ið. Ekki náðist í Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóra Kjör- búða, við vinnslu fréttarinnar. -kgk Taka upp spilin á mánudaginn BORGARFJ: Félagar í Bridds- félagi Borgarfjarðar hefja vetr- arstarfið næstkomandi mánu- dag klukkan 20 í Logalandi. Að sögn Ingimundar Jóns- sonar fjölmiðlafulltrúa félags- ins verður á fyrstu kvöldunum spilaðar stakar keppnir í tví- menningi en með haustinu fær- ist aukinn þungi í leikana. Allir eru velkomnir til félags við spil- ara, nóg pláss í húsinu og góður andi ræður ríkjum. Loks minn- ir Ingimundur á að árlegt Þor- steinsmót er fyrirhugað laug- ardaginn 23. nóvember þannig að fólk getur tekið daginn frá. -mm Sjóða þarf neysluvatn REYKHÓLAR: E.coli gerl- ar hafa fundist í neysluvatni á Reykhólum, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu sveit- arfélagsins. Í fréttinni eru íbúar minntir á hvað skuli gera þeg- ar slíkir sjúkdómsvaldandi gerl- ar finnist í neysluvatni en þá er mikilvægt að sjóða allt vatn sem nota á við matargerð eða drykkjar. Við suðu verða gerl- arnir óvirkir og ættu ekki að skaða heilsu fólks. Mikilvægt er að vatnið nái að bullsjóða áður en það er notað við matargerð, hvort sem það er til beinnar neyslu, til að skola matvæli eða bursta tennur. -arg „Þetta er komið á fleygiferð og ger- ist hratt þessa dagana,“ segir Jón Ágúst Garðarsson, framkvæmda- stjóri Bestlu, í samtali við Skessu- horn. Framkvæmdir fyrirtækis- ins við fimm hæða íbúða- og þjón- ustuhús við Dalbraut 4 á Akranesi hófust formlega með skóflustungu 22. febrúar síðastliðinn og eru nú komnar á fullt. Á neðstu hæð húss- ins verður 1270 fermetra salur í eigu Akraneskaupstaðar, sem m.a. Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni fær til afnota fyrir félags- starf sitt. Á fjórum hæðum þar fyr- ir ofan verða samtals 26 tveggja- og þriggja herbergja íbúðir, ætlað- ar eldri borgurum og bílastæði fyrir hverja íbúð er í kjallara. Ríkið og sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu eiga nú í viðræðum vegna uppbyggingar svokallaðrar Borgar- línu og hefur væntanlegri Sunda- braut verið bætt við í þeim viðræð- um. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra greindi frá málinu á Facebook á föstudaginn: „Nokkr- ir möguleikar koma til greina um hvar og hvernig best sé að leggja Sundabraut og hvernig megi auð- velda umferð á milli miðborgar og Grafarvogs, létta á umferð á höfuð- borgarsvæðinu og stytta leiðir út á land. tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes, sem miðast við núgildandi skipulag, og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holta- veg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfsemi. Ég hef áður sagt að lágbrú yfir Kleppsvík sé fýsi- legri kostur en jarðgöng. Bæði er hún ódýrari, henti fyrir alla sam- göngumáta, þ.e. bílandi, almenn- ingssamgöngur, gangangi og hjól- andi,“ skrifaði Sigurður Ingi. Varðandi síðari áfanga segir ráð- herra að Sundabraut muni ná frá Gufunesi um Geldinganes, yfir Leiruvog, Gunnunes, Álfsnes og Kollafjörð að tengingu við Vest- urlandsveg. „Næstu skref snúa að frekari viðræðum við Faxaflóahafn- ir og skipulagsyfirvöld í borginni,“ skrifar ráðherrann en viðræður við Faxaflóahafnir snúa m.a. að hæð væntanlegra brúa en lágar brýr gera sundin ekki skipgeng. Komið hefur fram í fjölmiðlum að ný áætlun um framkvæmdir í sam- göngumálum á höfuðborgarsvæð- inu til næstu 15 ára verðir kynnt- ar formlega á morgun, fimmtudag. Nær sú áætlun yfir uppbyggingu stofnbrauta, almenningssamgöng- ur, borgarlínu, hjóla- og göngu- stíga og umferðarstýringu og gert ráð fyrir að fyrstu framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Áætlun um kostnað hljóðar upp á 120 milljarða króna en þar af muni um 50 millj- arðar renna til uppbyggingar um- ferðarmannvirkja og tæpir 50 millj- arðar til borgarlínu. Uppbygging Sundabrautar er ekki inni í þeirri upphæð. Allar eiga þessar breyting- ar að skila betra flæði í umferð að og innan höfuðborgarsvæðisins og auknu öryggi. Samkvæmt heimildum Skessu- horns er gert ráð fyrir innheimtu vegtolla til að fjármagna væntanleg- ar stórframkvæmdir á höfuðborg- arsvæðinu. Það er auk þess liður í breyttri tekjuöflun af bifreiðum og snýr að orkuskiptum í samgöngum. Gera má ráð fyrir að málið skýrist betur á morgun, fimmtudag, þegar sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ráðuneytið hefur boðað nánari kynningu um málið. mm Framkvæmdir við Dalbraut 4 á fullum skriði Stefnan að húsið verði risið fljótlega eftir áramót Ráðherra kynnti fyrstu hugmyndir varðandi Sundabraut „Núna erum við að klára að steypa plötu bílakjallarans og búið er að framleiða einingarnar í fyrstu hæð hússins. Við byrjum á að setja loftplötuna í bílakjallarann í næstu viku og svo verður byrjað að reisa fyrstu hæðina, þjónustumiðstöð- ina, strax eftir mánaðamótin,“ segir hann og bætir því við að vel hafi gengið á framkvæmdatíman- um. „Í byrjun var ekki búið að út- færa hvernig salurinn átti að vera. En það gekk mjög vel, í samstarfi við FEBAN og eftir það gátum við sett okkar framleiðslu á fullt. Síðan þá hefur þetta gengið vonum fram- ar, engin vandamál komið upp og ekkert sem hægt er að kvarta yfir,“ segir Jón Ágúst og bætir því við að samstarf fyrirtækisins við Akranes- kaupstað hafi gengið mjög vel. Það er Smellinn ehf. sem reis- ir húsið fyrir Bestlu, en fyrirtæk- ið er sjálft með innivinnuna. Sam- ið hefur verið við pípara á Akra- nesi um pípulagnirnar og verið er að semja við rafvirkja af Akranesi. „Eins og staðan er í dag eru það allt heimamenn sem eru að vinna í húsinu. Það var stefna okkar í upp- hafi og við höfum gert það þegar við byggjum úti á landi, nýtt krafta þeirra sem fyrir eru í sveitarfé- laginu,“ segir hann. Áætlað er að íbúðirnar í húsinu verði tilbúnar til afhendingar vor- ið 2020. Jón kveðst ekki eiga von á öðru en það gangi eftir. „Stefnan er að búið verði að reisa húsið alveg fljótlega eftir áramót. Innivinna fer af stað um mánaðamót október og nóvember, loftræsting í bílakjallra og annað sem því fylgir. Síðan verður innivinnan unnin samhliða reisningunni á húsinu. Stefnan er síðan að afhenda húsið fullklárað seinni hluta næsta vors,“ segir Jón Ágúst Garðarsson að endingu. kgk Frá byggingasvæðinu síðdegis á mánudaginn.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.