Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2019, Side 4

Skessuhorn - 25.09.2019, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Byltingarsinnarnir við Við lifum á tímum hröðustu tækniframfara nokkru sinni. Sumum kann að finnast þær ógnvekjandi, en kannski einkum þeim sem kjósa að láta eins og tækniframfarir komi þeim ekki við. Loka bara augunum og freistast til að halda sig innan þekkts þægindaramma, óska þess að lífið breytist sem allra, allra minnst og vona hið besta. Skyndilega eftir ótilgreindan tíma sitja þeir eftir, líkt og nátttröll, daprir yfir því að hafa ekki nýtt tækifærin. Ég sat nýlega áhugaverða ráðstefnu þar sem fjölmargir ræddu þær breytingar og áskoranir sem fylgja því sem kallað hefur verið fjórða iðnbyltingin. Við lifum nefnilega tíma örari tæknibreytinga en nokkur önnur kynslóð hef- ur staðið frammi fyrir. En fyrst að dálítilli söguskýringu til að varpa ljósi á hversu í rauninni er örstutt síðan tæknin hóf innreið sína. Fyrsta tímabil iðnbyltingar er skilgreint þegar ýmiss iðnaður var vél- væddur seint á 19. öld, fyrst í Bretlandi. Störf þar sem áður var krafist mannshandarinnar var allt í einu hægt að vinna að hluta eða öllu leyti í vél- um sem knúnar voru vatnsafli eða gufu. Þetta var um það leyti sem afi minn fæðist. Iðnbylting númer tvö nefndist sú sem fylgdi rafvæðingunni undir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Færibönd bættust við tæki og tól og hægt var að fjöldaframleiða hluti á áður óþekktum hraða. Þetta var um svipað leyti og faðir minn fæðist, en hann leit fyrst dagsins ljós miðjan frostavetur- inn mikla 1918. Loks verður þriðja iðnbyltingin, sem oft hefur verið nefnd stafræna byltingin. Hún hófst nokkru áður en ég kem í heiminn. tölvur komu fyrst til sögunnar og með snilli þeirra var hægt að auka til muna fram- leiðslugetu vélanna og sjálfvirni jókst. Jafnvel „fæddust“ vélmenni, sam- skipti urðu stafræn og samfélagið breyttist í að vera svona nokkurn veginn eins og við þekktum það fram á fyrstu ár þessarar aldar, þegar dóttir mín var að byrja að vaxa úr grasi. Fjórða iðbyltingin er nú komin á fullan skrið, hefur nánast laumast aftan að manni! Hún hefur nú hraðari áhrif á allt um- hverfi okkar en við gerum okkur grein fyrir, eða öllu heldur höfum snerpu til að fylgja eftir (lesist ég). Þetta er iðnbyltingin sem byggir á stafrænum grunni og tengir saman ólíka tækni og mun leiða til grundvallarbreytinga á hagkerfum, fyrirtækjum og þjóðfélögum. Heilu starfsgreinarnar munu innan tíðar leggjast af. Það mun í besta falli þykja hlægilegt eftir nokkur ár það sem okkur finnst sjálfsagður hlutur í dag. Landamæri í þeirri merk- ingu sem við þekkjum munu hverfa, bætt samskipti mun eiga þátt í aukinni þekkingu almennings og óbreytt verður skólakerfið ekki. Með tæknifram- förum er nefnilega alltaf leitast við að auka framleiðni, hvort sem það er í vinnu, skóla eða frístundum. Í hagkvæmni felst ekki að viðhalda störfum ef tæknin gerir þau óþörf. Enginn verður tilbúinn að greiða fyrir slíkt bruðl. Niðurstaða þess fundar sem ég sat um daginn var sú að við þurfum að vera á tánum varðandi menntun ef við ætlum að fylgja þeirri framþróun sem er að eiga sér stað. Án endurmenntunar og fræðslu munum við sitja eftir og gætum átt það á hættu að verða vanþróað ríki í stað þess að vera í fararbroddi þjóða. Ég hef reyndar engar áhyggjur af slíkt gerist en erfiðasta brekkan að klífa er hins vegar sjálfur mannshugurinn; hversu móttækileg við kjósum að vera fyrir nýjungum morgundagsins, augnabliksins. En þessar tæknibyltingar hafa gerst hratt, einungis í tíð fjögurra kyn- slóða. Ég kynntist afa mínum vel sem fæddist í upphafi fyrstu iðnbylting- arinnar og geri mér grein fyrir áhrifum annarrar iðnbyltingarinnar, þeg- ar faðir minn var að vaxa úr grasi. Var sjálfur svo heppinn að ná í hælana á fyrstu áhrifum þriðju iðnbyltingarinnar og geri mér ljóst að dóttir mín mun ekki nema af afspurn þekkja aðstæður annarra iðnbyltinga. En það er ekkert að óttast, svo lengi sem við lítum á breytingarnar sem tækifæri, ekki ógnir. Magnús Magnússon Síðastliðin fimmtudag fór Re- becca C.K. Ostenfeld í björgun- arferð í Dölum eftir að hafa feng- ið tilkynningu um fálka sem virtist þurfa aðhlynningar. Fálkinn dvaldi fyrst um sinn hjá Rebeccu á Hólum þar sem hún rekur húsdýragarðinn Hólar Farm en Rebecca var í stöð- ugu sambandi við Náttúrufræði- stofnun vegna ummönnunar fugls- ins. Á sunnudag var fálkinn flutt- ur í Húsdýragarðinn í Reykjavík til aðhlynningar en stefnt er að því að sleppa honum á björgunarstað þeg- ar hann hefur náð sér á strik aftur. sm Grundarfjarðarbær efnir til árlegr- ar ljósmyndasamkeppni, nú í tí- unda skipti. Þema keppninnar í ár er fegurð. Ljósmyndirnar verða að vera teknar innan marka sveit- arfélagsins á tímabilinu desemb- er 2018 til nóvember 2019 og geta allir sent inn allt að fimm mynd- ir. Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar og fyrstu verðlaun eru 50.000 krónur, önnur verðlaun 30.000 krónur og þriðju verðlaun 20.000 krónur. Með því að efna til ljósmyndasamkpenni vill Grundar- fjarðarbær safna saman góðu mynd- efni úr sveitarfélaginu til að nota við kynningar og aðra starfsemi bæjarins auk þess að kveikja áhuga á ljósmyndun bæjarbúa. Skilafrest- ur á myndunum er til miðnætt- ist fimmtudaginn 10. nóvember og geta keppendur sent myndina á netfangið arna@grundarfjordur.is. arg Skýrslan „NABO-social inclusion of youth in Iceland“ var birt fyrir skemmstu en þar er gerð grein fyr- ir félagslegri þátttöku ungmenna á Íslandi. Við gerð hennar var rætt við 38 íslensk ungmenni á aldrin- um 18-24 ára með það að mark- miði að finna leiðir til að stuðla að aukinni félagslegri þátttöku þeirra. Verkefnið miðar að því að hlusta á ungmenni til að afla þekkingar á því hvernig þau upplifa félagslega aðlögun og möguleika til félags- legrar og pólitískrar þátttöku. Í skýrslunni koma fram sjónarmið 38 ungmenna á aldrinum 18-24 ára. Skýrslan var tekin saman af starfs- mönnum Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Að tilheyra samfélaginu Eftir vinnu með rýnihópum gefa niðurstöðurnar til kynna að ung- menn upplifi mismunun vegna ungs aldurs og skorts á áhuga og mögu- leikum til að hafa áhrif á stærri pólitísk úrlausnarefni. Þau upplifa vanda við að komast í eigið hús- næði og skort á húsnæði á viðráð- anlegu verði. Einnig ræddu þau um fjárhagsstöðu sína, geðheilbrigðis- vanda og skort á áreiðanlegum og tiltækum almenningssamgöngum. Þau bentu jafnframt á að félags- legur stuðningur og tilfinning um að tilheyra samfélaginu væru þættir sem þau teldu mikilvæga til að auka félagslega þátttöku. Tillögur til að efla félagslega þátttöku Í lok skýrslunnar eru settar fram til- lögur, byggðar á svörum ungmenn- anna, sem gætu eflt félagslega þátt- töku ungmenna á Íslandi. Má þar nefna: Fyrirbyggjandi aðgerðir til að taka á því sem hefur neikvæð áhrif á líf ungmenna á Íslandi í dag. Svo sem að auka fræðslu um mismun- andi tegundir fíknar og um andlega vanlíðan. Fagaðilar og fólk sem hefur sjálft reynslu af að takast á við slíkan vanda gæti haldið fyrirlestra í skólum um þessi mál. Auðvelda aðgengi að sálfræði- þjónustu fyrir ungmenni. Fordómar og óþol eru samtengd fyrirbæri og hafa áhrif á ungmenni. Þá staðreynd þarf að viðurkenna. Vinna þarf gegn fordómum og óþoli í samfélaginu öllu. Skapa aðstæður fyrir ungt fólk til að taka þátt í og hafa áhrif á ákvarð- anir í nærsamfélaginu. til dæmis að geta tekið þátt í og haft áhrif á umræðu um húsnæðismál, almenn- ingssamgöngur og frístundastarf. Ákvarðanir sem snerta ungt fólk ættu að byggjast á þekkingu ungs fólks. Fylgjast með lífskjörum hópa ungs fólks sem við vitum að þurfa sérstakan stuðning samfélagsins. til dæmis LGBtQ fólk, innflytj- endur, ungt fólk með geðraskanir og ungt fólk með fötlun. mm Fálka komið til bjargar Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar Smábátahöfnin í Grundarfirði. Ljósm. mm. Tillögur um hvernig auka megi félagsþátttöku ungmenna

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.