Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2019, Qupperneq 14

Skessuhorn - 25.09.2019, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 201914 Mikil úrkoma var um allt Vesturland fyrir helgi, einkum frá miðvikudegi og fram á föstudag en tók að draga úr rigning- unni aðfararnótt laugardags. Miklir vatnavextir urðu í ám og lækjum sem ollu raski á samgöngum víða um landshlutann. Svínadalsvegur fór í sundur við Súluá, Langavatnsvegur var ófær vegna vatnavaxta, vatn flæddi yfir Snæfellsnesveg við Þverá í Eyja- og Miklaholtshreppi, sem og Akrafjallsveg, svo dæmi séu tekin. Aurskriða féll á Skarðsstrandarveg undir Múlahlíð, milli Ballarár og Klofnings, síðastliðinn fimmtudag og virðist hann skemmdur eftir vatnsveðrið. Á sunnudag mátti sjá stóra sprungu í vegarkantinum, þar sem jarðskrið hafði orðið úr veginum. „Það er ofboðslegt vatnsveður búið að vera hérna, allar ár alveg kolmórauðar við alla bakka,“ sagði trausti Bjarnason, bóndi á Á á Skarðsströnd, í samtali við Skessuhorn á föstudagsmorgun. Um áttaleytið á laugardagsmorgun var greint frá því á vefsíðu Vegagerðarinnar að skriða hefði fallið á veginn um Gilsfjörð, við ytri Ólafsdalshlíð. Um tveimur klukkustundum síðar hafði vegurinn verið opnaður. Ljóst er að víða hafa orðið einhverjar skemmdir á vegum í vatnsveðrinu í síðustu viku en þó voru allar aðalleiðir landsins orðnar greiðfærar snemma á mánudagsmorgun, að því er fram kom á vef Vegagerðarinnar. Síðdegis á mánudag var Jökulhálsleið þó enn ófær vegna vatnavaxta sem og Langavatnsvegur og Steinadalsheiði sem lokuð var vegna aurbleytu. Meðfylgjandi myndir voru allar teknar síðastliðinn fimmtudag. kgk/ Ljósm. mm Mikil flóð í ám og lækjum á Vesturlandi Ræsi við afleggjara að sumarhúsi ofarlega í Stafholtstungum. Innan við ræsið myndaðist svelgur þegar ræsið hætti að hafa undan en hér fossar það fram. Ljósm. mm. Leirá spýttist út úr ræsinu undir þjóðveginn neðan við Beitistaði. Gufuá í Borgarhreppi sem vart rann milli steina í sumar, var sem stórfljót á að líta. Norðurá milli bæjanna Munaðarness og Hlöðutúns. Víða var Norðurá farin að fljóta upp á tún, hér eru kindur á „eyju“ neðan við bæinn Brekku. Ræsi á heimreið að sumarbústað í Norðurárdalnum hafði ekki undan og þá fór að flæða yfir veginn. Vatnið var komið langleiðina upp í dekkin á gömlu brúnum yfir Ferjukotsskýkin. Berjadalsáin sem vart rann í sumar var býsna vatnsmikil. Ljósm. Kolla Ingvars. Haffjarðará. Ljósm. Þóra Sif Kópsdóttir. Hítará var óárennileg þar sem hún steyptist fram milli nýju og gömlu brúarinnar. Ljósm. þsk. Björgunarsveitirnar Heiðar og Brák voru kallaðar út til leitar að fólki á Langavatnsdal. Beilá reyndist ófær og urðu björgunarsveitarmenn frá að að hverfa. Þyrla sótti ferðafólk sem var strandaglópar á svæðinu. Á Langavatnsvegi hafði þessu ræsi skolað undan veginum. Ljósm. Björgunarsveitin Heiðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær þrjá ferðamenn sem urðu innlyksa við Langavatn sökum vatnavaxta. Ljósm. Landhelgisgæslan. Urriðaá á Mýrum hefur sjaldan orðið svona vatnsmikil. Ljósm. Þóra Sif Kópsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.