Skessuhorn - 25.09.2019, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 2019 25
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
var í sumar ráðin til eins árs í starf
fréttamanns RÚV á Vesturlandi og
Vestfjörðum. Halla Ólafsdóttir hef-
ur sinnt starfinu frá árinu 2015 en
er nú í barneignarleyfi. Elsa María
er fædd og uppalin á Akranesi þar
sem hún gekk í skóla og lauk stúd-
entsprófi frá Fjölbrautaskóla Vest-
urlands áður en hún fór til Reykja-
víkur í Myndlistarskólann. Þá hef-
ur hún lokið námi við Listaháskól-
ann og nú síðast var hún formað-
ur Landssamtaka íslenskra stúdenta
og er þetta frumraun Elsu Maríu
á sviði fjölmiðlunar. „Ég hef mik-
inn áhuga á fólki og þessi landshluti
þykir mér sérstaklega spennandi
og þekki hann vel. Ég kem sjálf af
Vesturlandi og á ættir að rekja á
Vestfirði. Þegar ég sá þetta starf svo
auglýst fannst mér þetta eitthvað
sem ég myndi vilja prófa,“ seg-
ir Elsa María í samtali við Skessu-
horn.
Elsa María hefur komið sér vel
fyrir á starfsstöð RÚV í Borgarnesi.
„Ég hef svona verið að koma mér
fyrir og kynnast starfinu en svo hef
ég verið á þvælingi hingað og þang-
að að heilsa fólki og sýna mig. Það er
ýmislegt í gangi á þessu svæði, mik-
il uppbygging og mörg spennandi
verkefni sem ég hef verið að kynna
mér. Ég fer einu sinni í mánuði til
Ísafjarðar þaðan sem ég flyt fréttir
auk þess sem ég mun þvælast um allt
svæðið og segja frá því sem efst er á
baugi hverju sinni. Ég sé ekki fram
á að það verði dauður tími hjá mér
næsta árið og hlakka bara til að tak-
ast á við þetta,“ segir hún. arg
Reynir Hauksson flamengógítarleikari.
Ljósm. úr safni.
Vinna við fjárhagsáætlun sveitarfé-
laga stendur sem hæst þessi miss-
erin. Sveitarstjórnarfólk um allt
land vinnur nú að því að rýna í fjár-
hagsstöðu síns sveitarfélags og for-
gangsraða fjárheimildum til mála-
flokka, framkvæmda og fjárfest-
inga. Stærstur hluti af ráðstöfun-
artekjum sveitarfélagsins fer í að
standa straum ef þeim kostnaði sem
fellur undir þá grunnþjónustu sem
sveitarfélaginu ber að sinna. Öðr-
um verkefnum og fjárfestingum er
forgangsraðað eftir áherslum póli-
tískra fulltrúa á hverjum tíma.
Líðan ungs fólks
Andleg og líkamleg heilsa barna
og unglinga er grunnurinn að vel-
ferð þeirra í lífinu. Á síðasta sveit-
arstjórnarfundi lagði ég til að sveit-
arstjórn í Borgarbyggð myndi sam-
einast um að leggja sérstaka áherslu
á stuðning við íþrótta- og tóm-
stundastarf barna og unglinga í
sveitarfélaginu til framtíðar ásamt
því að leggja meiri þunga í forvarn-
arstarf. Mikil umræða hefur verið
síðasta árið um líðan barna og ung-
linga hér á landi ásamt almennri
vakningu í samfélaginu um and-
lega sjúkdóma, eins og þunglyndi
og kvíða, auk staðreynda um aukna
lyfjanotkun ungmenna og skelfileg-
ar afleiðingar sem þær hafa vald-
ið. Þökk sé þeim sem hafa opnað á
þessa umræðu.
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt
fram á að reglubundin hreyfing get-
ur dregið verulega úr þunglyndi og
kvíða, rannsóknir sýna einnig fram
á minni einkenni þunglyndis og
annarra geðraskana hjá einstakling-
um sem stunda reglubundna hreyf-
ingu. Einnig hefur það komið fram
að sterk tengsl eru á milli jákvæðrar
sjálfsmyndar í æsku og getu til að
setja sér markmið og þess að takast
á við erfileika í daglegu lífi á full-
orðinsárum.
En hvað getum við sem sveitar-
félag gert til þess að vinna að því
að börnin okkar vaxi og dafni sem
sterkir einstaklingar? Það er sam-
eiginlegt verkefni á ábyrgð okk-
ar allra sem komum að uppeldi og
umhverfi barna á einn eða annan
hátt að vinna að því að þeim líði vel
í eigin skinni og dafni sem ábyrgir
og sterkir einstaklingar. Sýni þraut-
seigju í daglegum verkefnum og
temji sér umburðarlyndi og virð-
ingu gagnvart umhverfinu og öðr-
um. Eins og sagt hefur verið oft
áður, það þarf heilt samfélag til að
ala upp barn.
Sjálfboðaliðastarfið
ómetanlegt
Um allt land hafa sjálfboðaliðar
unnið óteljandi vinnustundir til að
halda úti íþrótta- og tómstunda-
starfi. Saga skipulagðs íþrótta-
starfs fyrir börn og unglinga á sér
langa sögu í Borgarbyggð. Að-
staða til íþróttaiðkunar í sveitarfé-
laginu hefur verið að byggjast upp
á löngum tíma og hefur tekið mið
af öllum þeim fjölbreyttu íþrótta-
greinum sem hafa verið stundaðar
af kappi hér um áraraðir. Íþrótta-
og tómstundastarf sem hefur ver-
ið drifið áfram af þrautseigju og
óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi
foreldra og aðstandenda barna.
Um allt land hefur fólk unnið
óteljandi vinnustundir í sjálfboða-
liðavinnu til að halda úti íþrótta-
og tómstundastarfi. Sjálfboðaliða-
starf sem oft á tíðum er ekki öll-
um sýnilegt og eflaust ekki margir
sem hafa gert sér í hugarlund hver
staðan væri t.a.m. í okkar sveitar-
félagi ef ekki hefði verið fyrir það
óeigingjarna starf sem fólk hefur
unnið til að halda upp starfsem-
inni frá upphafi iðkunnar.
Greinar eiga undir
högg að sækja
Hvernig verður staðan þegar við
höfum ekki alla þessa sjálfboðaliða
sem halda uppi starfinu?
Hvernig samfélag verður Borg-
arbyggð ef börnum og unglingum
mun ekki standa lengur til boða að
stunda íþróttir?
Kostnaður við rekstur hjá
íþróttafélögum hefur aukist síð-
ustu ár. Öll umgjörð um þjálfun
barna og starfsemi íþróttafélaga
í dag tekur mið af þeim eðlilegu
kröfum sem gerðar eru til þeirra
sem hafa með börnin okkar að
gera í frístundum. Það er stað-
reynd sem við verður að horfast í
augu við að í nútíma samfélagi þar
sem lífsmynstur fólks er fjölbreytt
að alltaf verður erfiðara að fá fólk
til að vinna sjálfboðaliðastörf.
Þetta á við um hvaða félagsstarf
sem er. Þeim fækkar einstakling-
unum sem gefa kost á sér í þessi
störf og hættan er sú þeir fáu sem
eftir eru gefist upp. Hvað þá? Við
erum þegar farin að sjá að ákveðn-
ar greinar eiga undir högg að sækja
eins og t.d. sunddeild Skallagríms
sem hefur ekki getað boðið uppá
sundæfingar eins og áður.
Aukin kostnaðarþátt-
taka nauðsynleg
Undirrituð telur nauðsynlegt
að sveitarfélagið Borgarbyggð –
Heilsueflandi samfélag, geri áætl-
un til framtíðar og fjárfesti í heilsu
og velferð barnanna okkar með
markvissri uppbyggingu sjálfs-
myndar og áherslu á aukin lífs-
gæði.
Kostnaður við rekstur á barna-
og unglingastarfi í t.a.m. knatt-
spyrnu og körfubolta er um 8 -
12 milljónir króna á ári. Framlag
sveitarfélagsins til reksturs barna-
og unglingastarfs er í dag rétt um
6% af kostnaði, hluti kostnaðar
næst með æfingagjöldum, en það
skiptir tugum milljóna á hverju ári
sem íþróttafélögin þurfa að afla
gegnum fjáraflanir ýmiskonar og
reiða sig á styrki frá fyrirtækjum.
Sveitarfélagið verður að byggja
áætlanir sínar til framtíðar á því
að kostnaðarþátttaka verði aukin
í rekstri íþrótta- og tómstunda-
starfs barna. Sveitarfélagið gæti
t.a.m. létt á íþróttafélögunum með
því að standa í meira mæli straum
af kostnaði við þjálfun og þjálfara-
námskeið. Við höfum með þekk-
ingu og reynslu fagfólks ótal tæki-
færi til að vinna á heildrænan og
markvissan hátt með þverfagleg-
um aðgerðum að því að stuðla að
heilbrigði barna og unglinga. Það
er okkar viðfangsefni að skapa að-
stæður og efla vitund í okkar sam-
félagi sem gera fólki auðvelt að
stunda heilsueflandi líf. Forvarnir
og lýðheilsa eiga ekki að falla und-
ir skammtímaverkefni eða átök.
Við höfum ekki efni á að glata
því starfi sem hefur verið unnið í
uppbyggingu á íþrótta- og tóm-
stundastarfi í sveitarfélaginu. Ver-
um ábyrg og framsækin. Hér þarf
að horfa til framtíðar, ávinning-
urinn verður skýr þegar fram líða
stundir. Fjárfestum í heilsu og vel-
líðan barnanna.
Guðveig Lind Eyglóardóttir
Höf. er oddviti Framsóknarflokks
í sveitarstjórn Borgarbyggðar.
Pennagrein
Fjárfestum í heilsu og vellíðan barna
Elsa María flytur fréttir af
Vesturlandi og Vestfjörðum
Elsa María er nýr fréttamaður RÚV á
Vesturlandi og Vestfjörðum.
Ljósm. úr safni/ LÍS.
Flamengóplata í farvatninu hjá Reyni
Reynir Hauksson, gítarleikari frá
Hvanneyri, hefur undanfarin ár
numið flamengógítarleik í Granada
á Spáni. Undanfarin sumur hefur
Reynir ferðast um Ísland og kynnt
land og þjóð fyrir flamingótón-
listinni. Nú stefnir hann að upp-
tökum á flamengóplötu, sem mun
verða fyrsta hljóðritun Íslendings
á flamengótónlist. Reynir stefnir
að því að taka upp níu frumsamin
lög með hjálp nokkurra af færustu
flamengótónlistarmönnum Anda-
lúsíuhéraðs. Má þar nefna söngv-
aranna Jacób de Carmen og gítar-
snillinginn Jorge el pisao, sem léku
einmitt flamengó með Reyni á tón-
leikum í Kópavogi á liðnu sumri.
Lögin eru í mismunandi útsetn-
ingum; fyrir einleiksgítar, með-
leikur með söng þar sem Jacób de
Carmen syngur, en einnig lög með
slagverki og jafnvel dansi. platan
verður tekin upp í lifandi flutn-
ingi í hljóðferi FJR í Granada, þar
sem margir af helstu samtímalista-
mönnum flamengósins hafa hljóð-
ritað sínar plötur. Útgáfutónleikar
verða í Granada og á Íslandi, þar
sem allir sem leika á plötunni munu
koma fram. platan mun heita El
Reino de Granda, eða Konungsrík-
ið Granada, til heiðurs þessu lands-
svæði á Spáni.
Reynir safnar nú fyrir hljóðrit-
un plötunnar á Karolina Fund. Þar
geta áhugasamir heitið á verkefnið
gegn umbun sem getur verið allt
frá plötunni á geisladisk og miða á
útgáfutónleikana til einkatónleika
og stóra pakkans sem inniheldur
m.a. útsetningu lags að eigin vali í
falmengostíl til flutnings á einka-
tónleikum sem einnig fylgja pakk-
anum, ásamt fleiru. kgk
Umsóknarfrestur á haustönn 2019 er
til 15. október n.k.
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána
hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði.
Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám
fjarri heimili sínu.
Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri
lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms).
Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám
frá lögheimili fjarri skóla).
Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna
sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is).
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
9
Jöfnunarstyrkur til náms
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is