Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2019, Page 26

Skessuhorn - 25.09.2019, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 201926 Síðatliðinn sunnudag fór Þjóðahátíð Vestur- lands fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum á Akranesi. Sem fyrr var það Félag nýrra Ís- lendinga sem stóð fyrir hátíðinni undir for- ystu pauline McCarthy formanns félagsins. Dagskráin hófst með því að Bára Daðadóttir bæjarfulltrúi á Akranesi bauð gesti velkomna og setti hátíðina. Kynnir var Guðrún Vala El- ísdóttir og stýrði hún dagskrá. Jin Zhijian sendiherra Kína á Íslan- di ávarpaði gesti en því næst tók við fjöldi dans- og söngatriða. Boðið var upp á búlgar- skan dans, thai dans, spænskan og filippey- skan söng, rapp, bollywood dans og fleira. Sérstakur gestur, Mahendra patel, kom frá Englandi og hélt deginum áður námskeið í afrískum og indverskum trommuslætti. Var afrastur námskeiðsins kynntur á hátíðinni. Fulltrúar tuttugu landa kynntu menningu sína í mat og drykk en flestir sýnenda eru bú- settir á Vesturlandi. Góð stemning var í höl- linni og fjölmargir sem kynntu sér siði og venjur ólíkra landa. mm Fjölmenni mætti á Þjóðahátíð Vesturlands Jin Zhijian sendiherra Kína, Pauline McCarthy, Guðrún Vala Elísdóttir og Bára Daðadóttir. Kínverskt letur fært á blað. Borð svignuðu undan búlgörskum réttum sem bornir voru fram. Ýmsir afrískir smáhlutir voru til sýnis og sölu en afraksturinn rennur til skólastarfs í Kenýa. Börn sýna dans. Pólskir þjóðarréttir. Þessi biðu eftir að röðin kæmi að þeim í dansinum. Aníta Björk Gunnarsdóttir var mætt með þríburana sína. Þær kynntu mat frá Dóminíska lýðveldinu. Þær kynntu og seldu handverk sitt. Blóm skorin út í vatnsmelónur. Gleðin við völd.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.