Skessuhorn - 25.09.2019, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 2019 31
Skagamenn gerðu jafntefli við HK,
1-1, þegar liðin mættust í næst-
síðustu umferð pepsi Max deild-
ar karla í knattspyrnu. Leikið var í
Kópavogi á sunnudaginn.
Leikurinn byrjaði fjörlega og
HK-ingar voru heilt yfir frískari
framan af fyrri hálfleik. Emil Atl-
ason komst einn í gegn eftir mis-
tök í vörn ÍA eftir rúmlega kort-
ers leik en skaut beint á Árna Snæ
Ólafsson í markinu. Skömmu síð-
ar átti Alexander Freyr Sindrason
skot af markteignum en Árni Snær
varði vel frá honum. Á 20. mínútu
átti Arnþór Ari Atlason þrumuskot í
stöng Skagamanna eftir þunga sókn
heimamanna.
Stuttu síðar náðu Skagamenn
snarpri sókn, sem endaði með því
að Bjarki Steinn Bjarkason átti skot
úr teignum sem small í stönginni og
aftur fyrir endamörk. Skömmu fyrir
lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn
dauðafæri, þegar Emil skallaði bolt-
ann rétt yfir markið eftir góða fyrir-
gjöf frá Herði Árnasyni.
Heimamenn komu mjög ákveðn-
ir til síðari hálfleiks. Árni Snær varði
vel frá Birki Snæ Ingasyni á 52. mín-
útu en kom engum vörnum við fjór-
um mínútum síðar þegar HK-ing-
ar komust yfir. Birnir Snær Inga-
son átti skot í varnarmann, boltinn
hrökk út í teiginn á Arnþór Ara sem
smellti honum þéttingsfast í mark-
hornið vinstra megin. Heimamenn
voru nálægt því að bæta öðru marki
við tíu mínútum síðar, þegar Ás-
geir Marteinsson átti hörkuskot að
marki sem Árni Snær varði vel.
Meiri þungi færðist í sóknarleik
Skagamanna síðasta hálftímann,
án þess þó að skila mörgum opn-
um marktækifærium. Sindri Snær
Magnússon fékk þó gott færi á 67.
mínútu en skot hans úr vítateignum
hafnaði í varnarmanni. Undir lok
leiksins dró til tíðinda, þegar brot-
ið var á Marcusi Johanssen í teign-
um og Skagamönnum dæmd víta-
spyrna. tryggvi Hrafn Haraldsson
fór á punktinn og skoraði með góðu
skoti.
Litlu munaði að Skagamönnum
tækist að stela sigrinum í uppbótar-
tíma. Fyrst átti Viktor Jónsson skot
rétt framhjá af stuttu færi og síðan
átti tryggvi skot sem einnig fór rétt
framhjá markinu.
Lokatölur voru 1-1 og Skaga-
menn sitja eftir leikinn í 8. sæti
deildarinnar með 27 stig, jafn mörg
og HK í sætinu fyrir ofan en stigi
á undan Val. Næsti leikur Skaga-
manna fer fram laugardaginn 28.
september, þegar þeir mæta Vík-
ingi R. á Akranesvelli. Sá leikur er
jafnframt lokaleikur tímabilsins.
kgk
Íslansdsmeistaramótið í línuklifri
var haldið í klifuraðstöðu Smiðju-
loftsins á Akranesi síðastliðinn
laugardag. Sjö klifrarar frá ÍA tóku
þátt í mótinu og tveir þeirra unnu
til verðlauna. Sylvía Þórðarsdóttir
hafnaði í öðru sæti í flokki C eft-
ir mikla baráttu. Það var ekki fyrr
en eftir fjóra bráðabana að Sylvía
náði að tryggja sér silfurverðlaun-
in. Brimrún Eir Óðinsdóttir, sem
var að klifra í fyrsta skipti í fullorð-
insflokki, tryggði sér bronsið eftir
þrjár erfiðar klifurleiðir.
Næst á dagskrá hjá Klifurfélagi
Akraness er þriðja grjótglímumót
vetrarins eftir rétt tæpar tvær vikur.
kgk/ Ljósm. ki.
Víkingur Ó. sigraði Njarðvík í loka-
leik Inkasso deildar karla í knatt-
spyru á Ólafsvíkurvelli á laugardag.
Leikurinn var mikill markaleik-
ur og þegar lokaflautan gall höfðu
Ólafsvíkingar skorað fjögur mörk
gegn tveimur mörkum gestanna.
Heimamenn voru mun sterkari í
fyrri hálfleik. Þeir komust yfir strax
á 5. mínútu leiksins þegar Vignir
Snær Stefánsson skoraði eftir horn-
spyrnu Grétars Snæs Gunnarsson-
ar. Á 23. mínútu bættu þeir öðru
marki við og var það af dýrari gerð-
inni. Harley Willard fékk nægan
tíma á miðjum vallarhelmingi gest-
anna. Hann sneri inn á völlinn og
smellti boltanum upp í samskeytin
af 25 metra færi. Glæsilegt mark
hjá Harley.
Víkingsliðið réði lögum og lof-
um á vellinum undir lok fyrri hálf-
leiks og bæði Harley og Vignir voru
nálægt því að bæta við marki fyrir
heimamenn. Á 42. mínútu kom síð-
an þriðja mark Ólafsvíkinga. Har-
ley fór illa með varnarmann Njarð-
víkinga áður en hann sendi fyrir
markið á Martin Cristian Kuittinen
sem átti ekki í vandræðum með að
skalla boltann í netið.
Staðan var 3-0 í hálfleik en gest-
irnir voru þó ekki af baki dottnir. Á
54. mínútu minnkuðu þeir muninn,
þegar Kenneth Hogg skoraði með
laglegum skalla eftir sendingu Stef-
áns Birgis Jóhannessonar. Stefán
skoraði síðan sjálfur á 62. mínútu
þegar hann tók boltann viðstöðu-
laust og þrumaði upp í markvink-
ilinn. Glæsilegt mark hjá Stefáni
og Njarðvíkingar búnir að hleypa
spennu í leikinn.
Ólafsvíkingar voru hins veg-
ar fljótir að slökkva í vonum gest-
anna. Strax í næstu sókn fór Guð-
mundur Magnússon illa með varn-
armenn Njarðvíkinga, sem endaði
með því að hann var felldur í teign-
um og vítaspyrna dæmd. Harley fór
á punktinn og skoraði af miklu ör-
yggi framhjá Brynjari Atla Braga-
syni í markinu, sem veðjaði á rétt
horn en var aldrei nálægt því að
verja.
Ólafsvíkingar voru betra lið vall-
arins síðasta hálftímann og áttu
nokkrar ágætis tilraunir til að bæta
við marki seint í leiknum sem fóru
forgörðum. En það kom ekki að
sök, Víkingur kvaddi Íslandsmót-
ið að þessu sinni með 4-2 sigri á
heimavelli.
Ólafsvíkingar ljúka keppni í
fjórða sæti deildarinnar með 34
stig, jafn mörg og Keflavík og Þór í
sætunum fyrir neðan en sex stigum
á eftir Leikni. Liðið sigraði í níu
leikjum, gerði sjö jafntefli og tapaði
sex að þessu sinni og leikur aftur í
næstefstu deild að ári.
kgk
Valdís Þóra Jónsdóttir hafnaði í 19.
sæti á opna Lacoste Ladies mótinu
í golfi sem fram fór í Frakklandi um
helgina. Mótið er hluti af LEt Evr-
ópumótaröðinni, sterkustu móta-
röð kvenna í Evrópu.
Valdís byrjaði mótið illa, fór fyrsta
hringinn á 79 höggum, eða átta yfir
pari. Hún náði heldur betur að snúa
við taflinu á öðrum hring. Á honum
lék Valdís frábært golf og lauk hon-
um á 66 höggum, eða fimm undir
pari. Síðustu tvo hringi mótsins lék
hún af öryggi, á samtals einu höggi
undir pari. Hún lauk því leik á sam-
tals tveimur höggum yfir pari og
lauk keppni í 19. sæti mótsins.
kgk
Jöfnuðu á ögurstundu
Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði metin úr vítaspyrnu undir leikslok. Ljósm. gbh.
Sneri við taflinu
í Frakklandi
Valdís Þóra Jónsdóttir einbeitt á svip í mótinu í Frakklandi.
Vignir Snær Stefánsson fagnar eftir að hafa komið Ólafsvíkingum yfir í upphafi leiks. Ljósm. af.
Kvöddu mótið með stæl
Teflt á tæpasta vað á Íslandsmeistaramótinu í línuklifri.
Kepptu í línuklifri á Akranesi
Keppt í krefjandi braut í mótinu. Hér er Sylvía á uppleið.
Klifur krefst ekki síst mikillar einbeitingar.