Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 1
arionbanki.is
Fjármálin mín
– betri y�irsýn í Arion appinu
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 43. tbl. 22. árg. 23. október 2019 - kr. 950 í lausasölu
Ert Þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
Tilboð gilda út september 2019
Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes:
Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með
Garlic chicken breast meal
1.650 kr.
Máltíð
„Allar að horfa í myndavélina,“ gæti ljósmyndarinn hafa sagt - skömmu eftir að þessi mynd var tekin. Allavega er hér brugðið á grín þegar framhaldsskólarnir á Vestur-
landi héldu sína árlegu WestSite keppni í síðustu viku. Hér eru nemendur blakliðs FVA sem stilla upp til myndatöku fyrir leik. Nánar um WestSite á bls. 25.
Ljósm. Gunnhildur Lind Photography.
Tvær bæjarhátíðir eru framundan
á Vesturlandi auk þess sem Rökk-
urdagar standa nú yfir í Grundar-
firði. Hátíðin Vökudagar hefst á
Akranesi á morgun, fimmtudag-
inn 24. október, og á föstudag-
inn hefst Haustfagnaður í Dölum.
Rökkurdagar í Grundarfirði hófust
síðastliðinn föstudag með menn-
ingarmóti nemenda í Grunnskóla
Grundarfjarðar. Hátíðin stend-
ur fram yfir næstkomandi helgi en
meðal þess sem boðið verður upp
á næstu daga er haustmarkaður
Kvenfélagsins Gleym-mér-ey, fyr-
irlesturinn „Þegar kona brotnar“
með Sirrý Arnardóttur, Veturnátt-
ablót á Bjargarsteini og dansleikur
í Samkomuhúsinu með hljómsveit-
inni Sue, svo fátt eitt sé nefnt.
Vökudagar á Akranesi hefjast
með opnun á listasýningu Tinnu
Royal í Galleríi Bjarna Þórs kl.
16:00 á fimmtudaginn. Þá verða
opnaðar listsýningar víða um bæ-
inn, boðið upp á jóga á Café Kaju
og tónleikar verða haldnir um allan
bæ dagana sem hátíðin stendur yfir,
til 3. nóvember. Búast má við miklu
lífi í bænum þessa daga og ættu allir
að finna eitthvað við sitt hæfi.
Haustfagnaður í Dölum hefst
með hrýtasýningu á Stóra-Vatns-
horni í Haukadal á föstudaginn kl.
18:00. Þá verður önnur hrútasýn-
ing á Breiðabólsstað á Fellsstönd
daginn eftir þar sem ennig verður
handverksmarkaður. Á laugardags-
kvöldinu verður árleg sviðaveisla
og hagyrðingakvöld í Dalabúð áður
en Greifarnir stíga á svið og spila
fyrir dansi fram á nótt. arg
Það var ung kona á Vesturlandi sem
fékk draumasímtalið mánudaginn
14. október síðastliðinn þegar starfs-
maður frá Íslenskri getspá hringdi í
hana og tilkynnti henni um vinning
sem hún hafði fengið á áskriftarmið-
ann sinn í EuroJackpot lottóinu. „Ég
er nú bara alveg steinhissa,“ voru
hennar fyrstu viðbrögð þegar henni
var sagt að um væri að ræða vinning
upp á rúmar 124 milljónir króna.
Konan og eiginmaður hennar eru
búin að vera með miðann í áskrift
undanfarið, eina röð sem kostar 300
krónur á viku. Þau eru að vonum al-
sæl með vinninginn og það fjárhags-
lega öryggi sem hann veitir þeim inn
í framtíðina og ætla þau að þiggja
fjármálaráðgjöf sem vinningshöfum
sem vinna milljónavinninga stendur
til boða.
mm
Datt í lukkupottinn
Bæjar- og héraðshátíðir
framundan á Vesturlandi