Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 2019 21 Styrking minnihlutaverndar í veiði- félögum, aðkoma Hafrannsókna- stofnunar að gerð arðskráa veiðiáa og afnám milligöngu hins opinbera um greiðslu kostnaðar af arðskrár- mati eru áherslur í nýju frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði, sem Kristján Þór Júlí- usson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, hefur lagt fram á Al- þingi. Í frumvarpinu er að finna til- lögur að þremur meginbreytingum á núgildandi lögum: Í fyrsta lagi verður minnihluta- vernd í veiðifélögum styrkt með sérstökum reglum um atkvæðavægi á fundum. Breytingin hefur það í för með sér að enginn einn aðili geti drottnað yfir málefnum veiði- félaga. Með breytingunni verður hámark atkvæða sem sami aðili eða tengdir aðilar geta farið með á fé- lagsfundi, í krafti eignarhalds, mest 30 prósent. Þá verður breytt skipan arðskr- árnefndar. Lagt er til að Hafrann- sóknastofnun geri ábendingu um fulltrúa í nefndina í stað þess að óskað verði tilnefningu Hæstarétt- ar. Þetta er gert til að auka fisk- fræðilega þekkingu í nefndinni og er í samræmi við ábendingar starfs- hóps um gerð arðskráa í veiðivötn- um frá árinu 2015. Veiðifélögum er skylt að gera arðskrá, sem sýnir hluta af veiði eða arð af veiði sem koma skal í hlut fasteigna, lögaðila eða einstaklinga sem eiga veiðirétt í vatni á félagssvæði, en arðskrár- nefndin sker úr um ágreining um arðskrá með matsgerð. Loks er metin óþörf milliganga hins opin- bera um greiðslu kostnaðar af arðskrármati. Með þessu er lagt til að veiðifélög greiði arðskrárnefnd beint fyrir vinnu sína í stað þess að atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið greiði fulltrúum í nefndinni og endurkrefji síðan veiðifélög. mm Grundarfjarðarbær stendur fyrir opnum fundum þessa dagana um stefnumótun og framtíðarsýn bæj- arfélagsins. Yfirskriftin er Grund- arfjarðarbær 2030. Íbúum bæjarins var boðið að taka þátt en mánudag- inn 21. október var almennur fund- ur og þriðjudaginn 22. október var fundur með ungu fólki 18-30 ára og svo síðar þann sama dag var op- inn fundur um menningarmál. Öll- um fundunum var stýrt af ráðgjafa- fyrirtækinu Capacent en þau Arn- ar Pálsson og Ingunn Guðmunds- dóttir stýrðu fundunum. Með þessu er verið að endurskoða fjölskyldu- stefnu bæjarins, menningarmál, skólamál, íþróttir, tómstundir og fleira. tfk „Arion banki hefur opnað á aðgengi að reiknings- og kortaupplýsingum frá öðrum bönkum í Arion banka appinu. Um er að ræða tímamót í fjármálaþjónustu hér á landi. All- ir sem eru með reikninga eða kort hjá fleiri en einum banka og veita heimild fyrir flutningi gagna, geta fengið heildstæða yfirsýn yfir fjár- mál og útgjöld heimilisins á ein- um stað í Arion appinu. Þessi nýja þjónusta er unnin í samstarfi við Meniga,“ segir í tilkynningu frá Arion banka. „Þessi nýjung er ekki aðeins fyr- ir viðskiptavini Arion banka heldur er hún öllum opin. Það eina sem þarf að gera er að sækja Arion app- ið, skrá sig inn með rafrænum skil- ríkjum og tengja þá reikninga og kort sem hver og einn vill sjá. Ein- staklingur, sem er t.d. með debet- kort hjá Arion banka en kreditkort hjá öðrum bönkum, getur þannig séð stöðu og hreyfingar á öllum sínum kortum í Arion appinu. Að auki eru þessar upplýsingar teknar saman og flokkaðar eftir útgjalda- liðum heimilisins. Hver og einn getur svo unnið með flokkunina, endurflokkað tilteknar færslur og lagað að eigin þörfum. Þannig fæst einstök yfirsýn yfir tekjur og út- gjöld heimilisins og þróun þeirra yfir ákveðið tímaskeið. Með þess- ari nýjung er tekið mikilvægt skref í þágu neytenda. Um er að ræða notendavæna og þægilega lausn sem er í anda opinnar bankaþjón- ustu og nýrrar tilskipunar Evrópu- sambandsins um greiðsluþjónustu (PSD2) sem verður innleidd hér á landi á næstu misserum,“ segir í til- kynningunni. mm Krakkar í æskulýðsstarfi kirkjunnar í Snæfellsbæ stóðu fyrir kærleiks- maraþoni um síðustu helgi. Til- gangurinn með því var að safna sér fyrir landsmóti ÆSKÞ sem fram fer hér í ólafsvík um næstu helgi. Höfðu þau í lok september safn- að áheitum og fóru svo um síðustu helgi og gerðu ýmis kærleiksverk. Skiptu krakkarnir sér í hópa og voru meðal annars á þvottaplan- inu hjá söluskála óK og á Hellu á Hellissandi þar sem þau buðust til þess að þvo bíla hjá þeim sem komu við. Aðrir fóru í verslanirnar Kass- ann í ólafsvík og Hraðbúð Hellis- sands þar sem reynt var að hjálpa, til dæmis með því að bera poka fyr- ir viðskiptavina út í bíl. Enn önnur fóru á hjúkrunar- og dvalarheimilið Jaðar þar sem þau ræddu við íbúa og jafnvel spiluðu. Að lokinni hug- ljúfri kvöldguðsþjónustu í ólafs- víkurkirkju á sunnudagskvöld- inu buðu krakkarnir upp á kaffi- hús, bingó, andlitsmálun og boccia endurgjaldslaust eins og allt hitt sem boðið var uppá og fengu allir sem þau hittu í kærleiksverkunum og maraþoninu hjarta að gjöf með áletrun. Fyrirtæki á svæðinu styrktu ung- linganna með myndarlegum vinn- ingum fyrir bingóið og var mikil spenna og fjör þar, auk þess stóðu þau fyrir kökubasar í kirkjum sókn- anna 6. október síðastliðinn. Hafa alls safnast yfir 280 þúsund krónur vegna landsmótsins og enn hægt að styrkja þau með því að leggja inn á reikning 0194 - 05 - 401623, kt. 430111-0350. Vildi æskulýðsfé- lagið fá að koma á framfæri þakk- læti fyrir stuðninginn og velvildina þetta kemur að góðum notum um næstu helgi en þá verður landsmót ÆSKÞ haldið í þriðja sinn í ólafs- vík en það var áður haldið í ólafs- vík árin 2003 og 2008. Mun því fyllast bærinn af ungu fólki en um 250 manns verða á mótinu þar af 28 unglingar frá Snæfellsbæ. þa Ingunn Guðmundsdóttir ráðgjafi Capacent er hér að fara yfir málin með íbúum. Stefnumótun hjá Grundarfjarðarbæ Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri setti fundinn og bauð fólk velkomið. Hérna eru þau Olga Sædís Einarsdóttir, Lúðvík Liston Karlsson, Ólafur Guðmunds- son og Þorsteinn Hjaltason á fullu í hugmyndavinnu. Æskulýðsstarfið í Snæfellsbæ í kærleiksverkefnum Svipmynd frá bingóinu. Lög sem eiga að styrkja minnihlutavernd í veiðifélögum Ungur veiðimaður í Gljúfurá í Borgarfirði. Ljósm. úr safni. Yfirsýn yfir reiknings- og kortaupplýsingar frá öðrum bönkum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.