Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 2019 7
Bókmenntakvöld
- Fjallapund, lygamót og stangarskot!
Rithöfundar lesa úr verkum sínum
Fimmtudaginn 31. október kl. 20:00 á Bókasafni Akraness
Sigurbjörg Þrastardóttir stýrir dagskrá
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranessofn.is
Allir velkomnir.
Kaffiveitingar. Bækur til sölu á góðum kjörum.
AKRANES
Fram koma:
Eva Björg Ægisdóttir: Stelpur sem ljúga
Steinunn Sigurðardóttir: Dimmumót
Bragi Ólafsson: Staða pundsins
Kristín Helga Gunnarsdóttir: Fjallaverksmiðja Íslands
Bergur Ebbi Benediktsson: Skjáskot
Magnús Guðmundsson: Stöngin út – saga Halldórs í Henson SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Búsetuþjónusta fatlaðs fólks á Akranesi auglýsir
laust til umsóknar starf deildarstjóra. Búsetuþjón-
ustan sér um að veita fötluðu fólki með langvarandi
stuðningsþarfir aðstoð og stuðning til sjálfstæðs
lífs og félagslegrar þátttöku í samfélaginu.
Auglýst er eftir iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, eða öðrum fagaðila
með háskólamenntun í félags- eða heilbrigðisvísindum sem
nýtist í starfi. Um er að ræða 80% stöðu í þjónustukjarna
fyrir fólk með fötlun þar sem unnin er vaktavinna, virka daga
og helgar.
Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember næstkomandi.
Nánari upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur ásamt
umsóknareyðublaði má finna á www.akranes.is/lausstorf
Laust starf deildarstjóra í
Búsetuþjónustu fatlaðs fólks
Grunnskóli Grundarfjarðar og
Grunnskóli Snæfellsbæjar voru í
síðustu viku með í gangi verkefni
sem gengur undir nafninu „Menn-
ingarmót“. Í Grundarfirði var dag-
skráin hluti af Rökkurdagahátíðinni
sem er í gangi, með hinum ýmsu
viðburðum. Föstudaginn 18. októ-
ber var svo opið hús í skólanum þar
sem að nemendur sýndu afrakstur-
inn í hádeginu. Sýningin heppnað-
ist mjög vel og var margt forvitni-
legt að sjá.
Menningarmót fór sömuleiðis
fram í Grunnskóla Snæfellsbæjar.
Verkefnið er einnig þekkt undir
nafninu Fljúgandi teppi og um að
ræða þverfaglega aðferð í starfi með
börnum og fullorðnum. Er hún hu-
gsuð til þess að varpa ljósi á fjöl-
breytileika menningarheima þátt-
takenda sem og styrkleika. Kristín
R. Vilhjálmsdóttir kennari, men-
ningarmiðlari og verkefnastjóri fjö-
lmenningar hjá Borgarbókasafni er
hugmyndasmiður þessa verkefnis.
Hefur hún mótað og notað Men-
ningarmót með góðum árangri í
kennslu á Íslandi undanfarin tíu
ár. Kristín leiðbeindi starfsfólki
skólanna sem og nemendum með
innleiðingu verkefnisins og fór hún
yfir hugmyndafræði þess og hver-
nig hægt væri að framkvæmda það
á fjölbreytilegan hátt.
tfk/þa
Tinna Rós Þorsteinsdóttir er fædd
og uppalin á Akranesi. Hún notar
listamannanafnið Tinna Royal sem
hún tekur beint frá skyndibúðingn-
um sívinsæla. „Þetta er fimmta árið
í röð þar sem ég tek þátt á Vöku-
dögum hér á Akranesi. Fyrstu sýn-
inguna mína hélt ég á Bókasafni
Akraness fyrir hálfgerða tilvilj-
un, þar sem ég sýndi handsaumuð
pallíettu málverk og eftir það lof-
aði ég mér að ég myndi alltaf taka
þátt,“ segir Tinna. „Það er virkilega
gaman að sjá hvað það eru margir
gestir sem nýta sér að koma á þessa
viðburði og þeim fjölgar alltaf með
hverju árinu,“ bætir hún við.
Tinna Rós segir að á annarri sýn-
ingunni hennar hafi hún verið með
risastórar vatnslitamyndir af börn-
um að borða kleinuhringi. „Í fyrra
sýndi ég glassúraðar styttur sem ég
keypti á nytjamörkuðum og þar á
meðal var ég með Jón í lit, en það
leiddi til þess að ég fór í samstarf
með vöruhönnuðinum Almari og
við gerðum 20 eintök af þessum
sérstaka Jóni. En í ár ætla ég að
halda aðra olíumálverka sýningu og
þótt ég leiki mér í allskyns miðlun
og efnum þá þykir mér alltaf vænst
um olíuna.“
Árið 2011 fór Tinna Rós í forn-
ám og svo fagurlistnám í Mynd-
listaskólanum á Akureyri þar sem
hún segist hafa lært ómetan-
leg handtök hjá
einstökum kenn-
urum. „Ég hef svo
síðustu átta árin
verið að temja
olíuna að mínu
skapi. Sýningin í
ár er haldin í Betri
stofunni í Gall-
eríi Bjarna Þórs
en hann á einmitt
stóran þátt í því að
ég vildi verða mál-
ari þegar ég yrði
stór. Öll verkin
á sýningunni eru
glitrandi ný, og eins
og Royal aðdáendur ættu að þekkja,
stútfull af kleinuhringjum og sæta-
brauði. Smáfuglar úr íslenskri nátt-
úru fá stórt hlutverk að þessu sinni
og njóta þessara yfirgefnu veitinga.
Sýningin ber titilinn „Lof þeim að
borða köku“ og vil ég bjóða öllum
velkomin á opnunina fimmtudag-
inn 24. október frá klukkan 16 - 20
og þiggja léttar veitingar.“
Sýningin Tinnu Royal stendur
yfir til 23. desember og er aðgengi-
leg á opnunartíma Gallerí Bjarna
Þórs.
mmHilmar Már Arason skólastjóri í GSNB og Kristín R Vilhjálmsdóttir kennari.
Ljósm. þa.
Menningarmót í
grunnskólum á Snæfellsnesi
Svipmynd frá menningarmóti í Grundarfirði í hádeginu á föstudaginn. Ljósm. tfk.
Sýningin ber heitið Lof þeim að borða kök
u.
Tinna Royal opnar sýningu í
Galleríi Bjarna Þórs
Tinna Rós Þorsteinsdóttir, Tinna Royal,
við nokkur verka sinna.