Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 201926
Í síðustu viku fór fram 60 manna
ráðstefna á B59 hóteli í Borgarnesi.
Umræðuefni hennar var: „Eru litlir
og meðalstórir bæir á Norðurlönd-
unum næsta búsetubylgja fólks með
breytta sýn á lífsgæði?“ Ráðstefnan
var hluti af verkefninu „Attractive
towns. Green redevelopment, com-
petitive Nordic urban regions,“ og
skipulagði Helena Guttormsdóttir
lektor við LbhÍ hana. Eftirfarandi
frásögn tók Helena saman um ráð-
stefnuna og lærdóm sem draga má
af samstarfi sem þessu.
Ráðstefnan hófs á áhrifamiklum
flutningi tónlistarkonunnar Soff-
íu Bjargar frá Einarsnesi. Þá var
fundað allan fimmtudaginn á Hót-
el B-59 í Borgarnesi með frábærri
þjónustu starfsfólks og snæddur
ljúfur kvöldverður á Landnámssetr-
inu. Árla dags á föstudeginum var
haldið á Akranes og í Mosfellsbæ í
skoðunarferðir. Einmuna blíða var
þessa daga sem var X-Factor fyrir
upplifun gestanna.
Árið 2017 þegar Norðmenn fóru
með formennsku í Norrænu rá-
herranefndinni, settu þeir af stað
verkefnið „Aðlandi bæir - umhverf-
isvæn endurnýjun og samkeppn-
ishæfni í norrænum þéttbýlum.“
Bæir sem veita fólki góð lífsskilyrði.
Gátu sveitarfélög á öllum Norður-
löndunum sótt um og mælst var
til tengingar við utanaðkomandi
stofnanir eða háskóla. Í umsókn-
inni þurfti að skilgreina styrk – og
veikleika svæðanna með fræðilegri
vísun. Átján sveitarfélög voru val-
in úr umsækjendum, þar af fjögur
frá Íslandi; Akranes, Mosfellsbær,
Fljótdalshérað og Hornafjörður. Á
Hornafirði voru Nýheimar sam-
starfsaðili og umhverfisskipulags-
braut Landbúnaðarháskóla Ísland
var samstarfaðili í umsókn Akranes-
kaupstaðar, vegna þess að þar höfðu
verið unnin mörg fræðileg verkefni
sem tengjast ellefta sjálfbærnimark-
miði SÞ.
Ástæða þess að þessi áhersla var
valin af hálfu Norðmanna er að
margir litlir og meðalstórir bæir á
Norðurlöndum standa frammi fyrir
svipuðum vandamálum. Miðbæjar-
svæði er illa skilgreint, íbúar keyra
úr bæjunum til að sækja vinnu og
mannlíf og innviði þarf að styrkja.
Á sama tíma eru mikil sóknarfæri;
hátæknilausnir hvað varðar fjar-
vinnslu, mikil tenging við náttúru-
legt umhverfi matvælaframleiðslu
og einfaldari lífsstíl. Almennt upp-
lifa íbúar mikið öryggi.
Bæjunum sem þátt tóku í verk-
efninu var skipt í hópa eftir því
hvernig þeir skilgreindu styrk –
og veikleika. Þetta var niðurstaða
þeirrar vinnu.
Hópur 1: Lundur, Viborg, Ham-
ar, Vaasa.
Hópur 2: Narvik, Ystad, Horna-
fjörður, Sønderborg
Hópur 3: Akranes, Växjö, Salo,
Middelfart
Hópur 4: Pori, Innherredsbyen
Levanger, Steinkjer og Verdal,
Mosfellsbær/Fljótsdalshérað.
Verkefnið greiddi allan ferða-
kostnað og uppihald á þremur hóp-
fundum og þrjá stóra fundi allra
hópanna. Að auki réði verkefnið
SWECo ráðgjafafyrirtæki til að
rýna í og aðstoða og er væntanleg
stór skýrsla um þá vinnu. Þá voru
um þrjár milljónir danskra króna í
boði fyrir ýmis verkefni sem vinnu-
hóparnir unnu að og fór LbhÍ/
Akranes m.a. í tvær námsferðir
til Kaupmannahafnar og Amster-
dam þar sem áhersla var á að skoða
breytingarsvæði, atvinnuuppbygg-
ingu og sjálfbærar lausnir.
Sameiginleg reynsla íslensku
fulltrúanna af vinnu með hinum
Norðurlandabæjunum:
Margt ólíkt sem tengist stærðar-
mun
Afar lítið um mælingar (indica-
tors) til að vísa í hjá okkur
Verksvið og verkferlar afmark-
aðri og skýrari í hinum löndunum
Skipulags- og umhverfismál risa-
stórir málaflokkar, Íslendingarn-
ir með fjölda verkefnahatta í sinni
vinnu
Íslendingar kraftmiklir, geta leyst
fjölbreytt verkefni og á mettíma.
Hver er svo ágóðinn?
Styrkur er: Vandamálin eru mörg
svipuð þó Danmörk og Svíþjóð
skeri sig talsvert úr. Í Salo steyta
menn líka hnefann yfir fjölda bíla-
stæða og gleyma að ræða aðalat-
riðin.
Mikil styrking á faglegri um-
ræðu og tengslaneti innan alls
hópsins og samtal um samnorræn-
ar rætur. Tækifæri til að kynnast
sérkennum svæða og lausnum sem
er hæpið að gerst hefði við aðr-
ar aðstæður. Búið að mynda ein-
stakan traustan vinahóp sem er
ákveðinn í að vinna áfram saman
og sækja fram.
Þá hafa verið unnin þrjú ný-
sköpunarverkefni í tengslum við
verkefnið, tvö á Akranesi sem Ása
Katrín Bjarnadóttir og Rebekka
Guðmundsdóttir LbhÍ unnu og
eitt í Salo Finnlandi unnið af
Aada Willberg Graduate student
/Economics.
Hópur þrjú sem LbhÍ og Akra-
neskaupstaður eru í mun gefa út
ráðgjafahefti (Liveability toolbox
) sem nýtast á bæði námsmönnum
LbhÍ og umhverfis- og skipulags-
sviði Akraneskaupstaðar og fleir-
um sveitarfélögum í samráði og
greiningu á svæðum.
Þá kom út í tengslum við ráð-
stefnuna „Network of public spa-
ces“ ensk útgáfa á bók sem Ellen
Huusas landslagsarkitekt og fyrr-
um starfsmaður Snöhetta og ráð-
herranefndarinnar hefur komið
að. Í bókinni eru dæmi frá þátt-
tökubæjum, m.a. frá Akratorgi,
vitasvæði og Guðlaugu. Bókin
verður nýtt sem kennsluefni við
LbhÍ. Ellen er nú orðin dósent við
NMBU Ási og kom hún á Hvann-
eyri og fundaði með Kristínu Pét-
ursdóttur landslagsarkitekt, lektor
og brautarstjóra umhverfisskipu-
lagsbrautar um frekara samstarf.
Helena Guttormsdóttir lektor
LbhÍ og Sindri Birgisson um-
hverfisstjóri hafa leitt verkefnið
og verður á næstunni lögð áhersla
á að láta það seitla meira til sam-
félagsins og háskólans.
Verkefnið hefði ekki getað kom-
ið á betri tíma. Heimurinn er að
vakna – Greta Turnberg og fleiri
hjálpa okkur. Nú þurfum við bara
að halda áfram að vera sögumenn
og fá pólitíkina til að trúa jafn
sterkt og við á að raunverulegra
breytinga er þörf.
Helena Guttormsdóttir tók saman.
Í skoðunarferð á Akranes brugðu gestir sér í Guðlaugu. Ljósm. Helena Guttormsdóttir.
Ráðstefna um litla og meðalstóra
bæi á Norðurlöndunum
Stór hluti ráðstefnugesta í Borgarnesi. Ljósm. Gunnhildur Lind.
Slegið á létta strengi. Ljósm. Gunnhildur Lind.