Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 20198 Fjölga rafhleðslu- stöðvum LANDIÐ: orkusjóður hefur úthlutað styrkjum til uppsetn- ingar hleðslustöðva við gisti- staði um land allt þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma. Verk- efnið er hluti af aðgerðaáætl- un stjórnvalda í loftslagsmál- um og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Alls verða veittir 26 styrkir til að setja upp 112 hleðslupunkta vítt og breitt um landið. Heild- arfjárhæð styrkjanna nemur ríf- lega 30 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti helmings mótframlagi umsækj- enda og nemur heildarfjárfest- ing verkefnanna því 60 milljón- um króna hið minnsta. Á næst- unni verður enn fremur úthlut- að fjárfestingarstyrkjum til upp- byggingar á hraðhleðslustöðv- um fyrir rafbíla, en þeir styrk- ir voru einnig auglýstir í sum- ar. Þeim styrkjum er ætlað að styrkja uppbyggingu hrað- hleðslustöðva á lykilstöðum og tryggja þannig hindrunarlausar ferðir rafbíla milli landshluta, enda fjölgar rafbílum hratt hér á landi. -mm Aðfinnsluvert háttarlag AKRANES: Lögreglu barst tilkynning um menn á hvítum Volgswagen sem sýndu ógnandi framkomu gagnvart nokkr- um 13 ára unglingum á Skaga- braut á Akranesi í vikunni sem leið. Krakkarnir voru skelkað- ir vegna aksturslags þeirra sem í bílnum voru. Lögregla þekkti til mannanna og hafði samband við þá. Athæfi þeirra var bókað sem aðfinnsluvert háttarlag, að sögn lögreglu. -kgk Ók á vegrið SNÆFELLSBÆR: Umferð- aróhapp varð skammt frá bíla- stæðinu við Bjarnaföss í Stað- arsveit skömmu eftir hádegi á laugardaginn. Ökumaður sem ók í átt að bílastæðinu fipaðist þegar hann mætti bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt, með þeim afleiðingum að hann ók utan í vegrið á brú. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er óöku- hæfur eftir óhappið. -kgk Ær nöguðu bíl BORGARBYGGÐ: Lögregl- unni á Vesturlandi var tilkynnt um sauðkindur að naga bíl við bifreiðaverkstæði við Skarðs- hamra. Ærnar voru þá í mak- indum sínum að naga afturstuð- ara bifreiðar. Ekki er vitað hver eigandi sauðkindanna er, en það náðust af þeim myndir, að sögn lögreglu. -kgk Keyrt á kött AKRANES: Ökumaður hafði samband við neyðarlínu um tvöleytið á föstudag og kvaðst hafa ekið á kött á Skagabraut á Akranesi. Köttinn sagði hann vera dökkbröndóttan og ekki með ól. Taldi hann að kötturinn hefði drepist. Haft var samband við dýraeftirlitsmann og reynt að hafa uppi á eiganda kattarins, að sögn lögreglu. -kgk Brotist inn í bústað DALABYGGÐ: Lögreglunni á Vesturlandi var tilkynnt um inn- brot í sumarbústað í Villingadal á Skarðsströnd um tvöleytið á mánudaginn. Rúða hafði verið brotin í útihurð og áfengi tek- ið úr bústaðnum, en engar aðrar skemmdir unnar á húsinu. -kgk Auglýstu dóp til sölu AKRANES: Í vikunni sem leið barst Lögreglunni á Vesturlandi ábending um aðila sem væru hugsanlega að selja Akranesi. Áttu þeir að hafa auglýst kókaín og kannabis til sölu. Lögreglu var jafnframt bent á símanúm- er viðkomandi. Númerin fund- ust ekki í kerfum lögreglu né í símaskrá. Málið er til rannsókn- ar. Dósaþjófar BORGARNES: Lögregl- an á Vesturlandi hafði hendur í hári dósaþjófa í vikunni sem leið. Voru þjófarnir að tína úr dósagámi Ungmennafélags- ins Skallagríms í Borgarnesi og setja dósirnar inn í bíl hjá sér. Slíkt telst vera þjófnaður, að sögn lögreglu. Hámark koffíns í drykkjum LANDIÐ: „Á Íslandi er gengið lengra í að setja skorður á koff- ínmagn í drykkjum en í flestum Evrópulöndum þar sem ótak- markað magn er heimilt. Hér er sala koffínríkra orkudrykkja til barna yngri en 18 ára bönn- uð og 320 mg/l er hámark án sérstaks leyfis. Ef markaðssetja á drykk með hærra koffíninni- haldi þarf að sækja um leyfi til Matvælastofnunar,“ segir í til- kynningu frá stofnuninni. -mm Féll af eftirvagni AKRANES: Vinnuslys varð á Akranesi í vikunni sem leið þegar karlmaður féll fram af eftirvagni vörubifreiðar á Akra- nesi. Hlaut hann skurð á höfði og fann fyrir verkjum í baki. Sjúkralið var kallað á staðinn og síðan Vinnueftirlitið. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofn- un Vesturlands til aðhlynning- ar. -kgk Árekstur og afstunga AKRANES: Ekið var á kyrr- stæðan bíl á Háteig á Akranesi aðfaranótt sunnudags. Tölu- vert tjón varð á bifreiðinni sem ekið var á og nágranni kvaðst hafa heyrt brothljóð kl. 5:00 að morgni. Ökumaðurinn lét sig hins vegar hverfa af vettvangi. Málið var þó ekki lengi á huldu, þar sem bifreið mannsins fannst síðan í Hafnarfirði. -kgk Sofnaði undir stýri HVALFJSV: Bifreið hafnaði utan vegar við Fiskilæk um þrjú- leytið aðfaranótt þriðjudagsins í síðustu viku. Ökumaður sofnaði undir stýri með þeim afleiðing- um að bifreið hans hafnaði utan vegar. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin fór hins vegar ekki í gang eftir óhappið. -kgk Síðastliðinn fimmtudag var vaskar hópur í Félagi kvenna í sjávarútvegi í sinni árlegu haustferð. Að þessu sinni var ferðinni heitið í Grund- arfjörð þar sem púlsinn var tekinn á sjávarútvegsfyrirtækjum bæjar- ins. Þær Rósa Guðmundsdóttir hjá G.Run hf og Mjöll Guðjónsdóttir hjá Soffaníasi Cecilssyni hf tóku á móti hópnum og kynntu fyrirtæk- in og starfsemina þar. Fyrsta stopp hjá þeim var þó á höfninni þar sem að Hafsteinn Garðarsson hafnar- stjóri og Björg Ágústsdóttir bæjar- stjóri kynntu starfsemi hafnarinn- ar og komandi verkefni fyrir hópn- um. tfk Bjarni Jónsson vara- þingmaður VG spurði í óundirbúnum fyrir- spurnatíma mennta- málaráðherra á mánu- daginn um uppbyggingu háskólastigsins á öllu landinu. Hvatti hann ráðherra til að beita sér fyrir að rannsóknastarf- semi Landbúnaðarhá- skóla Íslands, sem nú fer fram í Keldnaholti, verði flutt að Hvanneyri sem styrkja myndi stöðu skólans og fræðastarfs á staðnum. Jafnframt hvatti hann til að fjármögnun háskóla á lands- byggðinni yrði betur tryggð en nú er. „óeðlilega lítið af starfsemi ís- lenskra háskóla hefur fengið að byggjast upp á landsbyggðinni og hefur skortur á fjármögnun þeirra ýtt undir þá öfugþróun. Í þessu sambandi er rétt að inna sérstaklega hæstv. menntamálaráðherra eftir viðhorfi hennar og áformum vegna háskólanna á landsbyggðinni, há- skólanna á Akureyri og Bifröst og landbúnaðarháskólanna á Hvann- eyri og Hólum, þá ekki síst vegna áframhaldandi sjálfstæðis þeirra,“ sagði Bjarni. Í svari Lilju D Alfreðsdóttur menntamálaráðherra kom með- al annars fram að Íslendingar eiga mjög öflugar háskóla- stofnanir úti á landi; Háskólann á Hólum, Landbúnaðarháskóla Ís- lands á Hvanneyri og Háskólann á Akureyri. „Við erum að setja á laggirnar þekkingarset- ur, við erum með sam- starfsnet opinberra há- skóla og svo er sérstak- lega gerð grein fyrir stefnumörkun okkar í byggðaáætlun. Við höf- um verið að styrkja sér- staklega rannsóknarstarf í Háskólanum á Hólum og við vilj- um halda áfram að efla það eins og við mögulega getum. Á árinu fengu til að mynda vísindamenn fiskeldis- brautarinnar á Hólum stóran styrk frá Rannís, svonefndan öndvegis- styrk, sem er auðvitað mikil viður- kenning fyrir öflugt rannsóknar- starf,“ sagði Lilja í svari sínu. mm Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Vesturlands þriðjudaginn 15. októ- ber dæmdir til fangelsisvistar vegna aksturs undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna og fyrir akstur eftir að hafa verið sviptir ökurétt- indum. Annar maðurinn var dæmd- ur til þriggja mánaða fangelsisvist- ar en hinn í 60 daga fangelsi. Báðir voru þeir sviptir ökurétti ævilangt. Of hratt, undir áhrifum og án réttinda Öðrum manninum var mannin- um var gefið að sök að hafa sunnu- daginn 28. júlí 2019 ekið bifreið, sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ólöglegra ávana- og fíkni- efna um Vesturlandsveg við Bifröst. Í blóðsýni sem tekið var úr mann- inum greindist bæði amfetamín og THC, sem er virka vímuefni kannabiss. Enn fremur ók maður- inn á allt að 91 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km/ klst. Ákærði játaði brot sín skýlaust, að því er fram kemur í dómi hér- aðsdóms yfir manninum. Í dómnum kemur einnig fram að frá árinu 2007 hafi maðurinn fimm sinnum verið dæmdur fyrir akstur undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna og tvisvar sinnum gengist undir viðurlög hjá lögreglu. Síðast hlaut hann dóm fyrir akstur undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkni- efna 10. maí á þessu ári. Þá var mað- urinn dæmdur í 60 daga fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt. Með hliðsjón af ofangreindu þótti hæfileg hans þriggja mánaða fangelsisvist, auk þess sem dóm- urinn áréttaði ævilanga ökuleyfis- sviptingu mannsins. Honum var gert að greiða allan sakarkostnað og þóknun verjanda síns. Með THC í blóðinu Hinum manninum var gefið að sök að hafa laugardaginn 22. júní síð- astliðinn ekið bifreið, sviptur öku- réttindum og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna um Hraunbæ í Reykjavík, þar til lögregla stöðvaði för mannsins. Í blóðsýni mældist THC. Ákærði játaði brot sín ský- laust fyrir dómi. Fram kemur í dómnum yfir manninum að samkvæmt saka- vottorði hafi maðurinn hlotið sex dóma frá árinu 2007. Við ákvörð- un refsingar taldi dómstóllinn hún því hæfilega ákveðin fangelsi til 60 daga, auk þess sem maðurinn verði sviptur ökurétti ævilangt. Mannin- um var auk þess gert að greiða allan sakarkostnað og þóknun verjanda síns. kgk Hópurinn stillti sér upp á höfninni. Ljósm. bá. Félag kvenna í sjávarútvegi á ferð í Grundarfirði Sviptir ökurétti ævilangt Leggur til að rannsóknastarf fari frá Keldnaholti að Hvanneyri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.