Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 2019 23 „Íslenskt regluverk verður að vera aðgengilegt og auðskiljanlegt,“ segja þau Kristján Þór Júlíus- son, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra sem fyrr í vikunni kynntu aðgerðaráætlun um einföldun regluverks. Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt brott 1090 reglugerðir á sviði sjávarútvegs og landbún- aðar. Breytingarnar eru liður í einföldun regluverks sem er for- gangsverkefni í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Verk- efnið er unnið í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar þar sem kveðið er á um að gert verði átak í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings og lögð áhersla á skilvirka og rétt- láta stjórnsýslu. „Með því að fella þessar reglugerðir brott er verið að hreinsa til í regluverkinu á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Þar með er öllum þeim sem þurfa að fylgja því auðveldað að sjá í gegn- um skóginn. Við munum á næst- unni vinna að enn frekari einföld- un regluverks. Það er eitt af for- gangsmálum í ráðuneytinu,“ segir Kristján Þór. Einföldunin er meðal annars gerð með því að uppfæra, sameina og fella brott reglugerðir, þannig að rúmlega 100 eldri reglugerð- ir á sviði sjávarútvegs verða að átta nýjum. Það gerir að verkum að regluverk á sviði sjávarútvegs verður aðgengilegra. Einnig er um að ræða reglugerðahreinsun sem fellir brott tímabundnar reglu- gerðir sem hafa ekki lengur gildi. Auk þess falla brott reglugerðir sem meðal annars hafa verið settar með stoð í lögum sem þegar hafa verið felld úr gildi. Allt er þetta liður í fyrsta áfanga aðgerðaáætl- unar sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra til næstu þriggja ára sem lítur að einföldun regluverks. Áformaðar lagabreyt- ingar í samráðsgátt „Meginverkefni okkar á að vera að horfa gagnrýnum augum á þær reglur sem hafa verið sett- ar og fækka þeim eins og mögu- legt er. Slík einföldun regluverks stuðlar að aukinni verðmæta- sköpun, meiri skilvirkni, meiri samkeppni, lægra verði og þar með betri lífskjörum. Hér höf- um við svo sannarlega verk að vinna,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en laga- frumvarp hennar um breytingar á ýmsum lögum til einföldund- ar regluverks er nú í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið er fyrsti áfangi af þremur í aðgerðaráætl- un ráðuneytisins um einföldun regluverks á þessum málefna- sviðum sem ráðgert er að standi yfir fram á mitt ár 2021. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem fela í sér að skrán- ingum verslana verði hætt, iðn- aðarleyfi og leyfi til sölu notaðra ökutækja verði lögð af, ráðherra fái heimild til að framselja vald til að veita undanþágur á grund- velli laga um samvinnufélög, auk annarra atriða sem horfa til ein- földunar. Loks er lagt til í frum- varpinu brottfall 16 úreltra laga sem ekki hafa sérstakt gildi leng- ur. mm Á annað þúsund reglugerðir felldar úr gildi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.