Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 201930
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Klukkan hvað vaknar þú
venjulega?
Spurni g
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Sigurveig Kristjánsdóttir:
„Klukkan hálf sjö.“
Viktoría Vala Hrafnsdóttir:
„oftast klukkan sjö.“
Hrafn Björnsson:
„Ég reyni að vakna við sólarupp-
rás, sem er vissulega breytileg.“
Guðmundur Gunnar Guðríð-
arson:
„Ég er eldri borgari.“
Inga Rún Guðjónsdóttir:
(Með henni á myndinni er Vikt-
or Gauti Pétursson, 4 ára)
„Klukkan 7.“
Í sepember voru tvö ár liðin frá því
Crossfit stöðin Ægir var opnuð
á Akranesi en það voru bræðurn-
ir Gunnar Smári og Jóhann Örn
Jónbjörnssynir og Sunnefa Burgess
sem opnuðu stöðina. Viðtökurn-
ar voru strax mjög góðar og enn er
alltaf að bætast við iðkendahópinn.
Um mánaðamótin næstu er eitt ár
liðið frá því útibú stöðvarinnar var
opnað í Brákarey í Borgarnesi en
um var að ræða tilraun til eins árs.
Að sögn Gunnars Smára voru við-
tökurnar ekki jafn góðar í Borgar-
nesi og á Akranesi og hefur allan
tímann verið erfitt að ná inn föstum
iðkendahópi. „Ég var með í huga
ákveðinn fjölda iðkenda sem þyrfti
til að reka stöðina með núlli og sú
tala hefur bara aldrei náðst,“ segir
Gunnar Smári sem hefur ákveðið
að draga sig úr rekstri stöðvarinnar
í byrjun nóvember.
Vonar að stöðin
haldist opin
Ekki er öll von úti um Cross-
fit stöð í Borgarnesi, segir Gunn-
ar Smári, en hann hefur verið að
leita að áhugasömum iðkendum til
að halda aðstöðunni opinni. „Það
þyrftu að koma sér saman nokkr-
ir aðilar til að borga leiguna og þá
væri hægt að halda opnu. En ég
mun draga mig frá því að kosta til
þjálfara og allt slíkt. Ég myndi þá
halda Wodify opnu í Borgarnesi
áfram svo þar væri hægt að taka
sömu æfingu dagsins og á Skagan-
um,“ segir Gunnar Smári, en Wo-
dify er forrit þar sem æfingar dags-
ins eru skráðar inn og iðkendur
geta skráð niður sinn árangur og
haldið utanum hann þar. Í Borgar-
nesi búa sex Crossfit þjálfarar sem
gætu tekið að sér að vera með æf-
ingar sé áhugi fyrir hendi. „Ég hef
verið að tala við þessa þjálfara um
að halda utan um stöðina áfram og
ég er sjálfur tilbúinn til að gefa ráð
og leiðbeina. Það er ekkert útilokað
að halda áfram með stöð í Borgar-
nesi en ég gat bara ekki haldið því
áfram, það bara borgar sig ekki fjár-
hagslega. Þetta er erfiður rekstur,
það er dýrt að reka svona stöð, vera
með þjálfara og reyna að hafa verð-
ið ekki of hátt fyrir iðkendur. Sér-
staklega þegar maður er líka í sam-
keppni við sveitarfélögin sem halda
úti líkamsræktaraðstöðu á mun
lægra verði, það er nánast ómögu-
legt,“ segir Gunnar Smári. Rekst-
urinn á Crossfit stöðinni í Borgar-
nesi hefur einnig gengið illa vegna
þess hversu lítið húsnæði stöðvar-
innar er. Gunnar Smári ræddi það
við eigendur hússins sem stungu
upp á því að stækka húsnæðið og
báru það undir sveitarstjórn í Borg-
arbyggð, til að fá leyfi fyrri stækk-
un. „Þar var málið tafið í allt sum-
ar og enn þann dag í dag er leyfið
ekki komið,“ segir Gunnar Smári
og bætir því við að þetta ferli hefur
bæði tekið mikla orku og peninga
sem spilar einnig inn í þá ákvörðun
hans að hætta með stöðina í Borg-
arnesi.
Crossfitáhuginn
eykst á Akranesi
Crossfit stöðin á Akranesi hefur
frá upphafi haft góðan iðkenda-
hóp sem fer vaxandi og eru í dag
um 300 manns með áskrift á öllum
aldri. Þar er boðið upp á æfingar
fyrir eldri borgara sem hefur notið
mikilla vinsælda auk þess sem í boði
er að koma með börn á æfingar og
í haust var farið af stað með nám-
skeið fyrir unglinga og gengur það
mjög vel. „Við vorum líka að byrja
með jóga sem tilraunaverkefni en
markmiðið er að hafa alltaf eitt-
hvað í salnum svo fólk geti komið
og æft þegar það hentar hverjum og
einum. Það ætti alveg að ganga hér
á Akranesi,“ segir Gunnar Smári.
Í þessar viku er að byrja nýjung í
stöðinni, svokallaðir „brunatímar“.
„Þetta eru æfingar með miklum
hita og svita án stanga, klukkutími
á mikilli ákefð. Þetta gefur fólki
möguleiki að fara í eitthvað að-
eins annað en hefðbundið Crossfit
inn á milli. Það getur verið gott að
hvíla sig aðeins á lyftingum og bara
keyra sig út inn á milli. Við ætl-
um að byrja með að hafa þetta inn
í töflunni allavega tvisvar í viku og
sjá hvernig gengur.“
Eitthvað fyrir alla
Þessar vikurnar er Crossfit open
í gangi en þar keppist fólk um all-
an heim í sömu æfingunum. Fimm
föstudaga í röð kemur inn ný æfing
á netið sem iðkendur hafa út mánu-
dag til að klára og skrá inn sinn ár-
angur. Þannig getur fólk borið sinn
árangur saman við árangur fólks
um allan heim. Í ár eru 84 iðkend-
ur í Crossfit Ægi skráði til leiks og
segir Gunnar Smári stemninguna
í hópnum mjög góða. „Þetta er
nærri þriðjungur iðkendahópins
okkar, sem er frábært. Það er allt-
af svo gott andrúmsloftið hjá okk-
ur og stemningin yfir open er svo
mikil. Þetta er svo samheldinn og
góður hópur. Við í Ægi leggjum
upp úr því að allir séu velkomn-
ir og allir eiga að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi. Við bjóðum upp
á persónulega þjálfun og erum með
mjög góða þjálfara og ég held að
iðkendur okkar finni um leið hvað
það er létt og gott viðmót í stöð-
inni. Það hefur verið góð eftirspurn
eftir grunnnámskeiðum hjá okkur í
haust, mikið meiri en í fyrra. Það er
greinilegt að við eigum enn Skaga-
menn sem langar að prófa,“ segir
hann. Næsta grunnnámskeið verð-
ur helgarnámskeið í nóvember og
er það síðasta grunnnámskeið árs-
ins.
Vantar hentugt húsnæði
fyrir sjúkraþjálfun
Auk þess að reka Crossfit Ægi er
Gunnar Smári sjúkraþjálfari að
mennt og starfar sem slíkur í Garða-
bæ. Spurður hvort hann langi ekki
flytja starfsemi sjúkraþjálfunarinnar
á Akranes svarar hann því játandi.
„Núna þar sem ég er fluttur hing-
að upp á Skaga langar mig að opna
sjúkraþjálfun hér en vantar bara
hentugt húsnæði. Ég er að svipast
um eftir því og draumurinn væri að
geta fundið húsnæði undir crossfit
og sjúkraþjálfun saman. Það þarf
ekkert að vera tengt samt, það bara
væri mjög gaman fyrir mig,“ svarar
hann og brosir.
arg
Crossfit ekki náð sér á flug í Borgarnesi
Rætt við Gunnar Smára um Crossfit í Borgarnesi og á Akranesi
Gunnar Smári Jónbjörnssön opnaði Crossfit stöðina Ægi ásamt Jóhanni Erni Jónbjörnssyni og Sunnefu Burgess á Akranesi fyrir tveimur árum.